John McCain telur núverandi heimsmynd vera í hættu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. febrúar 2017 23:30 John McCain. Vísir/EPA John McCain, fyrrverandi forsetaframbjóðandi og núverandi öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, segir að stjórnmálamenn sem uppi voru eftir seinni heimsstyrjöldina, væru uggandi, væru þeir uppi nú og myndu líta yfir stöðu heimsmála. Þetta sagði McCain í ræðu á öryggisráðstefnunni í Munchen í gær, þar sem rúmlega 500 leiðtogar ríkja heimsins eru staddir um þessar mundir. Ljóst þykir að McCain hafi þar skotið föstum skotum á utanríkisstefnu Donalds Trumps, sem og forsetann sjálfan en Trump hefur með ýmsum hætti gefið það til kynna að hann sé ekki hliðhollur vestrænni samvinnu. Hann hefur til að mynda ítrekað sagt að sér finnist varnarbandalagið NATO vera úrelt fyrirbæri og þá hefur hann einnig varið Vladimír Pútín, Rússlandsforseta og sagt að hann sjái ekki mun á hegðun Rússa og Bandaríkjamanna. Þá hefur Trump einnig talað gegn Evrópusambandinu. Sjá einnig: Trump ver Pútín: „Heldur þú að landið okkar sé svona saklaust?“Með ræðu sinni vildi McCain koma þeim skilaboðum til skila að enn væru til þeir Bandaríkjamenn sem teldu það mikilvægt að standa vörð um vestræna samvinnu og hefðu skilning um þann gífurlega ávinning sem væri í hugmyndinni um hana. Hann þakkaði Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, sérstaklega fyrir framlag sitt til vestrænnar samvinnu. „Ekki allir Bandaríkjamenn skilja það gríðarlega mikilvæga hlutverk sem Þýskaland og leiðtogi þess, Angela Merkel, leika í vörninni um hugmyndina um vestrið, en til þeirra sem það gera, skila ég þökkum.“ „Kæru vinir, á þeim fjórum áratugum sem ég hef mætt á þessa ráðstefnu, man ég ekki eftir ári þar sem tilgangur hennar er nauðsynlegri heldur en nú en við verðum að spyrja okkur hvort að vestrið muni lifa af í núverandi mynd.“ „Á öllum öðrum árum, væri þessi spurning fáránleg og gæfi tilefni til gagnrýni, en ekki í ár. Í ár er hún grafalvarleg.“Of margt væri þeim kunnuglegt„Hvað myndu frumkvöðlar þessarar ráðstefnu segja ef þeir myndu sjá heiminn í dag? Ég held að of margt væri þeim kunnuglegt.“ „Þeir myndu vera uggandi yfir mörgu. Þeir væru uggandi yfir þeirri stefnu sem víkur frá áherslu á heiminn og leggur áherslu á aðskilnað. Þeir væru uggandi yfir hatrinu sem beinist gegn innflytjendum, flóttafólki og minnihlutahópum, sérstaklega múslímum. Þeir væru uggandi yfir vangetu okkar til þess að aðskilja sannleikann frá lygum og þeir væru uggandi yfir því að fleiri og fleiri daðri við einræði og telji siðferði slíkra stjórna standa jafnfætis okkar eigin siðferði.“ „Það sem myndi þó vekja þeim mestan ugg í brjósti er sú tilfinning að margir, meðal annars í mínu eigin landi, vilji gefast upp á vestrinu, að það sé slæmur samningur sem við værum betur komin án og að þrátt fyrir að við höfum getuna til að standa vörð um núverandi heimsmynd, er ekki víst að við höfum viljann til þess.“ Hægt er að sjá hluta úr ræðu John McCain hér að neðan. Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
John McCain, fyrrverandi forsetaframbjóðandi og núverandi öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, segir að stjórnmálamenn sem uppi voru eftir seinni heimsstyrjöldina, væru uggandi, væru þeir uppi nú og myndu líta yfir stöðu heimsmála. Þetta sagði McCain í ræðu á öryggisráðstefnunni í Munchen í gær, þar sem rúmlega 500 leiðtogar ríkja heimsins eru staddir um þessar mundir. Ljóst þykir að McCain hafi þar skotið föstum skotum á utanríkisstefnu Donalds Trumps, sem og forsetann sjálfan en Trump hefur með ýmsum hætti gefið það til kynna að hann sé ekki hliðhollur vestrænni samvinnu. Hann hefur til að mynda ítrekað sagt að sér finnist varnarbandalagið NATO vera úrelt fyrirbæri og þá hefur hann einnig varið Vladimír Pútín, Rússlandsforseta og sagt að hann sjái ekki mun á hegðun Rússa og Bandaríkjamanna. Þá hefur Trump einnig talað gegn Evrópusambandinu. Sjá einnig: Trump ver Pútín: „Heldur þú að landið okkar sé svona saklaust?“Með ræðu sinni vildi McCain koma þeim skilaboðum til skila að enn væru til þeir Bandaríkjamenn sem teldu það mikilvægt að standa vörð um vestræna samvinnu og hefðu skilning um þann gífurlega ávinning sem væri í hugmyndinni um hana. Hann þakkaði Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, sérstaklega fyrir framlag sitt til vestrænnar samvinnu. „Ekki allir Bandaríkjamenn skilja það gríðarlega mikilvæga hlutverk sem Þýskaland og leiðtogi þess, Angela Merkel, leika í vörninni um hugmyndina um vestrið, en til þeirra sem það gera, skila ég þökkum.“ „Kæru vinir, á þeim fjórum áratugum sem ég hef mætt á þessa ráðstefnu, man ég ekki eftir ári þar sem tilgangur hennar er nauðsynlegri heldur en nú en við verðum að spyrja okkur hvort að vestrið muni lifa af í núverandi mynd.“ „Á öllum öðrum árum, væri þessi spurning fáránleg og gæfi tilefni til gagnrýni, en ekki í ár. Í ár er hún grafalvarleg.“Of margt væri þeim kunnuglegt„Hvað myndu frumkvöðlar þessarar ráðstefnu segja ef þeir myndu sjá heiminn í dag? Ég held að of margt væri þeim kunnuglegt.“ „Þeir myndu vera uggandi yfir mörgu. Þeir væru uggandi yfir þeirri stefnu sem víkur frá áherslu á heiminn og leggur áherslu á aðskilnað. Þeir væru uggandi yfir hatrinu sem beinist gegn innflytjendum, flóttafólki og minnihlutahópum, sérstaklega múslímum. Þeir væru uggandi yfir vangetu okkar til þess að aðskilja sannleikann frá lygum og þeir væru uggandi yfir því að fleiri og fleiri daðri við einræði og telji siðferði slíkra stjórna standa jafnfætis okkar eigin siðferði.“ „Það sem myndi þó vekja þeim mestan ugg í brjósti er sú tilfinning að margir, meðal annars í mínu eigin landi, vilji gefast upp á vestrinu, að það sé slæmur samningur sem við værum betur komin án og að þrátt fyrir að við höfum getuna til að standa vörð um núverandi heimsmynd, er ekki víst að við höfum viljann til þess.“ Hægt er að sjá hluta úr ræðu John McCain hér að neðan.
Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira