Matarræðið skiptir miklu meira máli en hreyfingin Stefán Árni Pálsson skrifar 16. febrúar 2017 11:15 Fjórði þáttur Meistaramánuðar 2017 var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöld en þátturinn er í umsjón Pálmars Ragnarssonar. Í þættinum fengu áhorfendur að hlusta á hvernig markmiðin gengu hjá nokkrum vel þekktum Íslendingum. Rætt var við Geir Gunnar Markússon, næringarfræðing, sem fór vel yfir það hvernig best er að koma næringunni á rétta braut. Hann segir að það sé nauðsynlegt að við Íslendingar minnkum sykurinntöku og að matarræðið skipti mun meira máli en hreyfingin ætli fólk sér að léttast. Einnig var rætt á ný við Gunnar Svanbergsson, sjúkraþjálfari, sem fór yfir líkamsstöðu fólks og hvað maður ætti að forðast á þeim vettvangi. Pálmar heyrði að vanda í sérfæðingum þáttarins sem eru; Anna Steinsen, markþjálfi og eigandi KVAN, Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur, Viðar Halldórsson, lektor í félagsfræði og Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri Íslandsbanka. Hér að ofan má sjá þáttinn og einnig má sjá myndir inni á Instagram sem koma undir kassamerkinu #meistaram. Meistaramánuður Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Fjórði þáttur Meistaramánuðar 2017 var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöld en þátturinn er í umsjón Pálmars Ragnarssonar. Í þættinum fengu áhorfendur að hlusta á hvernig markmiðin gengu hjá nokkrum vel þekktum Íslendingum. Rætt var við Geir Gunnar Markússon, næringarfræðing, sem fór vel yfir það hvernig best er að koma næringunni á rétta braut. Hann segir að það sé nauðsynlegt að við Íslendingar minnkum sykurinntöku og að matarræðið skipti mun meira máli en hreyfingin ætli fólk sér að léttast. Einnig var rætt á ný við Gunnar Svanbergsson, sjúkraþjálfari, sem fór yfir líkamsstöðu fólks og hvað maður ætti að forðast á þeim vettvangi. Pálmar heyrði að vanda í sérfæðingum þáttarins sem eru; Anna Steinsen, markþjálfi og eigandi KVAN, Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur, Viðar Halldórsson, lektor í félagsfræði og Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri Íslandsbanka. Hér að ofan má sjá þáttinn og einnig má sjá myndir inni á Instagram sem koma undir kassamerkinu #meistaram.
Meistaramánuður Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira