Trump segir fjölmiðla vera stjórnlausa Samúel Karl Ólason skrifar 16. febrúar 2017 19:15 Donald Trump á blaðamannafundinum í dag. Vísir/AFP Greinilegt er að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er ekki sáttur við umfjöllun fjölmiðla um ríkisstjórn sína og störf hennar. Hann hefur svo sem margsinnis tjáð sig um það á Twitter en hann hélt langan blaðamannafund í dag þar sem hann sagði fjölmiðla vera stjórnlausa. Hann byrjaði fundinn á því að lýsa því yfir að hann hefði tilnefnt Alexander Acosta sem vinnumálaráðherra Bandaríkjanna, en það tók einungis um mínútu. Hann varði mestum hluta fundarins í að skammast yfir umfjöllun fjölmiðla og upplýsingalekum til fjölmiðla. Hann sagðist ætla að skipa dómsmálaráðuneytinu að kanna lekana ítarlega. Trump þvertók fyrir að tengjast yfirvöldum í Rússlandi á nokkurn hátt og sagðist ekki vita til þess að nokkur starfsmaður hans hefði verið í viðræðum við Rússa á meðan á forsetakosningunum stóð.Trump sagðist hafa erft „algjört klúður“ frá ríkisstórn Barack Obama og hét því að laga það allt. Hann talað einnig um dómstóla og hin ýmsu vandamál sem hann telur herja á Bandaríkin. Þar á meðal nefndi hann ólöglega innflytjendur sem fremja glæpi. Nú forsetatilskipun varðandi innflytjendur verðu lögð fram í næstu viku. Fyrri tilskipun hans mun ekki fara fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti það nú fyrir skömmu. Hann nefndi einnig fíkniefni og sagði Bandaríkin vera að drukkna í fíkniefnum sem væru orðin ódýrari en sælgæti. Snemma á blaðamannafundinum sagði Trump að kjörmanna sigur sinn hafa verið sá stærsti frá því að Ronald Reagan var kosinn forseti árið 1984. Það var ekki rétt þar sem Bill Clinton, og Barack Obama unnu stærri sigur en hann í bæði skiptin sem þeir voru kosnir. George Bush eldri fékk einnig fleiri kjörmenn en Trump árið 1988. Hægt er að sjá lista yfir kosningarnar á vef New York Times. Seinna á fundinum benti blaðamaður Trump á að þetta hefði verið rangt hjá honum.Spurður út í Michael Flynn og afsögn hans sagðist Trump að það hefði verið komið verulega illa fram við hann. Hann sagðist hafa beðið hann um að segja af sér fyrir að afvegaleitt Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, um símtal sitt við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Það hefði verið óásættanlegt. Donald Trump og embættismenn hans vissu þó um nokkurt skeið að Flynn hefði logið að Pence, án þess að grípa til nokkurra aðgerða, né að segja Pence frá því. Þá sagðist hann viss um að Flynn hefði ekki gert neitt rangt af sér. Hann hefði einungis verið að vinna vinnuna sína og hann hefði talað við fólk frá um 30 löndum. Flynn hafði þó ekki tekið við embætti þjóðaröryggisráðherra og samkvæmt lögum í Bandaríkjunum mega almennir borgarar ekki taka beinan þátt í utanríkismálum Bandaríkjanna.Hægt er að horfa á blaðamannafundinn í heild sinni hér að neðan. Forsetinn stígur í pontu eftir rétt tæplega 47 mínútur. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Sjá meira
Greinilegt er að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er ekki sáttur við umfjöllun fjölmiðla um ríkisstjórn sína og störf hennar. Hann hefur svo sem margsinnis tjáð sig um það á Twitter en hann hélt langan blaðamannafund í dag þar sem hann sagði fjölmiðla vera stjórnlausa. Hann byrjaði fundinn á því að lýsa því yfir að hann hefði tilnefnt Alexander Acosta sem vinnumálaráðherra Bandaríkjanna, en það tók einungis um mínútu. Hann varði mestum hluta fundarins í að skammast yfir umfjöllun fjölmiðla og upplýsingalekum til fjölmiðla. Hann sagðist ætla að skipa dómsmálaráðuneytinu að kanna lekana ítarlega. Trump þvertók fyrir að tengjast yfirvöldum í Rússlandi á nokkurn hátt og sagðist ekki vita til þess að nokkur starfsmaður hans hefði verið í viðræðum við Rússa á meðan á forsetakosningunum stóð.Trump sagðist hafa erft „algjört klúður“ frá ríkisstórn Barack Obama og hét því að laga það allt. Hann talað einnig um dómstóla og hin ýmsu vandamál sem hann telur herja á Bandaríkin. Þar á meðal nefndi hann ólöglega innflytjendur sem fremja glæpi. Nú forsetatilskipun varðandi innflytjendur verðu lögð fram í næstu viku. Fyrri tilskipun hans mun ekki fara fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti það nú fyrir skömmu. Hann nefndi einnig fíkniefni og sagði Bandaríkin vera að drukkna í fíkniefnum sem væru orðin ódýrari en sælgæti. Snemma á blaðamannafundinum sagði Trump að kjörmanna sigur sinn hafa verið sá stærsti frá því að Ronald Reagan var kosinn forseti árið 1984. Það var ekki rétt þar sem Bill Clinton, og Barack Obama unnu stærri sigur en hann í bæði skiptin sem þeir voru kosnir. George Bush eldri fékk einnig fleiri kjörmenn en Trump árið 1988. Hægt er að sjá lista yfir kosningarnar á vef New York Times. Seinna á fundinum benti blaðamaður Trump á að þetta hefði verið rangt hjá honum.Spurður út í Michael Flynn og afsögn hans sagðist Trump að það hefði verið komið verulega illa fram við hann. Hann sagðist hafa beðið hann um að segja af sér fyrir að afvegaleitt Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, um símtal sitt við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Það hefði verið óásættanlegt. Donald Trump og embættismenn hans vissu þó um nokkurt skeið að Flynn hefði logið að Pence, án þess að grípa til nokkurra aðgerða, né að segja Pence frá því. Þá sagðist hann viss um að Flynn hefði ekki gert neitt rangt af sér. Hann hefði einungis verið að vinna vinnuna sína og hann hefði talað við fólk frá um 30 löndum. Flynn hafði þó ekki tekið við embætti þjóðaröryggisráðherra og samkvæmt lögum í Bandaríkjunum mega almennir borgarar ekki taka beinan þátt í utanríkismálum Bandaríkjanna.Hægt er að horfa á blaðamannafundinn í heild sinni hér að neðan. Forsetinn stígur í pontu eftir rétt tæplega 47 mínútur.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Sjá meira