Trump ýjar að því að draga úr fjármagni til Berkeley vegna mótmæla Samúel Karl Ólason skrifar 2. febrúar 2017 11:45 Frá mótmælunum í gær. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ýjað að því að Berkeley háskólinn muni ekki fá opinbert fé vegna mótmæla við skólann. Forsvarsmenn skólans, sem er í Kaliforníu, hættu við ræðu Milo Yiannopoulos, ritstjóra Breitbart fjölmiðilsins sem Stephen Bannon stofnaði auk annarra, eftir mótmæli fjölmargra nemenda skólans. Rúður voru brotnar í mótmælunum og minnst einn eldur var kveiktur en samkvæmt AP fréttaveitunni hefur smáum hópi grímuklæddra mótmælenda verið kennt um það. Enginn hefur verið handtekinn og enginn er slasaður. Áður en til láta kom hafði stór hópur friðsamra mótmælenda staðið fyrir utan ráðstefnusalinn þar sem Yiannopoulos átti að flytja ræðu í nokkra klukkutíma. Yiannopoulos er sjálfyfirlýst net-tröll og hann hefur lengi verið gagnrýndur fyrir rasisma, kvennhatur, þjóðernishyggju og hatur á múslimum. Þá var hann rekinn af Twitter fyrir að leiða og ýta undir áreiti í garð leikkonunnar og grínistans Leslie Jones. Þá er Yiannopoulos yfirlýstur stuðningsmaður Donald Trump. Forsetinn tjáði sig um málið á Twitter nú í dag. Þar segir hann að ef Berkeley leyfi ekki málfrelsi og styðji við „ofbeldi gegn saklausu fólki“ sé spurning um að koma í veg fyrir að skólinn fái opinbert fé.If U.C. Berkeley does not allow free speech and practices violence on innocent people with a different point of view - NO FEDERAL FUNDS?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 2, 2017 Það var ekki háskólinn sjálfur sem skipulagði ræðu Yiannopoulos, heldur var það nemendasamtök repúblikana. Háskólinn mótmælti því að hætt yrði við viðburðinn. Nemendasamtök repúblikana segja að „glæpamenn og hrottar“ hafi brotið á stjórnarskrárvörðum rétti sínum til málfrelsis. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ýjað að því að Berkeley háskólinn muni ekki fá opinbert fé vegna mótmæla við skólann. Forsvarsmenn skólans, sem er í Kaliforníu, hættu við ræðu Milo Yiannopoulos, ritstjóra Breitbart fjölmiðilsins sem Stephen Bannon stofnaði auk annarra, eftir mótmæli fjölmargra nemenda skólans. Rúður voru brotnar í mótmælunum og minnst einn eldur var kveiktur en samkvæmt AP fréttaveitunni hefur smáum hópi grímuklæddra mótmælenda verið kennt um það. Enginn hefur verið handtekinn og enginn er slasaður. Áður en til láta kom hafði stór hópur friðsamra mótmælenda staðið fyrir utan ráðstefnusalinn þar sem Yiannopoulos átti að flytja ræðu í nokkra klukkutíma. Yiannopoulos er sjálfyfirlýst net-tröll og hann hefur lengi verið gagnrýndur fyrir rasisma, kvennhatur, þjóðernishyggju og hatur á múslimum. Þá var hann rekinn af Twitter fyrir að leiða og ýta undir áreiti í garð leikkonunnar og grínistans Leslie Jones. Þá er Yiannopoulos yfirlýstur stuðningsmaður Donald Trump. Forsetinn tjáði sig um málið á Twitter nú í dag. Þar segir hann að ef Berkeley leyfi ekki málfrelsi og styðji við „ofbeldi gegn saklausu fólki“ sé spurning um að koma í veg fyrir að skólinn fái opinbert fé.If U.C. Berkeley does not allow free speech and practices violence on innocent people with a different point of view - NO FEDERAL FUNDS?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 2, 2017 Það var ekki háskólinn sjálfur sem skipulagði ræðu Yiannopoulos, heldur var það nemendasamtök repúblikana. Háskólinn mótmælti því að hætt yrði við viðburðinn. Nemendasamtök repúblikana segja að „glæpamenn og hrottar“ hafi brotið á stjórnarskrárvörðum rétti sínum til málfrelsis.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira