Hærra verð í nærliggjandi bæjarfélögum Haraldur Guðmundsson skrifar 18. febrúar 2017 07:00 Fasteignaverð í miðbænum er um 500 þúsund per fm2. vísir/anton brink Húsnæðisverð utan höfuðborgasvæðisins hefur hækkað um 20 prósent síðastliðna tólf mánuði. Í nýrri skýrslu Arion banka um íbúðamarkaðinn kemur fram að sú þróun er að mestu leyti drifin áfram af mikilli hækkun í nágrannasveitarfélögum enda fleiri farnir að horfa til bæja á borð við Selfoss, Akranes og Reykjanesbæ. Í skýrslunni er bent á að ásett meðalfermetraverð á 3-4 herbergja íbúðum í fjölbýli hækkaði um 26 prósent á Akranesi og 22 prósent í Keflavík frá ágúst 2016 til janúar 2017. „Fermetraverðið í nágrannasveitarfélögunum er um og yfir 200 þúsund krónur í fjölbýli. Það er liggur við tvöfalt hærra í Reykjavík. Hækkun fasteignaverðs á þessum svæðum má rekja til þess sama og á við um landið í heild sinni, eða góður gangur í efnahagsmálum og að heimilin standa almennt vel fjárhagslega. Það er ágætt aðgengi að fjármagni í sögulegu ljósi en það sem hefur helst áhrif á þessi svæði er að það hefur svo lítið verið byggt á höfuðborgarsvæðinu síðustu ár,“ segir Konráð S. Guðjónsson, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka.Konráð S. Guðjónsson„Það er augljóst að fjölgun íbúða er ekki í takt við fjölgun íbúa og eftirspurnina. Það virðist því vera að í fyrra hafi það átt sér stað með nokkuð kröftugum hætti að eftirspurnin á höfuðborgarsvæðinu hafi að einhverju leyti smitast út í nágrannasveitarfélögin,“ segir Konráð. Íbúðum í byggingu er almennt að fækka í stærri þéttbýliskjörnum utan höfuðborgarinnar. Í skýrslu Arion segir að sú þróun eigi mögulega skýringar í minni umsvifum í íbúðabyggingu en einnig að hækkandi verð hafi leitt til þess að íbúðir hafi verið kláraðar fyrr. Þær íbúðir sem fari á sölu á þessu ári í Reykjanesbæ muni verða átta prósentum dýrari í lok ársins en ef þær hefðu farið á markað í byrjun þess. „Ef þú ætlar að búa á Selfossi og vinna í Reykjavík gerir þú það ekki nema þú fáir hagstæðara verð og það þarf að vega upp á móti tíma, bensínkostnaði og fleiru. Það hjálpar núna að bensínverð er frekar lágt á heimsmarkaði í hlutfalli við laun. Ef olíuverð hækkar á heimsmarkaði getur það haft áhrif á eftirspurn eftir húsnæði í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Það er kannski ekki það fyrsta sem fólki dettur í hug þegar það hugsar um hækkun bensínverðs.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira
Húsnæðisverð utan höfuðborgasvæðisins hefur hækkað um 20 prósent síðastliðna tólf mánuði. Í nýrri skýrslu Arion banka um íbúðamarkaðinn kemur fram að sú þróun er að mestu leyti drifin áfram af mikilli hækkun í nágrannasveitarfélögum enda fleiri farnir að horfa til bæja á borð við Selfoss, Akranes og Reykjanesbæ. Í skýrslunni er bent á að ásett meðalfermetraverð á 3-4 herbergja íbúðum í fjölbýli hækkaði um 26 prósent á Akranesi og 22 prósent í Keflavík frá ágúst 2016 til janúar 2017. „Fermetraverðið í nágrannasveitarfélögunum er um og yfir 200 þúsund krónur í fjölbýli. Það er liggur við tvöfalt hærra í Reykjavík. Hækkun fasteignaverðs á þessum svæðum má rekja til þess sama og á við um landið í heild sinni, eða góður gangur í efnahagsmálum og að heimilin standa almennt vel fjárhagslega. Það er ágætt aðgengi að fjármagni í sögulegu ljósi en það sem hefur helst áhrif á þessi svæði er að það hefur svo lítið verið byggt á höfuðborgarsvæðinu síðustu ár,“ segir Konráð S. Guðjónsson, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka.Konráð S. Guðjónsson„Það er augljóst að fjölgun íbúða er ekki í takt við fjölgun íbúa og eftirspurnina. Það virðist því vera að í fyrra hafi það átt sér stað með nokkuð kröftugum hætti að eftirspurnin á höfuðborgarsvæðinu hafi að einhverju leyti smitast út í nágrannasveitarfélögin,“ segir Konráð. Íbúðum í byggingu er almennt að fækka í stærri þéttbýliskjörnum utan höfuðborgarinnar. Í skýrslu Arion segir að sú þróun eigi mögulega skýringar í minni umsvifum í íbúðabyggingu en einnig að hækkandi verð hafi leitt til þess að íbúðir hafi verið kláraðar fyrr. Þær íbúðir sem fari á sölu á þessu ári í Reykjanesbæ muni verða átta prósentum dýrari í lok ársins en ef þær hefðu farið á markað í byrjun þess. „Ef þú ætlar að búa á Selfossi og vinna í Reykjavík gerir þú það ekki nema þú fáir hagstæðara verð og það þarf að vega upp á móti tíma, bensínkostnaði og fleiru. Það hjálpar núna að bensínverð er frekar lágt á heimsmarkaði í hlutfalli við laun. Ef olíuverð hækkar á heimsmarkaði getur það haft áhrif á eftirspurn eftir húsnæði í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Það er kannski ekki það fyrsta sem fólki dettur í hug þegar það hugsar um hækkun bensínverðs.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira