Trump ýjar að því að draga úr fjármagni til Berkeley vegna mótmæla Samúel Karl Ólason skrifar 2. febrúar 2017 11:45 Frá mótmælunum í gær. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ýjað að því að Berkeley háskólinn muni ekki fá opinbert fé vegna mótmæla við skólann. Forsvarsmenn skólans, sem er í Kaliforníu, hættu við ræðu Milo Yiannopoulos, ritstjóra Breitbart fjölmiðilsins sem Stephen Bannon stofnaði auk annarra, eftir mótmæli fjölmargra nemenda skólans. Rúður voru brotnar í mótmælunum og minnst einn eldur var kveiktur en samkvæmt AP fréttaveitunni hefur smáum hópi grímuklæddra mótmælenda verið kennt um það. Enginn hefur verið handtekinn og enginn er slasaður. Áður en til láta kom hafði stór hópur friðsamra mótmælenda staðið fyrir utan ráðstefnusalinn þar sem Yiannopoulos átti að flytja ræðu í nokkra klukkutíma. Yiannopoulos er sjálfyfirlýst net-tröll og hann hefur lengi verið gagnrýndur fyrir rasisma, kvennhatur, þjóðernishyggju og hatur á múslimum. Þá var hann rekinn af Twitter fyrir að leiða og ýta undir áreiti í garð leikkonunnar og grínistans Leslie Jones. Þá er Yiannopoulos yfirlýstur stuðningsmaður Donald Trump. Forsetinn tjáði sig um málið á Twitter nú í dag. Þar segir hann að ef Berkeley leyfi ekki málfrelsi og styðji við „ofbeldi gegn saklausu fólki“ sé spurning um að koma í veg fyrir að skólinn fái opinbert fé.If U.C. Berkeley does not allow free speech and practices violence on innocent people with a different point of view - NO FEDERAL FUNDS?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 2, 2017 Það var ekki háskólinn sjálfur sem skipulagði ræðu Yiannopoulos, heldur var það nemendasamtök repúblikana. Háskólinn mótmælti því að hætt yrði við viðburðinn. Nemendasamtök repúblikana segja að „glæpamenn og hrottar“ hafi brotið á stjórnarskrárvörðum rétti sínum til málfrelsis. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ýjað að því að Berkeley háskólinn muni ekki fá opinbert fé vegna mótmæla við skólann. Forsvarsmenn skólans, sem er í Kaliforníu, hættu við ræðu Milo Yiannopoulos, ritstjóra Breitbart fjölmiðilsins sem Stephen Bannon stofnaði auk annarra, eftir mótmæli fjölmargra nemenda skólans. Rúður voru brotnar í mótmælunum og minnst einn eldur var kveiktur en samkvæmt AP fréttaveitunni hefur smáum hópi grímuklæddra mótmælenda verið kennt um það. Enginn hefur verið handtekinn og enginn er slasaður. Áður en til láta kom hafði stór hópur friðsamra mótmælenda staðið fyrir utan ráðstefnusalinn þar sem Yiannopoulos átti að flytja ræðu í nokkra klukkutíma. Yiannopoulos er sjálfyfirlýst net-tröll og hann hefur lengi verið gagnrýndur fyrir rasisma, kvennhatur, þjóðernishyggju og hatur á múslimum. Þá var hann rekinn af Twitter fyrir að leiða og ýta undir áreiti í garð leikkonunnar og grínistans Leslie Jones. Þá er Yiannopoulos yfirlýstur stuðningsmaður Donald Trump. Forsetinn tjáði sig um málið á Twitter nú í dag. Þar segir hann að ef Berkeley leyfi ekki málfrelsi og styðji við „ofbeldi gegn saklausu fólki“ sé spurning um að koma í veg fyrir að skólinn fái opinbert fé.If U.C. Berkeley does not allow free speech and practices violence on innocent people with a different point of view - NO FEDERAL FUNDS?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 2, 2017 Það var ekki háskólinn sjálfur sem skipulagði ræðu Yiannopoulos, heldur var það nemendasamtök repúblikana. Háskólinn mótmælti því að hætt yrði við viðburðinn. Nemendasamtök repúblikana segja að „glæpamenn og hrottar“ hafi brotið á stjórnarskrárvörðum rétti sínum til málfrelsis.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent