Miðjumaðurinn Gunnlaugur Hlynur Birgisson er genginn í raðir Víkings Ó. frá Breiðabliki.
Gunnlaugur, sem er 21 árs, skrifaði undir tveggja ára samning við Víking.
Gunnlaugur er uppalinn Bliki en fór ungur til Club Brügge í Belgíu. Hann kom aftur heim til Breiðabliks 2014 og kom þá við sögu í einum leik í Pepsi-deildinni.
Gunnlaugur spilaði svo tvo deildarleiki með Blikum 2015 áður en hann var lánaður til Víkings Ó. Hann lék 10 leiki með Ólsurum í 1. deildinni og hjálpaði liðinu að komast upp í Pepsi-deildina.
Á síðasta tímabili lék Gunnlaugur með Fram í Inkasso-deildinni, alls 19 leiki og skoraði eitt mark.
Víkingur endaði í 10. sæti Pepsi-deildarinnar í fyrra og leikur því áfram í deild þeirra bestu í sumar.
Gunnlaugur Hlynur til Ólafsvíkur

Tengdar fréttir

Guðmundur Steinn aftur til Ólafsvíkur
Guðmundur Steinn Hafsteinsson hefur skrifað undir samning við Víking Ó. og mun leika með liðinu í Pepsi-deildinni á næsta tímabili.

Breytingar á Pepsi-mörkunum: Nýjar áherslur, nýir menn og nýr auka þáttur
Pepsi-mörkin verða stytt en nýr þáttur þar sem kafað verður dýpra ofan í umræðuna verður á dagskrá.

Pepsi-deildin byrjar í apríl í ár
Pepsi-deildirnar byrja óvenju snemma sumarið 2017.