Skipverjinn yfirheyrður áður en tekin verður ákvörðun um áframhaldandi varðhald Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. febrúar 2017 14:59 Á fimmtudag hefur maðurinn setið í gæsluvarðhaldi og einangrun í fjórar vikur. vísir/anton brink Skipverjinn af grænlenska togaranum Polar Nanoq sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana hefur ekki verið yfirheyrður síðan á föstudag. Birna fannst látin í fjörunni við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn en hennar hafði þá verið saknað í átta daga. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins, segir að líkur séu til þess að hann verði yfirheyrður á morgun en gæsluvarðhald yfir manninum rennur út á fimmtudag. Vill lögreglan yfirheyra manninn áður og má búast við því að ákvörðun um það hvort krafist verði áframhaldandi varðhalds verði tekin í kjölfar yfirheyrslunnar, þá annað hvort á morgun eða á fimmtudagsmorgun, en maðurinn verður þá búin að sitja í haldi og sæta einangrun í alls fjórar vikur. Grímur segir að enn hafi ekki borist niðurstöður úr lífsýnum sem send voru erlendis til rannsóknar en hann á ekki von á að það dragist mikið lengur. Það getur þó tekið allt frá fjórum og upp í sex vikur að fá niðurstöður úr slíkum rannsóknum og eru nú komnar þrjár vikur frá því að fyrstu sýnin voru send út. Segist Grímur vonast til þess að niðurstöðurnar komi síðar í þessari viku. Þá á lögreglan jafnframt von á lokaskýrslu krufningar á líki Birnu. Aðspurður hvort hann hafi einhverja tilfinningu fyrir því hvenær rannsókn ljúki kveðst Grímur telja að rannsóknarteymið komist mjög langt á næstu fjórum vikum og að rannsókninni gæti lokið innan þess tímaramma. Gögn málsins verða þá send héraðssaksóknara sem tekur ákvörðun um hvort og þá hverjir verða ákærðir í málinu en auk mannsins sem situr í haldi hefur annar skipverji af togaranum réttarstöðu grunaðs manns. Hann sat í gæsluvarðhaldi og einangrun í tvær vikur en var svo látinn laus. Í kjölfarið hélt hann heim til sín á Grænlandi. Eins og áður hefur komið fram liggur engin játning fyrir í málinu en Grímur vill þó ekki svara því hvort að skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi neiti sök eða neiti hreinlega alfarið að tjá sig um sakarefnið. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Skipverjinn var yfirheyrður í morgun í fyrsta skipti í viku Maðurinn sem grunaður er um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana í síðasta mánuði var yfirheyrður í morgun. 10. febrúar 2017 18:49 Ekki ákveðið hvenær yfirheyrslur fara næst fram Maðurinn sem grunaður er um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana var síðast yfirheyrður á föstudaginn. 13. febrúar 2017 12:13 Segir síðustu vikur þær verstu í sögu Polar Seafood Henrik Leth, stjórnarformaður Polar Seafood, segir undanfarnar vikur hafa verið versta tímabil í 32 ára sögu fyrirtækisins. 11. febrúar 2017 12:59 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Skipverjinn af grænlenska togaranum Polar Nanoq sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana hefur ekki verið yfirheyrður síðan á föstudag. Birna fannst látin í fjörunni við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn en hennar hafði þá verið saknað í átta daga. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins, segir að líkur séu til þess að hann verði yfirheyrður á morgun en gæsluvarðhald yfir manninum rennur út á fimmtudag. Vill lögreglan yfirheyra manninn áður og má búast við því að ákvörðun um það hvort krafist verði áframhaldandi varðhalds verði tekin í kjölfar yfirheyrslunnar, þá annað hvort á morgun eða á fimmtudagsmorgun, en maðurinn verður þá búin að sitja í haldi og sæta einangrun í alls fjórar vikur. Grímur segir að enn hafi ekki borist niðurstöður úr lífsýnum sem send voru erlendis til rannsóknar en hann á ekki von á að það dragist mikið lengur. Það getur þó tekið allt frá fjórum og upp í sex vikur að fá niðurstöður úr slíkum rannsóknum og eru nú komnar þrjár vikur frá því að fyrstu sýnin voru send út. Segist Grímur vonast til þess að niðurstöðurnar komi síðar í þessari viku. Þá á lögreglan jafnframt von á lokaskýrslu krufningar á líki Birnu. Aðspurður hvort hann hafi einhverja tilfinningu fyrir því hvenær rannsókn ljúki kveðst Grímur telja að rannsóknarteymið komist mjög langt á næstu fjórum vikum og að rannsókninni gæti lokið innan þess tímaramma. Gögn málsins verða þá send héraðssaksóknara sem tekur ákvörðun um hvort og þá hverjir verða ákærðir í málinu en auk mannsins sem situr í haldi hefur annar skipverji af togaranum réttarstöðu grunaðs manns. Hann sat í gæsluvarðhaldi og einangrun í tvær vikur en var svo látinn laus. Í kjölfarið hélt hann heim til sín á Grænlandi. Eins og áður hefur komið fram liggur engin játning fyrir í málinu en Grímur vill þó ekki svara því hvort að skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi neiti sök eða neiti hreinlega alfarið að tjá sig um sakarefnið.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Skipverjinn var yfirheyrður í morgun í fyrsta skipti í viku Maðurinn sem grunaður er um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana í síðasta mánuði var yfirheyrður í morgun. 10. febrúar 2017 18:49 Ekki ákveðið hvenær yfirheyrslur fara næst fram Maðurinn sem grunaður er um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana var síðast yfirheyrður á föstudaginn. 13. febrúar 2017 12:13 Segir síðustu vikur þær verstu í sögu Polar Seafood Henrik Leth, stjórnarformaður Polar Seafood, segir undanfarnar vikur hafa verið versta tímabil í 32 ára sögu fyrirtækisins. 11. febrúar 2017 12:59 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Skipverjinn var yfirheyrður í morgun í fyrsta skipti í viku Maðurinn sem grunaður er um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana í síðasta mánuði var yfirheyrður í morgun. 10. febrúar 2017 18:49
Ekki ákveðið hvenær yfirheyrslur fara næst fram Maðurinn sem grunaður er um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana var síðast yfirheyrður á föstudaginn. 13. febrúar 2017 12:13
Segir síðustu vikur þær verstu í sögu Polar Seafood Henrik Leth, stjórnarformaður Polar Seafood, segir undanfarnar vikur hafa verið versta tímabil í 32 ára sögu fyrirtækisins. 11. febrúar 2017 12:59