Öryggisgæsla forsetans kostar fúlgur fjár Samúel Karl Ólason skrifar 17. febrúar 2017 11:30 Melania og Donald Trump stíga út úr flugvél forsetans. Vísir/Getty Kostnaður ríkisins vegna lífstíls Donald Trump og fjölskyldu hans veldur miklum vandræðum fyrir lífverði forsetans (Secret Service) og kostar ríkið óhemju af peningum. Kostnaðurinn mun vera töluvert hærri en kostnaðurinn vegna fyrri forseta. Þá rennur hluti kostnaðarins beint í vasa Trump fjölskyldunnar. Nú í dag mun Trump fara til Flórída með allt sitt fylgdarlið til að verja helginni í sveitaklúbbi sínum Mar-a-Lago. Þetta er þriðja helgin í röð sem Trump heldur til í Mar-a-Lago. Embættismenn í Palm Beach sýslu, þar sem klúbburinn er, ætla sér að senda yfirvöldum í Washington reikninginn fyrir öryggisvörslu lögregluþjóna þeirra í kringum Mar-a-Lago. Kostnaður New York borgar, vegna öryggisgæslu í og við Trump Tower, þar sem Melania Trump og sonur þeirra Barron búa er um hálf milljón dala á dag. Þá munu synir Trump, þeir Eric og Don yngri fara til Sameinuðu arabísku furstadæmanna um helgina til að opna nýjan Trump-golfvöll. Lífverðir Secret service fylgja þeim með tilheyrandi kostnaði. Eric ferðaðist nýverið til Úrúgvæ þar sem hann var að kynna nýjan Trump turn og samkvæmt frétt Washington Post, kostaði hótelgistingin fyrir lífverði hans nærri því hundrað þúsund dali. Þá fór hann einnig til Dóminíska lýðveldisins og mun fara til Kanada á næstunni. Samtökin Judicial Watch fylgdust náið með ferðakostnaði Barack Obama og áætluðu að yfir átta ár hafi kostnaður vegna ferðalaga hans og fjölskyldu hans verið um 97 milljónir dala. Fyrstu fjórar vikur Donald Trump í embætti gefa hins vegar í skyn að kostnaður muni nema hundruðum milljóna dala á kjörtímabilinu.Washington Post bendir á að hluti þess kostnaðar ríkisins sem fer í að vernda hann og hýsa endar í hans eigin vasa. Sem dæmi hafi Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna og Secret service íhugað að leigja hæð í Trump Tower í New York sem kostar allt að eina og hálfa milljón dala á ári. Þar að auki bætist auglýsingargildi umfjöllunarinnar um Trump og eignir hans við. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Kostnaður ríkisins vegna lífstíls Donald Trump og fjölskyldu hans veldur miklum vandræðum fyrir lífverði forsetans (Secret Service) og kostar ríkið óhemju af peningum. Kostnaðurinn mun vera töluvert hærri en kostnaðurinn vegna fyrri forseta. Þá rennur hluti kostnaðarins beint í vasa Trump fjölskyldunnar. Nú í dag mun Trump fara til Flórída með allt sitt fylgdarlið til að verja helginni í sveitaklúbbi sínum Mar-a-Lago. Þetta er þriðja helgin í röð sem Trump heldur til í Mar-a-Lago. Embættismenn í Palm Beach sýslu, þar sem klúbburinn er, ætla sér að senda yfirvöldum í Washington reikninginn fyrir öryggisvörslu lögregluþjóna þeirra í kringum Mar-a-Lago. Kostnaður New York borgar, vegna öryggisgæslu í og við Trump Tower, þar sem Melania Trump og sonur þeirra Barron búa er um hálf milljón dala á dag. Þá munu synir Trump, þeir Eric og Don yngri fara til Sameinuðu arabísku furstadæmanna um helgina til að opna nýjan Trump-golfvöll. Lífverðir Secret service fylgja þeim með tilheyrandi kostnaði. Eric ferðaðist nýverið til Úrúgvæ þar sem hann var að kynna nýjan Trump turn og samkvæmt frétt Washington Post, kostaði hótelgistingin fyrir lífverði hans nærri því hundrað þúsund dali. Þá fór hann einnig til Dóminíska lýðveldisins og mun fara til Kanada á næstunni. Samtökin Judicial Watch fylgdust náið með ferðakostnaði Barack Obama og áætluðu að yfir átta ár hafi kostnaður vegna ferðalaga hans og fjölskyldu hans verið um 97 milljónir dala. Fyrstu fjórar vikur Donald Trump í embætti gefa hins vegar í skyn að kostnaður muni nema hundruðum milljóna dala á kjörtímabilinu.Washington Post bendir á að hluti þess kostnaðar ríkisins sem fer í að vernda hann og hýsa endar í hans eigin vasa. Sem dæmi hafi Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna og Secret service íhugað að leigja hæð í Trump Tower í New York sem kostar allt að eina og hálfa milljón dala á ári. Þar að auki bætist auglýsingargildi umfjöllunarinnar um Trump og eignir hans við.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira