Valur hefur samið við Anisa Raquel Guajardo, 26 ára gamlan sóknarmann frá Mexíkó og mun hún leika fyrir Val í Pepsi - deild kvenna á á komandi tímabili.
Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu Vals. Þar segir að Anisa sé fjölhæfur sóknarsinnaður leikmaður sem hafi spilað 13 leiki fyrir landslið Mexíkó og skorað í þeim 4 mörk.
Á síðasta ári spilaði Anisa fyrir lið Melbourne City í Ástralíu þar sem hún varð Ástralskur meistari með liðinu. Úlfur Blandon þjálfari Vals er ánægður með komu nýja leikmannsins.
„Þetta er fjölhæfur sóknarsinnaður leikmaður sem getur spilað í öllum fremstu stöðum vallarins. Hún er flinkur leikmaður með mikinn hraða, sterk maður á mann og með gott auga fyrir spili. Við vonumst að sjálfsögðu til þess að hún komi til með að styrkja frábæran hóp Vals næsta sumar,“ segir Úlfur.
Landsliðskona frá Mexíkó í framlínu Valsliðsins í sumar
Stefán Árni Pálsson skrifar
