Leita að munum tengdum Birnu í Selvogi: „Meðal annars erum við að tala um fatnað og síma“ Birgir Olgeirsson skrifar 5. febrúar 2017 14:20 Hátt í hundrað björgunarsveitarfólk að störfum í Selvogi. Mynd/Gunnar Atli Hátt í hundrað björgunarsveitafólk tekur nú þátt í leit í Selvogi á Reykjanesi sem tengist rannsókn á dauða Birnu Brjánsdóttur. Lík hennar fannst við Selvogsvita 22. janúar síðastliðinn eftir átta daga leit. Um er að ræða sérhæft leitarfólk sem er saman í ellefu hópum en við þann fjölda bætast þeir sem sinna þessu leitarfólki í færanlegri stjórnstöð Landsbjargar í Selvogi. „Við erum að fara ansi vel yfir þetta svæði því það vantar enn þá muni tengda henni Birnu,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn sem stýrir leitinni í Selvogi.Leita að öllum vísbendingum Aðspurður hvort verið sé að leita að fatnaði og síma sem Birna átt svarar hann því játandi. „Við erum að leita að öllum þeim vísbendingum sem við getum fundið. Meðal annars erum við að tala um fatnað og síma,“ segir Ásgeir í samtali við Vísi um málið.Leitað er á svæðinu frá Hlíðarvatni, að Herdísarvík og Selvogsvita.Loftmyndir ehf.Ábending frá borgara Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn á dauða Birnu, sagði við Vísi í morgun að ábending hefði borist frá borgara um helgina og því hefði verið ákveðið að fara í þessa leit í dag. Leitað er á svæði frá Hlíðarvatni að Herdísarvík og Selvogsvita. Ásgeir segir björgunarsveitarfólk leita á tveggja kílómetra kafla eftir strandlengju og á leiðinni frá Hlíðarvatni og niður að sjó. „Það er það svæði sem við erum að fókusera á.“Vaða þar sem það er hægt Aðspurður hvort leitað sé í vatni segir hann að á einhverjum tímapunkti muni leitarfólk vaða og þá aðallega á svæðinu frá brúnni við Hlíðarvatn og niður að sjó. Hann segir að leitað verði fram að myrkri og staðan verði metin um það leyti.Tengdist síðast símamastri við Flatahraun Nánast frá upphafi rannsóknar málsins hefur verið leitað að síma Birnu. Í upphafi var talið að slökkt hefði verið handvirkt á símanum hennar aðfaranótt laugardagsins 15. janúar en á síðari stigum rannsóknar greindi lögreglan frá því að hún muni aldrei fá úr því skorið hvort slökkt hafi verið handvirkt á síma Birnu þegar hún hvarf eða hvort hann hafi orðið rafmagnslaus. Birna sást síðast á Laugavegi þessa aðfaranótt 15. janúar en lögregla hefur rakið ferðir hennar út frá símagögnum þar sem er gengið út frá því að hún hafi verið með símann á sér um nóttina. Síminn kom fyrst inn á sendi við Mál og menningu á Laugavegi um klukkan 05:25 nóttina sem hún hvarf, síðan kom hann inn á mastur við Lindargötu og er þá á gönguhraða. Því næst tengdist hann mastri á horni Laugavegs og Barónsstígs en var svo kominn á ökuhraða næst þegar hann tengdist mastri í Laugarnesi. Rúmum tuttugu mínútum síðar, eða um klukkan 5:50 er slokknaði á símanum þegar hann tengdist símamastri við Flatahraun í Hafnarfirði. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Yrsa Sigurðardóttir: „Ljóstýra myndi þannig brjótast út úr þessum myrka harmleik“ Í viðtalinu útskýrir Yrsa fyrir blaðamönnum Guardian að Birna hafi verið tákngervingur margra sem hér búa þar sem margir hafi getað sett sig í hennar spor. Hún hafi verið saklaus stúlka sem hafi verið í blóma lífsins. Von allra hafi verið sterk og íbúar hafi beðið með öndina í hálsinum eftir fregnum af Birnu. 5. febrúar 2017 09:56 Leita á svæði við Selvogsvita eftir að ábending barst frá borgara um helgina Lík Birnu Brjánsdóttur fannst við Selvogsvita 22. janúar síðastliðinn eftir átta daga leit. 5. febrúar 2017 09:38 Stúlkan sem snerti streng í brjósti íslensku þjóðarinnar Birna Brjánsdóttir verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju klukkan 15 í dag. Óhætt er að segja að mál hennar hafi hreyft við þjóðinni en hún hvarf aðfaranótt laugardagsins 14. janúar og fannst látin í fjörunni við Selvogsvita átta dögum síðar. Lögreglan telur að henni hafi verið ráðinn bani. 3. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Mátti minnstu muna að harkalegur árekstur yrði í Þrengslum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Sjá meira
Hátt í hundrað björgunarsveitafólk tekur nú þátt í leit í Selvogi á Reykjanesi sem tengist rannsókn á dauða Birnu Brjánsdóttur. Lík hennar fannst við Selvogsvita 22. janúar síðastliðinn eftir átta daga leit. Um er að ræða sérhæft leitarfólk sem er saman í ellefu hópum en við þann fjölda bætast þeir sem sinna þessu leitarfólki í færanlegri stjórnstöð Landsbjargar í Selvogi. „Við erum að fara ansi vel yfir þetta svæði því það vantar enn þá muni tengda henni Birnu,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn sem stýrir leitinni í Selvogi.Leita að öllum vísbendingum Aðspurður hvort verið sé að leita að fatnaði og síma sem Birna átt svarar hann því játandi. „Við erum að leita að öllum þeim vísbendingum sem við getum fundið. Meðal annars erum við að tala um fatnað og síma,“ segir Ásgeir í samtali við Vísi um málið.Leitað er á svæðinu frá Hlíðarvatni, að Herdísarvík og Selvogsvita.Loftmyndir ehf.Ábending frá borgara Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn á dauða Birnu, sagði við Vísi í morgun að ábending hefði borist frá borgara um helgina og því hefði verið ákveðið að fara í þessa leit í dag. Leitað er á svæði frá Hlíðarvatni að Herdísarvík og Selvogsvita. Ásgeir segir björgunarsveitarfólk leita á tveggja kílómetra kafla eftir strandlengju og á leiðinni frá Hlíðarvatni og niður að sjó. „Það er það svæði sem við erum að fókusera á.“Vaða þar sem það er hægt Aðspurður hvort leitað sé í vatni segir hann að á einhverjum tímapunkti muni leitarfólk vaða og þá aðallega á svæðinu frá brúnni við Hlíðarvatn og niður að sjó. Hann segir að leitað verði fram að myrkri og staðan verði metin um það leyti.Tengdist síðast símamastri við Flatahraun Nánast frá upphafi rannsóknar málsins hefur verið leitað að síma Birnu. Í upphafi var talið að slökkt hefði verið handvirkt á símanum hennar aðfaranótt laugardagsins 15. janúar en á síðari stigum rannsóknar greindi lögreglan frá því að hún muni aldrei fá úr því skorið hvort slökkt hafi verið handvirkt á síma Birnu þegar hún hvarf eða hvort hann hafi orðið rafmagnslaus. Birna sást síðast á Laugavegi þessa aðfaranótt 15. janúar en lögregla hefur rakið ferðir hennar út frá símagögnum þar sem er gengið út frá því að hún hafi verið með símann á sér um nóttina. Síminn kom fyrst inn á sendi við Mál og menningu á Laugavegi um klukkan 05:25 nóttina sem hún hvarf, síðan kom hann inn á mastur við Lindargötu og er þá á gönguhraða. Því næst tengdist hann mastri á horni Laugavegs og Barónsstígs en var svo kominn á ökuhraða næst þegar hann tengdist mastri í Laugarnesi. Rúmum tuttugu mínútum síðar, eða um klukkan 5:50 er slokknaði á símanum þegar hann tengdist símamastri við Flatahraun í Hafnarfirði.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Yrsa Sigurðardóttir: „Ljóstýra myndi þannig brjótast út úr þessum myrka harmleik“ Í viðtalinu útskýrir Yrsa fyrir blaðamönnum Guardian að Birna hafi verið tákngervingur margra sem hér búa þar sem margir hafi getað sett sig í hennar spor. Hún hafi verið saklaus stúlka sem hafi verið í blóma lífsins. Von allra hafi verið sterk og íbúar hafi beðið með öndina í hálsinum eftir fregnum af Birnu. 5. febrúar 2017 09:56 Leita á svæði við Selvogsvita eftir að ábending barst frá borgara um helgina Lík Birnu Brjánsdóttur fannst við Selvogsvita 22. janúar síðastliðinn eftir átta daga leit. 5. febrúar 2017 09:38 Stúlkan sem snerti streng í brjósti íslensku þjóðarinnar Birna Brjánsdóttir verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju klukkan 15 í dag. Óhætt er að segja að mál hennar hafi hreyft við þjóðinni en hún hvarf aðfaranótt laugardagsins 14. janúar og fannst látin í fjörunni við Selvogsvita átta dögum síðar. Lögreglan telur að henni hafi verið ráðinn bani. 3. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Mátti minnstu muna að harkalegur árekstur yrði í Þrengslum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Sjá meira
Yrsa Sigurðardóttir: „Ljóstýra myndi þannig brjótast út úr þessum myrka harmleik“ Í viðtalinu útskýrir Yrsa fyrir blaðamönnum Guardian að Birna hafi verið tákngervingur margra sem hér búa þar sem margir hafi getað sett sig í hennar spor. Hún hafi verið saklaus stúlka sem hafi verið í blóma lífsins. Von allra hafi verið sterk og íbúar hafi beðið með öndina í hálsinum eftir fregnum af Birnu. 5. febrúar 2017 09:56
Leita á svæði við Selvogsvita eftir að ábending barst frá borgara um helgina Lík Birnu Brjánsdóttur fannst við Selvogsvita 22. janúar síðastliðinn eftir átta daga leit. 5. febrúar 2017 09:38
Stúlkan sem snerti streng í brjósti íslensku þjóðarinnar Birna Brjánsdóttir verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju klukkan 15 í dag. Óhætt er að segja að mál hennar hafi hreyft við þjóðinni en hún hvarf aðfaranótt laugardagsins 14. janúar og fannst látin í fjörunni við Selvogsvita átta dögum síðar. Lögreglan telur að henni hafi verið ráðinn bani. 3. febrúar 2017 09:00