Kansas með tónleika í Hörpu í sumar Stefán Árni Pálsson skrifar 16. febrúar 2017 10:15 Sveitin á marga aðdáendur hér á landi. Hin eina sanna Kansas stígur á stokk í Eldborg, Hörpu, sunnudaginn 4. júní en þetta kemur fram í tilkynningu frá Sena Live. Um er að ræða hvítasunnudag þannig að það er frídagur daginn eftir. Sveitin á glæsilegan feril að baki sem spannar yfir fjóra áratugi og hefur hún fyrir löngu sannað sig sem ein helsta klassíska rokkhljómsveit Bandaríkjanna. Til að mynda hafa smáskífurnar Carry on Wayward Son og Dust in the Wind báðar fengið gull og selst í yfir milljón eintökum. Enn í dag eru bæði þessi lög gríðarlega vinsæl, það fyrrnefnda er í topp fimm á lista mest spiluðu laga rokkútvarpsstöðva og sú síðarnefnda hefur verið spiluð í útvarpi yfir 3.000.000 sinnum. Þau eru einnig risastór á mest notuðu efnisveitum samtímans, svo sem Spotify og YouTube. 2016 var merkilegt ár fyrir Kansas en þá gáfu þeir út sína fimmtándu breiðskífu, The Prelude Implicit. Átta af þeim fimmtán skífum sem þeir hafa gert hafa fengið gullviðurkenningu og þar af eru þrjár þeirra sexfaldar platínumplötur. Nýja platan er víðáttumikil og framsækin og er fyrsta stúdíóplata sveitarinnar í heil 16 ár. Kansas er í dag álitin vera ein af hornsteinshljómsveitum klassíska rokksins og á undanförnum árum hefur hún náð að heilla fjölmarga nýja hlustendur gegnum tölvuleiki eins og Rock Band og Guitar Hero og sjónvarpsþætti á borð við Supernatural og South Park svo og kvikmyndum eins og Old School og Anchorman.Miðasala hefst fimmtudaginn 2. mars kl. 10 á Harpa.is. Póstlistaforsala Senu Live fer fram miðvikudaginn 1. mars kl. 10, en þá fá þeir sem eru skráðir á póstlista Senu Live sendan póst með tengli sem gerir þeim kleift að kaupa miða samstundis, heilum degi áður en almenn sala hefst. Athugið; takmarkað magn miða er í boði í póstlistaforsölunni og henni lýkur í síðasta lagi kl. 22 sama dag. Tónlist Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Hin eina sanna Kansas stígur á stokk í Eldborg, Hörpu, sunnudaginn 4. júní en þetta kemur fram í tilkynningu frá Sena Live. Um er að ræða hvítasunnudag þannig að það er frídagur daginn eftir. Sveitin á glæsilegan feril að baki sem spannar yfir fjóra áratugi og hefur hún fyrir löngu sannað sig sem ein helsta klassíska rokkhljómsveit Bandaríkjanna. Til að mynda hafa smáskífurnar Carry on Wayward Son og Dust in the Wind báðar fengið gull og selst í yfir milljón eintökum. Enn í dag eru bæði þessi lög gríðarlega vinsæl, það fyrrnefnda er í topp fimm á lista mest spiluðu laga rokkútvarpsstöðva og sú síðarnefnda hefur verið spiluð í útvarpi yfir 3.000.000 sinnum. Þau eru einnig risastór á mest notuðu efnisveitum samtímans, svo sem Spotify og YouTube. 2016 var merkilegt ár fyrir Kansas en þá gáfu þeir út sína fimmtándu breiðskífu, The Prelude Implicit. Átta af þeim fimmtán skífum sem þeir hafa gert hafa fengið gullviðurkenningu og þar af eru þrjár þeirra sexfaldar platínumplötur. Nýja platan er víðáttumikil og framsækin og er fyrsta stúdíóplata sveitarinnar í heil 16 ár. Kansas er í dag álitin vera ein af hornsteinshljómsveitum klassíska rokksins og á undanförnum árum hefur hún náð að heilla fjölmarga nýja hlustendur gegnum tölvuleiki eins og Rock Band og Guitar Hero og sjónvarpsþætti á borð við Supernatural og South Park svo og kvikmyndum eins og Old School og Anchorman.Miðasala hefst fimmtudaginn 2. mars kl. 10 á Harpa.is. Póstlistaforsala Senu Live fer fram miðvikudaginn 1. mars kl. 10, en þá fá þeir sem eru skráðir á póstlista Senu Live sendan póst með tengli sem gerir þeim kleift að kaupa miða samstundis, heilum degi áður en almenn sala hefst. Athugið; takmarkað magn miða er í boði í póstlistaforsölunni og henni lýkur í síðasta lagi kl. 22 sama dag.
Tónlist Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög