Af hverju rafmagn í samgöngur? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 16. febrúar 2017 10:00 Það er von að margir spyrji af hverju menn eins og ég vilji endilega troða raforku inn í síðasta vígi jarðefnaeldsneytis, þ.e.a.s. samgöngur. Er ekki nóg að raforka keyri allt annað í okkar daglega lífi, allt frá farsímum til frystiskápa? Tærustu rökin fyrir því að auka hlut raforku í samgöngum eru orkuýtni. Flestir hugsa um olíu í lítrum eða tunnum og raforku í wöttum eða kWst. Líkt og rafmagn er olía bara orka og í einum bensínlítra eru um 10 kWst. Köllum þetta bara orkueiningar til einföldunar. Eyðslunettur bensínbíll sem eyðir 6 l/100km er þá að nota um 60 orkueiningar fyrir hverja 100 km sem eknir eru. Rafbíll af svipaðri stærð þarf hins vegar ekki nema 20 orkueiningar fyrir sömu 100 km eða einungis um þriðjung af þeirri orku sem bensínbíllinn þarfnast. Rafbílar skila sem sagt sömu þjónustu með minna magni af orku. Ef við líkjum þessu við að búa til grjónagraut þá þyrfti þrjá mjólkurlítra til að útbúa einn pott af „bensín“-graut en bara einn lítra af mjólk til að útbúa sama magn af „raf“-grautnum. Í þessu felst rekstrarhagkvæmni rafbíla því að í grunninn er verð á olíu og rafmagni svipað. Það er reyndar djarft að bera orkuverð raforku og olíu saman enda óteljandi breytur sem spila inn í. Ef við skoðum samt meðalbensínverð í gegnum árin án virðisaukaskatts og veggjalda og raforkuverð án virðisauka þá liggur verð á orkueiningu (kWst) í kringum 10 kr. bæði fyrir olíu og rafmagn. Það er sem sagt ekki lágt verð á raforku sem gerir rafbílinn eftirsóknarverðan heldur sú staðreynd að þú þarft þrefalt meira af olíu-kWst til að komast sömu vegalengd og rafbíllinn kemst á raf- kWst. Þetta þýðir líka að þó að veggjöldin væru tekin af bensíni þá væri samt hagstæðara að keyra rafbílinn. Margir halda að rekstur rafbíls sé ódýrari bara vegna þess að þeir borgi, enn sem komið er, engin veggjöld. Ef veggjöld væru lögð jafnt á ofangreinda bíla þá myndi 100 km akstur í dag kosta rafbílinn um 700 kr. en bensínbílinn rúmar 1.200 kr. Óháð rafbílum er fjármögnun vegakerfis í gegnum olíu frekar bjöguð í grunninn. Sjálfur skipti ég á sínum tíma bensínfólksbíl yfir í dísiljeppling sem eyddi helmingi færri lítrum og helmingaði í leiðinni mitt framlag til vegagerðar án þess að draga nokkuð úr akstri. Hvaða skynsemi er í þeirri gjaldtöku? Rafbílar eru því miður enn sem komið er nokkuð dýrari í innkaupum en bensínbílar og þess vegna eru mikilvægar ívilnanir í gangi til að tryggja að einhverjir kaupi slíka gripi yfirleitt. Rafbílar hafa samt sem áður lækkað mjög í verði og eru líklegir til að verða hagstæður kostur án stuðnings innan 10 ára. Það er hins vegar alveg skýrt að ef enginn kaupir þá í dag, þá munu þeir aldrei lækka í verði. Það er alveg þess virði að styðja við rafbílavæðingu með ívilnunum því þannig fáum við ekki bara hagkvæmari samgöngur í framtíðinni heldur einnig alls konar aukabónusa eins og minni koltvísýring, minni mengun, minni hávaða, minni gjaldeyriseyðslu og meira orkuöryggi. Höldum því ótrauð áfram í rafvæðingu samgangna, annað væri alger orkusóun.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fátæk börn í Reykjavík Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Það er von að margir spyrji af hverju menn eins og ég vilji endilega troða raforku inn í síðasta vígi jarðefnaeldsneytis, þ.e.a.s. samgöngur. Er ekki nóg að raforka keyri allt annað í okkar daglega lífi, allt frá farsímum til frystiskápa? Tærustu rökin fyrir því að auka hlut raforku í samgöngum eru orkuýtni. Flestir hugsa um olíu í lítrum eða tunnum og raforku í wöttum eða kWst. Líkt og rafmagn er olía bara orka og í einum bensínlítra eru um 10 kWst. Köllum þetta bara orkueiningar til einföldunar. Eyðslunettur bensínbíll sem eyðir 6 l/100km er þá að nota um 60 orkueiningar fyrir hverja 100 km sem eknir eru. Rafbíll af svipaðri stærð þarf hins vegar ekki nema 20 orkueiningar fyrir sömu 100 km eða einungis um þriðjung af þeirri orku sem bensínbíllinn þarfnast. Rafbílar skila sem sagt sömu þjónustu með minna magni af orku. Ef við líkjum þessu við að búa til grjónagraut þá þyrfti þrjá mjólkurlítra til að útbúa einn pott af „bensín“-graut en bara einn lítra af mjólk til að útbúa sama magn af „raf“-grautnum. Í þessu felst rekstrarhagkvæmni rafbíla því að í grunninn er verð á olíu og rafmagni svipað. Það er reyndar djarft að bera orkuverð raforku og olíu saman enda óteljandi breytur sem spila inn í. Ef við skoðum samt meðalbensínverð í gegnum árin án virðisaukaskatts og veggjalda og raforkuverð án virðisauka þá liggur verð á orkueiningu (kWst) í kringum 10 kr. bæði fyrir olíu og rafmagn. Það er sem sagt ekki lágt verð á raforku sem gerir rafbílinn eftirsóknarverðan heldur sú staðreynd að þú þarft þrefalt meira af olíu-kWst til að komast sömu vegalengd og rafbíllinn kemst á raf- kWst. Þetta þýðir líka að þó að veggjöldin væru tekin af bensíni þá væri samt hagstæðara að keyra rafbílinn. Margir halda að rekstur rafbíls sé ódýrari bara vegna þess að þeir borgi, enn sem komið er, engin veggjöld. Ef veggjöld væru lögð jafnt á ofangreinda bíla þá myndi 100 km akstur í dag kosta rafbílinn um 700 kr. en bensínbílinn rúmar 1.200 kr. Óháð rafbílum er fjármögnun vegakerfis í gegnum olíu frekar bjöguð í grunninn. Sjálfur skipti ég á sínum tíma bensínfólksbíl yfir í dísiljeppling sem eyddi helmingi færri lítrum og helmingaði í leiðinni mitt framlag til vegagerðar án þess að draga nokkuð úr akstri. Hvaða skynsemi er í þeirri gjaldtöku? Rafbílar eru því miður enn sem komið er nokkuð dýrari í innkaupum en bensínbílar og þess vegna eru mikilvægar ívilnanir í gangi til að tryggja að einhverjir kaupi slíka gripi yfirleitt. Rafbílar hafa samt sem áður lækkað mjög í verði og eru líklegir til að verða hagstæður kostur án stuðnings innan 10 ára. Það er hins vegar alveg skýrt að ef enginn kaupir þá í dag, þá munu þeir aldrei lækka í verði. Það er alveg þess virði að styðja við rafbílavæðingu með ívilnunum því þannig fáum við ekki bara hagkvæmari samgöngur í framtíðinni heldur einnig alls konar aukabónusa eins og minni koltvísýring, minni mengun, minni hávaða, minni gjaldeyriseyðslu og meira orkuöryggi. Höldum því ótrauð áfram í rafvæðingu samgangna, annað væri alger orkusóun.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun