Gruna vanskráningu á vinnuslysum í ferðaþjónustu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 1. febrúar 2017 20:00 Tilkynntum vinnuslysum hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu áratugina. Þau voru 2701 á árunum 1987 til 1991 en 9099 á árunum 2012 til 2016. Á síðustu þrjátíu árum hafa 794 orðið óvinnufærir vegna vinnuslysa og 108 látið lífið. Vinnuslysum hefur sérstaklega fjölgað meðal ríkisstarfsmanna en þar er skráning slysa með besta móti. Tilkynnt vinnuslys í ferðaþjónustunni eru aftur á móti hlutfallslega mjög fá - miðað við að atvinnugreinin hefur þrefaldast á síðustu fimm árum með þeim afleiðingum að hver starfsmaður þjónustar allt að tvöfalt fleiri ferðamenn. „Við horfum upp á það að tilkynntu slysin í ferðaþjónustunni eru fá, sem betur fer, ef það væri rétt. En við óttumst að það sé vanskráning á ferðinni og fólk passi ekki upp á skráningu atvika og óhappa. Þetta þurfum við að nálgast af meiri festu,“ segir Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins. Vísbendingar Vinnueftirlitsins um vanskráningu vinnuslysa í ferðaþjónustu felast meðal annars í sextíu til sjötíu prósent fleiri komum útlendinga á Bráðamóttöku Landspítalans. Kristinn segir sannanir um að hluti sjúklinganna séu starfsmenn á Íslandi en ekki ferðamenn. Einnig sýni tölfræðin að útlendingar lendi oft í vinnuslysum. 59 vinnuslys eru skráð í veitinga- og hótelrekstri á síðasta ári. Þar af voru 25 útlendingar eða nær helmingur slasaðra. „Við sjáum að óhóflegt álag er víða á starfsmönnum ferðaþjónustunnar. Álag sem er til þess fallið að leiða til slysa. Mögulega verða slys á einstaklingum sem þekkja ekki rétt sinn, eru ekki mælandi á íslenska tungu og vita ekki hvert á að leita ef slys ber að," segir Kristinn og segir áríðandi að fyrirtæki beri ábyrgð. Á forvarnaráðstefnu VÍS á morgun verður fjallað um vinnuslys og mun Kristinn, meðal annarra, fjalla nánar um málið þar. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Skotárás á Times Square Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Tilkynntum vinnuslysum hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu áratugina. Þau voru 2701 á árunum 1987 til 1991 en 9099 á árunum 2012 til 2016. Á síðustu þrjátíu árum hafa 794 orðið óvinnufærir vegna vinnuslysa og 108 látið lífið. Vinnuslysum hefur sérstaklega fjölgað meðal ríkisstarfsmanna en þar er skráning slysa með besta móti. Tilkynnt vinnuslys í ferðaþjónustunni eru aftur á móti hlutfallslega mjög fá - miðað við að atvinnugreinin hefur þrefaldast á síðustu fimm árum með þeim afleiðingum að hver starfsmaður þjónustar allt að tvöfalt fleiri ferðamenn. „Við horfum upp á það að tilkynntu slysin í ferðaþjónustunni eru fá, sem betur fer, ef það væri rétt. En við óttumst að það sé vanskráning á ferðinni og fólk passi ekki upp á skráningu atvika og óhappa. Þetta þurfum við að nálgast af meiri festu,“ segir Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins. Vísbendingar Vinnueftirlitsins um vanskráningu vinnuslysa í ferðaþjónustu felast meðal annars í sextíu til sjötíu prósent fleiri komum útlendinga á Bráðamóttöku Landspítalans. Kristinn segir sannanir um að hluti sjúklinganna séu starfsmenn á Íslandi en ekki ferðamenn. Einnig sýni tölfræðin að útlendingar lendi oft í vinnuslysum. 59 vinnuslys eru skráð í veitinga- og hótelrekstri á síðasta ári. Þar af voru 25 útlendingar eða nær helmingur slasaðra. „Við sjáum að óhóflegt álag er víða á starfsmönnum ferðaþjónustunnar. Álag sem er til þess fallið að leiða til slysa. Mögulega verða slys á einstaklingum sem þekkja ekki rétt sinn, eru ekki mælandi á íslenska tungu og vita ekki hvert á að leita ef slys ber að," segir Kristinn og segir áríðandi að fyrirtæki beri ábyrgð. Á forvarnaráðstefnu VÍS á morgun verður fjallað um vinnuslys og mun Kristinn, meðal annarra, fjalla nánar um málið þar.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Skotárás á Times Square Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira