Nordstrom hættir að selja vörur Ivanka Trump Ritstjórn skrifar 3. febrúar 2017 13:15 Ivanka og Donald Trump. Glamour/AFP Ivanka Trump hefur þurft að gjalda fyrir ónánægju fólks með föður sinn, Donald Trump. Nordstrom, sem er stór verslunarkeðja í Bandaríkjunum, hefur nú hætt að selja vörurnar hennar. Hún hefur seinustu ár hannað föt og skartgripi. Greinilegt er að Nordstrom hefur hægt og rólega verið að losa sig við vörurnar hennar en í desember voru 75 vörur í boði á meðan í seinustu viku var vöruúrvalið komið niður í 26 hluti. Nú virðist hinsvegar sem allar vörurnar hennar séu horfnar af heimasíðu og verslunum Nordstrom. Það eru margir sem gagnrýna þessa ákvörðun Nordstrom og segja að gjörðir föður hennar þurfi ekki að endurspegla skoðunum Ivanka. Þó eru aðrir sem benda á að á meðan faðir hennar var nýbúinn að skrifa undir bann við komu fólks frá ákveðnum löndum birti Ivanka af sér mynd á Instagram í galaveislu að skemmta sér. Donald Trump Mest lesið Elle Fanning mynduð af Annie Leibovitz fyrir forsíðu Vogue Glamour Marokkósk páskaveisla að hætti Oddnýjar Glamour Ein vinsælasta lýtaaðgerðin í dag Glamour Gigi Hadid er komin með nóg af því að vera gagnrýnd fyrir vaxtarlag sitt Glamour Allar skærustu stjörnurnar á rauða dreglinum í Feneyjum Glamour Elegant tískuvikugestir í Mílanó Glamour Naomi Campell situr fyrir í Puma-línu Rihönna Glamour Þættir um morð Gianni Versace í bígerð Glamour Íris Björk og Chris Pine saman á rauða dreglinum Glamour Marilyn Monroe hefði fagnað 90 ára afmæli sínu í dag Glamour
Ivanka Trump hefur þurft að gjalda fyrir ónánægju fólks með föður sinn, Donald Trump. Nordstrom, sem er stór verslunarkeðja í Bandaríkjunum, hefur nú hætt að selja vörurnar hennar. Hún hefur seinustu ár hannað föt og skartgripi. Greinilegt er að Nordstrom hefur hægt og rólega verið að losa sig við vörurnar hennar en í desember voru 75 vörur í boði á meðan í seinustu viku var vöruúrvalið komið niður í 26 hluti. Nú virðist hinsvegar sem allar vörurnar hennar séu horfnar af heimasíðu og verslunum Nordstrom. Það eru margir sem gagnrýna þessa ákvörðun Nordstrom og segja að gjörðir föður hennar þurfi ekki að endurspegla skoðunum Ivanka. Þó eru aðrir sem benda á að á meðan faðir hennar var nýbúinn að skrifa undir bann við komu fólks frá ákveðnum löndum birti Ivanka af sér mynd á Instagram í galaveislu að skemmta sér.
Donald Trump Mest lesið Elle Fanning mynduð af Annie Leibovitz fyrir forsíðu Vogue Glamour Marokkósk páskaveisla að hætti Oddnýjar Glamour Ein vinsælasta lýtaaðgerðin í dag Glamour Gigi Hadid er komin með nóg af því að vera gagnrýnd fyrir vaxtarlag sitt Glamour Allar skærustu stjörnurnar á rauða dreglinum í Feneyjum Glamour Elegant tískuvikugestir í Mílanó Glamour Naomi Campell situr fyrir í Puma-línu Rihönna Glamour Þættir um morð Gianni Versace í bígerð Glamour Íris Björk og Chris Pine saman á rauða dreglinum Glamour Marilyn Monroe hefði fagnað 90 ára afmæli sínu í dag Glamour