Könnun: Hvernig finnst þér nýja Eddan? Stefán Árni Pálsson skrifar 1. febrúar 2017 15:00 Tilnefningar til Eddunnar fyrir árið 2017 voru kynntar í Bíó Paradís í hádeginu við hátíðlega athöfn. Þar var einnig frumsýnd ný Eddu-verðlaunastytta ásamt því að nýr flokkur, Sjónvarpsefni ársins, var kynntur. Áhorfendur munu koma til með að kjósa um sigurvegara í þeim flokki. Kvikmyndirnar Eiðurinn og Hjartasteinn sópuðu að sér tilnefningum. Eiðurinn hlaut alls 13 tilnefningar og Hjartasteinn 16. Eddu-verðlaunastyttan vakti strax mikla athygli en um er að ræða kassalagaðan verðlaunagrip með stálkúlu inni í sem rennur upp og niður líkt og í hallarmáli. „Það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég var beðinn um að gera tillögu að Eddu-verðlaunastyttu var að fara á netið og skoða verðlaunastyttur heimsins,“ segir Árni Páll Jóhannesson, hönnuður gripsins.Hér að neðan má sjá myndband af verðlaunagripnum og hvernig kúlan rennur fram og til baka.„Eftir dágóða stund við tölvuna sá ég að það voru flestar styttur frænkur óskarsverðlaunastytturnar eða gler eitthvað, ef þær voru ættaðar einhverstaðar austan að. Flestar höfðu ekki nokkra tengingu við kvikmyndagerð eða sjónvarp. Þá varð að leggja hausinn í bleyti og reyna að gera styttu sem tengdist faginu.“ Hann segir að sumir fái margar Eddur á þessu kvöldi og þá þurfi hún að vera eitthvað sem gott sé að halda á í kippum. „Kvikmyndir hreyfast oftast eins og sjónvarp gerir stundum líka, þar eru ljós, skuggar og myndir af einhverju sem segja eitthvað í einhverju formati sjaldnast í portrettformati.“ Árni segir að hægt sé að láta hana standa á borði lóðrétta eða lárétta. „Hún er sett saman með fallegu handverki eins og frá góðu handverksmönnum fagsins, ekki steypt eins og fjöldaframleiðsla nútímans. Hún þjónar meira að segja framleiðendum og leikstjórum. Það er hægt að berja með henni. Hún þjónar sminkum, það er spegill í henni, Hún þjónar aðal og auka leikurum, þeir sjá sjálfa sig í henni, það er hægt að rúlla henni eftir trakki fram og til baka það er fyrir tökumanninn, umhverfið speglast í henni það er fyrir þáttagerðafólk, búninga og leikmynd, það skröltir hóflega í henni það er fyrir hljóðið, það er hægt að glamra á hana tónlist, hún varpar ljósi betur en nokkur reflector, gripparar geta notað hana sem hallamál.“ Hér að neðan má taka þátt í skoðunarkönnun um það hvernig lesendur kunna að meta nýju Edduna. Eddan Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Tilnefningar til Eddunnar fyrir árið 2017 voru kynntar í Bíó Paradís í hádeginu við hátíðlega athöfn. Þar var einnig frumsýnd ný Eddu-verðlaunastytta ásamt því að nýr flokkur, Sjónvarpsefni ársins, var kynntur. Áhorfendur munu koma til með að kjósa um sigurvegara í þeim flokki. Kvikmyndirnar Eiðurinn og Hjartasteinn sópuðu að sér tilnefningum. Eiðurinn hlaut alls 13 tilnefningar og Hjartasteinn 16. Eddu-verðlaunastyttan vakti strax mikla athygli en um er að ræða kassalagaðan verðlaunagrip með stálkúlu inni í sem rennur upp og niður líkt og í hallarmáli. „Það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég var beðinn um að gera tillögu að Eddu-verðlaunastyttu var að fara á netið og skoða verðlaunastyttur heimsins,“ segir Árni Páll Jóhannesson, hönnuður gripsins.Hér að neðan má sjá myndband af verðlaunagripnum og hvernig kúlan rennur fram og til baka.„Eftir dágóða stund við tölvuna sá ég að það voru flestar styttur frænkur óskarsverðlaunastytturnar eða gler eitthvað, ef þær voru ættaðar einhverstaðar austan að. Flestar höfðu ekki nokkra tengingu við kvikmyndagerð eða sjónvarp. Þá varð að leggja hausinn í bleyti og reyna að gera styttu sem tengdist faginu.“ Hann segir að sumir fái margar Eddur á þessu kvöldi og þá þurfi hún að vera eitthvað sem gott sé að halda á í kippum. „Kvikmyndir hreyfast oftast eins og sjónvarp gerir stundum líka, þar eru ljós, skuggar og myndir af einhverju sem segja eitthvað í einhverju formati sjaldnast í portrettformati.“ Árni segir að hægt sé að láta hana standa á borði lóðrétta eða lárétta. „Hún er sett saman með fallegu handverki eins og frá góðu handverksmönnum fagsins, ekki steypt eins og fjöldaframleiðsla nútímans. Hún þjónar meira að segja framleiðendum og leikstjórum. Það er hægt að berja með henni. Hún þjónar sminkum, það er spegill í henni, Hún þjónar aðal og auka leikurum, þeir sjá sjálfa sig í henni, það er hægt að rúlla henni eftir trakki fram og til baka það er fyrir tökumanninn, umhverfið speglast í henni það er fyrir þáttagerðafólk, búninga og leikmynd, það skröltir hóflega í henni það er fyrir hljóðið, það er hægt að glamra á hana tónlist, hún varpar ljósi betur en nokkur reflector, gripparar geta notað hana sem hallamál.“ Hér að neðan má taka þátt í skoðunarkönnun um það hvernig lesendur kunna að meta nýju Edduna.
Eddan Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira