Víkingur R. hefur samið við tvo erlenda leikmenn um að leika með liðinu í Pepsi-deild karla á næsta tímabili.
Milos Ozegovic er 24 ára miðjumaður frá Serbíu. Hann kemur til Víkings frá Radnicki Pirot í heimalandinu. Hann á að baki átta leiki í efstu deild í Serbíu og 65 leiki í næstefstu deild.
Muhammed Mert er 22 ára belgískur framliggjandi miðjumaður af tyrkneskum uppruna. Hann á að baki sex leiki fyrir U-15 og U-16 ára landslið Tyrklands og níu leiki fyrir U-16, U-17 og U-18 ára landslið Belgíu.
Mert er uppalinn hjá belgíska félaginu Genk en hann á einnig að baki leiki fyrir Fortuna Sittard og NEC Nijmegen í Hollandi.
Milos og Muhammed til Víkings
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti

Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði
Körfubolti


Ísak Bergmann hljóp mest allra
Fótbolti


Gary Martin aftur í ensku deildina
Fótbolti

Furðu erfitt að mæta systur sinni
Fótbolti


Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur
Körfubolti