Handbolti

Leikmaður Löwen semur við aðalkeppinautinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pekeler varð þýskur meistari með Löwen í fyrra.
Pekeler varð þýskur meistari með Löwen í fyrra. vísir/getty
Þýski landsliðsmaðurinn Hendrik Pekeler mun færa sig um set frá Rhein-Neckar Löwen til Kiel sumarið 2018. Þessi 25 ára gamli línumaður gerði þriggja ára samning við Kiel.

Pekeler er frá Schleswig-Holstein og í tilkynningu á heimasíðu Kiel segir hann að það hafi verið á stefnuskránni að flytjast nær æskuslóðunum fyrr en seinna.

Pekeler lék einn leik með Kiel tímabilið 2009-10. Hann færði sig svo um set til Bergischer og þaðan til Lemgo þar sem hann lék í þrjú ár.

Pekeler gekk í raðir Löwen 2015 og varð þýskur meistari með liðinu í fyrra.

Pekeler lék sinn fyrsta landsleik gegn Íslandi í mars 2012. Hann var í þýska liðinu sem varð Evrópumeistari og vann til bronsverðlauna á Ólympíuleikunum í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×