Telur tilskipun Trumps ekki byggja á staðreyndum Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 4. febrúar 2017 10:39 Hvíta húsið hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að ekki verði tekið tillit til nýja lögbannsins Vísir/AFP James Robart, bandaríski alríkisdómarinn sem sett hefur lögbann á tilskipun Trumps um ferðabann íbúa frá sjö Mið-Austurlöndum og Afríku, telur að tilskipunin byggi ekki á neinum staðreyndarlegum grunni. Bendir hann á að ekki hafi orðið nein hryðjuverk í landinu fyrir tilstilli fólks frá þessum sjö löndum sem tilskipunin tekur til, síðan 11.september 2001. Reuters greinir frá. Robart taldi því engar staðreyndir liggja að baki ákvörðun forsetans og að ekkert benti til þess að vernda þyrfti bandarísku þjóðina sérstaklega gegn einstaklingum frá þessum ríkjum. Robart nefnir að til þess að tilskipunin eigi stjórnskipunarlega rétt á sér þurfi hún því að byggja á staðreyndum fremur en skáldskap. Einnig skipti hér máli að tilskipun forsetans hafi víðtæk áhrif á landið þar sem nemendur og fólk úr atvinnulífinu sé meinað aðgang að landinu vegna þjóðerni síns. Þetta hafi því slæm áhrif á viðskiptalíf landsins og því beri að skoða tilskipunina vandlega. „Það sem við erum að sjá er að dómstólarnir eru að rísa upp gegn þessari tilskipun forsetans þar sem hún sé fullkomlega í ósamræmi við stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þetta eru því góðar fréttir fyrir fólk sem hefur orðið fyrir barðinu á fordómum Trumps og þurft að líða fyrir trú sína og þjóðerni, “ Omar Jadwat, framkvæmdarstjóri samtaka um réttindi innflytjenda. Þetta kemur frá í grein New York Times.Ákvörðun Robart er heldur ólík viðbrögðum annarra dómara sem lagt hafa lögbann á tilskipunina. Lögbann Robarts gildir um land allt. Hingað til hafa lögbönn á tilskipunina aðeins átt við einstaklinga og ekki tekið til landsins alls. Hvíta húsið hyggst stöðva lögbanniðHvíta húsið hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að ekki verði tekið tillit til nýja lögbannsins og að farið verði í það að reyna að stöðva lögbannið um leið og tækifæri gefist. Talsmenn Hvíta hússins leggja áherslu á að tilskipun Trumps hafi verið lögmæti og átt fyllilega rétt á sér „Tilskipun forsetans var sett til að vernda land og þjóð,“ segir í tilkynningunni og bendir á að forsetinn hafi stjórnarskrárbundna ábyrgð til þess. Í fyrstu kom einnig fram að lögbannið væri „outrageous“ eða yfirgengilegt en það orð hefur nú verið tekið út úr tilkynningunni. Tilkynningu Hvíta hússins má sjá hér að neðan. Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Sjá meira
James Robart, bandaríski alríkisdómarinn sem sett hefur lögbann á tilskipun Trumps um ferðabann íbúa frá sjö Mið-Austurlöndum og Afríku, telur að tilskipunin byggi ekki á neinum staðreyndarlegum grunni. Bendir hann á að ekki hafi orðið nein hryðjuverk í landinu fyrir tilstilli fólks frá þessum sjö löndum sem tilskipunin tekur til, síðan 11.september 2001. Reuters greinir frá. Robart taldi því engar staðreyndir liggja að baki ákvörðun forsetans og að ekkert benti til þess að vernda þyrfti bandarísku þjóðina sérstaklega gegn einstaklingum frá þessum ríkjum. Robart nefnir að til þess að tilskipunin eigi stjórnskipunarlega rétt á sér þurfi hún því að byggja á staðreyndum fremur en skáldskap. Einnig skipti hér máli að tilskipun forsetans hafi víðtæk áhrif á landið þar sem nemendur og fólk úr atvinnulífinu sé meinað aðgang að landinu vegna þjóðerni síns. Þetta hafi því slæm áhrif á viðskiptalíf landsins og því beri að skoða tilskipunina vandlega. „Það sem við erum að sjá er að dómstólarnir eru að rísa upp gegn þessari tilskipun forsetans þar sem hún sé fullkomlega í ósamræmi við stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þetta eru því góðar fréttir fyrir fólk sem hefur orðið fyrir barðinu á fordómum Trumps og þurft að líða fyrir trú sína og þjóðerni, “ Omar Jadwat, framkvæmdarstjóri samtaka um réttindi innflytjenda. Þetta kemur frá í grein New York Times.Ákvörðun Robart er heldur ólík viðbrögðum annarra dómara sem lagt hafa lögbann á tilskipunina. Lögbann Robarts gildir um land allt. Hingað til hafa lögbönn á tilskipunina aðeins átt við einstaklinga og ekki tekið til landsins alls. Hvíta húsið hyggst stöðva lögbanniðHvíta húsið hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að ekki verði tekið tillit til nýja lögbannsins og að farið verði í það að reyna að stöðva lögbannið um leið og tækifæri gefist. Talsmenn Hvíta hússins leggja áherslu á að tilskipun Trumps hafi verið lögmæti og átt fyllilega rétt á sér „Tilskipun forsetans var sett til að vernda land og þjóð,“ segir í tilkynningunni og bendir á að forsetinn hafi stjórnarskrárbundna ábyrgð til þess. Í fyrstu kom einnig fram að lögbannið væri „outrageous“ eða yfirgengilegt en það orð hefur nú verið tekið út úr tilkynningunni. Tilkynningu Hvíta hússins má sjá hér að neðan.
Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Sjá meira