John McCain telur núverandi heimsmynd vera í hættu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. febrúar 2017 23:30 John McCain. Vísir/EPA John McCain, fyrrverandi forsetaframbjóðandi og núverandi öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, segir að stjórnmálamenn sem uppi voru eftir seinni heimsstyrjöldina, væru uggandi, væru þeir uppi nú og myndu líta yfir stöðu heimsmála. Þetta sagði McCain í ræðu á öryggisráðstefnunni í Munchen í gær, þar sem rúmlega 500 leiðtogar ríkja heimsins eru staddir um þessar mundir. Ljóst þykir að McCain hafi þar skotið föstum skotum á utanríkisstefnu Donalds Trumps, sem og forsetann sjálfan en Trump hefur með ýmsum hætti gefið það til kynna að hann sé ekki hliðhollur vestrænni samvinnu. Hann hefur til að mynda ítrekað sagt að sér finnist varnarbandalagið NATO vera úrelt fyrirbæri og þá hefur hann einnig varið Vladimír Pútín, Rússlandsforseta og sagt að hann sjái ekki mun á hegðun Rússa og Bandaríkjamanna. Þá hefur Trump einnig talað gegn Evrópusambandinu. Sjá einnig: Trump ver Pútín: „Heldur þú að landið okkar sé svona saklaust?“Með ræðu sinni vildi McCain koma þeim skilaboðum til skila að enn væru til þeir Bandaríkjamenn sem teldu það mikilvægt að standa vörð um vestræna samvinnu og hefðu skilning um þann gífurlega ávinning sem væri í hugmyndinni um hana. Hann þakkaði Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, sérstaklega fyrir framlag sitt til vestrænnar samvinnu. „Ekki allir Bandaríkjamenn skilja það gríðarlega mikilvæga hlutverk sem Þýskaland og leiðtogi þess, Angela Merkel, leika í vörninni um hugmyndina um vestrið, en til þeirra sem það gera, skila ég þökkum.“ „Kæru vinir, á þeim fjórum áratugum sem ég hef mætt á þessa ráðstefnu, man ég ekki eftir ári þar sem tilgangur hennar er nauðsynlegri heldur en nú en við verðum að spyrja okkur hvort að vestrið muni lifa af í núverandi mynd.“ „Á öllum öðrum árum, væri þessi spurning fáránleg og gæfi tilefni til gagnrýni, en ekki í ár. Í ár er hún grafalvarleg.“Of margt væri þeim kunnuglegt„Hvað myndu frumkvöðlar þessarar ráðstefnu segja ef þeir myndu sjá heiminn í dag? Ég held að of margt væri þeim kunnuglegt.“ „Þeir myndu vera uggandi yfir mörgu. Þeir væru uggandi yfir þeirri stefnu sem víkur frá áherslu á heiminn og leggur áherslu á aðskilnað. Þeir væru uggandi yfir hatrinu sem beinist gegn innflytjendum, flóttafólki og minnihlutahópum, sérstaklega múslímum. Þeir væru uggandi yfir vangetu okkar til þess að aðskilja sannleikann frá lygum og þeir væru uggandi yfir því að fleiri og fleiri daðri við einræði og telji siðferði slíkra stjórna standa jafnfætis okkar eigin siðferði.“ „Það sem myndi þó vekja þeim mestan ugg í brjósti er sú tilfinning að margir, meðal annars í mínu eigin landi, vilji gefast upp á vestrinu, að það sé slæmur samningur sem við værum betur komin án og að þrátt fyrir að við höfum getuna til að standa vörð um núverandi heimsmynd, er ekki víst að við höfum viljann til þess.“ Hægt er að sjá hluta úr ræðu John McCain hér að neðan. Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Fleiri fréttir Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
John McCain, fyrrverandi forsetaframbjóðandi og núverandi öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, segir að stjórnmálamenn sem uppi voru eftir seinni heimsstyrjöldina, væru uggandi, væru þeir uppi nú og myndu líta yfir stöðu heimsmála. Þetta sagði McCain í ræðu á öryggisráðstefnunni í Munchen í gær, þar sem rúmlega 500 leiðtogar ríkja heimsins eru staddir um þessar mundir. Ljóst þykir að McCain hafi þar skotið föstum skotum á utanríkisstefnu Donalds Trumps, sem og forsetann sjálfan en Trump hefur með ýmsum hætti gefið það til kynna að hann sé ekki hliðhollur vestrænni samvinnu. Hann hefur til að mynda ítrekað sagt að sér finnist varnarbandalagið NATO vera úrelt fyrirbæri og þá hefur hann einnig varið Vladimír Pútín, Rússlandsforseta og sagt að hann sjái ekki mun á hegðun Rússa og Bandaríkjamanna. Þá hefur Trump einnig talað gegn Evrópusambandinu. Sjá einnig: Trump ver Pútín: „Heldur þú að landið okkar sé svona saklaust?“Með ræðu sinni vildi McCain koma þeim skilaboðum til skila að enn væru til þeir Bandaríkjamenn sem teldu það mikilvægt að standa vörð um vestræna samvinnu og hefðu skilning um þann gífurlega ávinning sem væri í hugmyndinni um hana. Hann þakkaði Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, sérstaklega fyrir framlag sitt til vestrænnar samvinnu. „Ekki allir Bandaríkjamenn skilja það gríðarlega mikilvæga hlutverk sem Þýskaland og leiðtogi þess, Angela Merkel, leika í vörninni um hugmyndina um vestrið, en til þeirra sem það gera, skila ég þökkum.“ „Kæru vinir, á þeim fjórum áratugum sem ég hef mætt á þessa ráðstefnu, man ég ekki eftir ári þar sem tilgangur hennar er nauðsynlegri heldur en nú en við verðum að spyrja okkur hvort að vestrið muni lifa af í núverandi mynd.“ „Á öllum öðrum árum, væri þessi spurning fáránleg og gæfi tilefni til gagnrýni, en ekki í ár. Í ár er hún grafalvarleg.“Of margt væri þeim kunnuglegt„Hvað myndu frumkvöðlar þessarar ráðstefnu segja ef þeir myndu sjá heiminn í dag? Ég held að of margt væri þeim kunnuglegt.“ „Þeir myndu vera uggandi yfir mörgu. Þeir væru uggandi yfir þeirri stefnu sem víkur frá áherslu á heiminn og leggur áherslu á aðskilnað. Þeir væru uggandi yfir hatrinu sem beinist gegn innflytjendum, flóttafólki og minnihlutahópum, sérstaklega múslímum. Þeir væru uggandi yfir vangetu okkar til þess að aðskilja sannleikann frá lygum og þeir væru uggandi yfir því að fleiri og fleiri daðri við einræði og telji siðferði slíkra stjórna standa jafnfætis okkar eigin siðferði.“ „Það sem myndi þó vekja þeim mestan ugg í brjósti er sú tilfinning að margir, meðal annars í mínu eigin landi, vilji gefast upp á vestrinu, að það sé slæmur samningur sem við værum betur komin án og að þrátt fyrir að við höfum getuna til að standa vörð um núverandi heimsmynd, er ekki víst að við höfum viljann til þess.“ Hægt er að sjá hluta úr ræðu John McCain hér að neðan.
Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Fleiri fréttir Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira