Heimir: Þetta er miklu meira en einhver vináttuleikur fyrir Mexíkó Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. febrúar 2017 09:00 Heimir Hallgrímsson býst við erfiðum leik. vísir/getty Íslenska landsliðið í fótbolta mætir Mexíkó í vináttulandsleik á fimmtudaginn en leikurinn fer fram í Las Vegas. Það verður sérstök stund fyrir Mexíkóa að spila í Bandaríkjunum á þessum tíma í ljósi framtíðaráforma Bandaríkjaforseta. Donald Trump byggði stóran hluta kosningabaráttu sinnar á hugmynd um risastóran og langan vegg sem hann ætlar að láta reisa á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó til að takmarka og helst stöðva ólöglega innflytjendur þaðan. Eðlilega finnst Mexíkóum þeir ekki vera velkomnir í landi hinna frjálsu með Trump í hvíta húsinu.Sjá einnig:Heimir: Lars hefur áhyggjur af því að Íslendingum þyki ekki vænt um hann lengur Það virðist ljóst að Mexíkó sýnir þessum leik og þessum viðburði mikla virðingu en í hópnum eru reynsluboltar á borð við Rafael Marquez, fyrrverandi leikmanna Barcelona. „Við erum raunsæir,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, aðspurður í Akraborginni hverjar vonir og væntingar þjálfarateymisins til leiksins eru. „Helgi [Kolviðsson, aðstoðarþjálfari] tók saman landsleiki Mexíkóa. Þeir eru með yfir 500 landsleiki á meðan við rétt slefum í 20. Það er ólíku saman að jafna.“ „Það verða miklar tilfinningar í þessum leik hjá Mexíkó fyrst þeir eru að spila í Bandaríkjunum. Það verður mikil samstaða hjá þeim. Þetta er miklu meira en bara einhver vináttuleikur fyrir þá,“ segir Heimir. Landsliðsþjálfarinn segist gera sér grein fyrir að um erfiðan leik verður að ræða og vonast bara til að íslensku strákarnir sýni honum eitthvað í Las Vegas. „Væntingarnar eru meira upp á frammistöðu en úrslit hjá okkur. Við viljum sjá leikmenn sýna sitt besta. Meira förum við ekki fram á,“ segir Heimir Hallgrímsson. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan. Donald Trump HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heimir: Lars hefur áhyggjur af því að Íslendingum þyki ekki vænt um hann lengur Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck ræddu saman í morgun í fyrsta sinn eftir að Lars Lagerbäck tók við þjálfun norska landsliðsins. Lars Lagerbäck hafði áhyggjur af dómstóli götunnar á Íslandi. 2. febrúar 2017 17:15 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Sjá meira
Íslenska landsliðið í fótbolta mætir Mexíkó í vináttulandsleik á fimmtudaginn en leikurinn fer fram í Las Vegas. Það verður sérstök stund fyrir Mexíkóa að spila í Bandaríkjunum á þessum tíma í ljósi framtíðaráforma Bandaríkjaforseta. Donald Trump byggði stóran hluta kosningabaráttu sinnar á hugmynd um risastóran og langan vegg sem hann ætlar að láta reisa á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó til að takmarka og helst stöðva ólöglega innflytjendur þaðan. Eðlilega finnst Mexíkóum þeir ekki vera velkomnir í landi hinna frjálsu með Trump í hvíta húsinu.Sjá einnig:Heimir: Lars hefur áhyggjur af því að Íslendingum þyki ekki vænt um hann lengur Það virðist ljóst að Mexíkó sýnir þessum leik og þessum viðburði mikla virðingu en í hópnum eru reynsluboltar á borð við Rafael Marquez, fyrrverandi leikmanna Barcelona. „Við erum raunsæir,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, aðspurður í Akraborginni hverjar vonir og væntingar þjálfarateymisins til leiksins eru. „Helgi [Kolviðsson, aðstoðarþjálfari] tók saman landsleiki Mexíkóa. Þeir eru með yfir 500 landsleiki á meðan við rétt slefum í 20. Það er ólíku saman að jafna.“ „Það verða miklar tilfinningar í þessum leik hjá Mexíkó fyrst þeir eru að spila í Bandaríkjunum. Það verður mikil samstaða hjá þeim. Þetta er miklu meira en bara einhver vináttuleikur fyrir þá,“ segir Heimir. Landsliðsþjálfarinn segist gera sér grein fyrir að um erfiðan leik verður að ræða og vonast bara til að íslensku strákarnir sýni honum eitthvað í Las Vegas. „Væntingarnar eru meira upp á frammistöðu en úrslit hjá okkur. Við viljum sjá leikmenn sýna sitt besta. Meira förum við ekki fram á,“ segir Heimir Hallgrímsson. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan.
Donald Trump HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heimir: Lars hefur áhyggjur af því að Íslendingum þyki ekki vænt um hann lengur Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck ræddu saman í morgun í fyrsta sinn eftir að Lars Lagerbäck tók við þjálfun norska landsliðsins. Lars Lagerbäck hafði áhyggjur af dómstóli götunnar á Íslandi. 2. febrúar 2017 17:15 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Sjá meira
Heimir: Lars hefur áhyggjur af því að Íslendingum þyki ekki vænt um hann lengur Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck ræddu saman í morgun í fyrsta sinn eftir að Lars Lagerbäck tók við þjálfun norska landsliðsins. Lars Lagerbäck hafði áhyggjur af dómstóli götunnar á Íslandi. 2. febrúar 2017 17:15