Segja tilraunaskot nýrrar eldflaugar hafa heppnast vel Samúel Karl Ólason skrifar 13. febrúar 2017 12:09 Frá eldflaugaskotinu í gær. Vísir/AFP Stjórnvöld Norður-Kóreu segja tilraunaskot nýrrar tegundar eldflauga hafa heppnast vel um helgina. Þeir segjast hafa náð miklum árangri í tilraunum sínum, sem brjóta gegn samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Bandaríkin, Suður-Kórea og Japan hafa kallað eftir fundir hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag. Þetta er fyrsta tilraunaskot Norður-Kóreu síðan Donald Trump varð forseti Bandaríkjanna, en hann hefur sagst ætla að taka harðari afstöðu gagnvart Norður-Kóreu en forveri sinn. Undanfarin ár hafa Norður-Kóreumenn unnið hörðum höndum að því að koma sér upp kjarnorkuvopnum og eldflaugum sem geta borið slík vopn. Yfirvöld í Japan segja mögulegt að ræða frekari viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu og kalla eftir því að Kína taki „uppbyggilega“ stöðu gagnvart nágrönnum sínum í suðri. Kína er helsta bandalagsríki Norður-Kóreu en vopnaáætlun ríkisins hefur rekið fleyg á milli ríkjanna. Þá hafna Kínverjar öllum ásökunum um að þeir gætu verið að gera meira til að draga úr eða koma í vegn fyrir vopnaáætlunina. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína sagði í dag að rótin að aðgerðum Norður-Kóreu væri stirt samband ríkisins við Bandaríkin og Suður-Kóreu. Þá sagði hann Kínverja hafa stutt við aðgerðir gegn Norður-Kóreu og að þeir séu sífellt að reyna að miðla til friðar á Kóreuskaganum.Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa Kínverjar áhyggjur af því að Bandaríkin og Suður-Kórea muni flýta byggingu háþróaðs eldflaugavarnakerfis í Suður-Kóreu, sem ætlað verður að koma í veg fyrir eldflaugaárásir úr norðri. Með kerfinu væri mögulegt að fylgjast með hernaðaraðgerðum Kína og umsvifum.Ný eldflaugKCNA, opinber fréttaveita Norður-Kóreu, segir hina nýju eldflaug brenna eldsneyti í föstu formi, sem veldur því að hún getur flogið lengra og hægt er að skjóta henni á loft með minni fyrirvara en eldflaugum sem notast við hefðbundið eldsneyti í fljótandi formi. Þá er hún sögð geta borið kjarnorkuvopn. Eldflaugin sem skotið var á loft á laugardaginn hefur fengið heitið Pukguksong-2. Sérfræðingar sem BBC ræddi við segja ólíklegt að Norður-Kórea geti komið kjarnorkuvopnum fyrir í eldflaugum. Yfirvöld í Pyongyang hafa haldið því fram að þeir hafi þróað svokölluð „re-entry“ kjarnorkuvopn, sem skotið er á braut um jörðu og koma aftur til jarðarinnar til að lenda á skotmörkum sínum. Við slíkar kringumstæður þurfa kjarnorkuvopn að þola gífurlegan hita og hristing og jafnframt hitta skotmark sitt. Áðurnefndir sérfræðingar segja þó að þrátt fyrir að mjög ólíklegt sé að Norður-Kóreu hafi tekist það, sé trúanlegt að þeir hafi burði til þess að þróa slík vopn í framtíðinni. Í síðasta mánuði sagði Kim Jong-un að her sinn væri langt kominn í því að þróa eldflaug sem gæti borið kjarnorkuvopn til Bandaríkjanna. Donald Trump Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Stjórnvöld Norður-Kóreu segja tilraunaskot nýrrar tegundar eldflauga hafa heppnast vel um helgina. Þeir segjast hafa náð miklum árangri í tilraunum sínum, sem brjóta gegn samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Bandaríkin, Suður-Kórea og Japan hafa kallað eftir fundir hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag. Þetta er fyrsta tilraunaskot Norður-Kóreu síðan Donald Trump varð forseti Bandaríkjanna, en hann hefur sagst ætla að taka harðari afstöðu gagnvart Norður-Kóreu en forveri sinn. Undanfarin ár hafa Norður-Kóreumenn unnið hörðum höndum að því að koma sér upp kjarnorkuvopnum og eldflaugum sem geta borið slík vopn. Yfirvöld í Japan segja mögulegt að ræða frekari viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu og kalla eftir því að Kína taki „uppbyggilega“ stöðu gagnvart nágrönnum sínum í suðri. Kína er helsta bandalagsríki Norður-Kóreu en vopnaáætlun ríkisins hefur rekið fleyg á milli ríkjanna. Þá hafna Kínverjar öllum ásökunum um að þeir gætu verið að gera meira til að draga úr eða koma í vegn fyrir vopnaáætlunina. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína sagði í dag að rótin að aðgerðum Norður-Kóreu væri stirt samband ríkisins við Bandaríkin og Suður-Kóreu. Þá sagði hann Kínverja hafa stutt við aðgerðir gegn Norður-Kóreu og að þeir séu sífellt að reyna að miðla til friðar á Kóreuskaganum.Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa Kínverjar áhyggjur af því að Bandaríkin og Suður-Kórea muni flýta byggingu háþróaðs eldflaugavarnakerfis í Suður-Kóreu, sem ætlað verður að koma í veg fyrir eldflaugaárásir úr norðri. Með kerfinu væri mögulegt að fylgjast með hernaðaraðgerðum Kína og umsvifum.Ný eldflaugKCNA, opinber fréttaveita Norður-Kóreu, segir hina nýju eldflaug brenna eldsneyti í föstu formi, sem veldur því að hún getur flogið lengra og hægt er að skjóta henni á loft með minni fyrirvara en eldflaugum sem notast við hefðbundið eldsneyti í fljótandi formi. Þá er hún sögð geta borið kjarnorkuvopn. Eldflaugin sem skotið var á loft á laugardaginn hefur fengið heitið Pukguksong-2. Sérfræðingar sem BBC ræddi við segja ólíklegt að Norður-Kórea geti komið kjarnorkuvopnum fyrir í eldflaugum. Yfirvöld í Pyongyang hafa haldið því fram að þeir hafi þróað svokölluð „re-entry“ kjarnorkuvopn, sem skotið er á braut um jörðu og koma aftur til jarðarinnar til að lenda á skotmörkum sínum. Við slíkar kringumstæður þurfa kjarnorkuvopn að þola gífurlegan hita og hristing og jafnframt hitta skotmark sitt. Áðurnefndir sérfræðingar segja þó að þrátt fyrir að mjög ólíklegt sé að Norður-Kóreu hafi tekist það, sé trúanlegt að þeir hafi burði til þess að þróa slík vopn í framtíðinni. Í síðasta mánuði sagði Kim Jong-un að her sinn væri langt kominn í því að þróa eldflaug sem gæti borið kjarnorkuvopn til Bandaríkjanna.
Donald Trump Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira