Leitin að Birnu jók styrki Landsbjargar Snærós Sindradóttir skrifar 4. febrúar 2017 07:00 Fjölmargir leituðu að Birnu. Vísir/Vilhelm Ríflega 1.800 manns hafa skráð sig sem mánaðarlega stuðningsaðila Slysavarnafélagsins Landsbjargar síðan aðkoma björgunarsveitanna hófst að leitinni að Birnu Brjánsdóttur. Aldrei hafa fleiri skráð sig í stuðningskerfi Landsbjargar á jafn skömmum tíma eða vegna einstaks máls. Þá hafa um fjórar milljónir króna safnast í einstökum styrkjum til Landsbjargar. Stærsti styrkurinn kemur frá Polar Seafood, fyrirtækinu sem gerir út grænlenska togarann Polar Nanoq, eða um 1,6 milljónir króna. Næst á eftir eru styrkir frá einstaklingum sem hafa verið töluvert margir og flestir í kringum 500 til 1.500 krónur. „Fyrir þetta erum við afskaplega þakklát. Okkur skortir eiginlega orð fyrir þennan stuðning,“ segir Þorsteinn G. Guðmundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. „Þjóðin hefur fylgst með þessu máli og Birna blessunin á hlut í hjarta þjóðarinnar. Foreldrar hennar beindu því til almennings að vera ekki með fjársöfnun til þeirra heldur láta fé af hendi rakna til björgunarsveitanna. Þetta er miklu meira en við höfum séð áður sem við getum tengt einhverjum einstökum viðburði eða aðgerð,“ segir Þorsteinn. Nærri 800 björgunarsveitarmenn komu að leitinni að Birnu Brjánsdóttur sem stóð yfir frá mánudeginum 16. janúar til sunnudagsins 22. janúar, þegar Birna fannst látin við Selvogsvita á sunnanverðum Reykjanesskaganum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Ríflega 1.800 manns hafa skráð sig sem mánaðarlega stuðningsaðila Slysavarnafélagsins Landsbjargar síðan aðkoma björgunarsveitanna hófst að leitinni að Birnu Brjánsdóttur. Aldrei hafa fleiri skráð sig í stuðningskerfi Landsbjargar á jafn skömmum tíma eða vegna einstaks máls. Þá hafa um fjórar milljónir króna safnast í einstökum styrkjum til Landsbjargar. Stærsti styrkurinn kemur frá Polar Seafood, fyrirtækinu sem gerir út grænlenska togarann Polar Nanoq, eða um 1,6 milljónir króna. Næst á eftir eru styrkir frá einstaklingum sem hafa verið töluvert margir og flestir í kringum 500 til 1.500 krónur. „Fyrir þetta erum við afskaplega þakklát. Okkur skortir eiginlega orð fyrir þennan stuðning,“ segir Þorsteinn G. Guðmundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. „Þjóðin hefur fylgst með þessu máli og Birna blessunin á hlut í hjarta þjóðarinnar. Foreldrar hennar beindu því til almennings að vera ekki með fjársöfnun til þeirra heldur láta fé af hendi rakna til björgunarsveitanna. Þetta er miklu meira en við höfum séð áður sem við getum tengt einhverjum einstökum viðburði eða aðgerð,“ segir Þorsteinn. Nærri 800 björgunarsveitarmenn komu að leitinni að Birnu Brjánsdóttur sem stóð yfir frá mánudeginum 16. janúar til sunnudagsins 22. janúar, þegar Birna fannst látin við Selvogsvita á sunnanverðum Reykjanesskaganum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira