Segir að skipverjanum hefði mátt sleppa fyrr Snærós Sindradóttir skrifar 7. febrúar 2017 05:00 Einn sakborningur er enn í haldi grunaður um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. Í fréttum RÚV segir að vatn hafi verið í lungum Birnu og hún fundist nakin. vísir/anton brink „Ég tel að það hefði mátt sleppa honum fyrr,“ segir Unnsteinn Elvarsson, verjandi skipverjans á Polar Nanoq sem sleppt var í síðustu viku. Maðurinn sat í einangrun í tvær vikur á grundvelli þess að Hæstiréttur dæmdi manninn til gæsluvarðhalds grunaðan um að bana Birnu Brjánsdóttur. Unnsteinn vill ekki dæma um hvenær lögreglu hefði átt að vera ljóst að maðurinn væri saklaus af ásökunum sem bornar voru á hann. „En hvað mig varðar þá tel ég að það hafi verið nokkuð snemma, bara alveg á fyrstu dögunum. Nánast eftir fyrstu skýrslutöku,“ segir Unnsteinn. Umbjóðandi hans hafi verið samkvæmur sjálfum sér frá upphafi. „Hann vissi auðvitað eitthvað en þessi bílferð er honum mjög óljós. Það liggur fyrir í málinu að hann var ofurölvi, það er engu logið um það. Það er hægt að fullyrða að hann hafi verið samvinnuþýður og viljað upplýsa um málið eins og honum var fremst mögulegt. Hann hringdi í mig tvisvar til þrisvar á dag til að tala um að hann væri að reyna að svara öllu til að hægt væri að upplýsa málið. Það skiptir hann öllu að málið leysist eins fljótt og hægt er.“ Einangrunarvistin mun hafa reynst skipverjanum verulega þungbær. Unnsteinn vill ekki gera of mikið úr því. Mestu skipti að niðurstaða fáist í málið. Ef hann hafi enn stöðu sakbornings svo kalla megi hann fyrir dóm síðar meir til að bera vitni þá sé það óþarfi, umbjóðandi hans hafi ítrekað sagst mundu sjálfviljugur koma til að bera vitni. „Svo er það hinn vinkillinn í þessu máli. Með mynd- og nafnbirtingu er æra hans farin,“ segir Unnsteinn. Unnsteinn segir enga ákvörðun hafa verið tekna um mögulegt bótamál gegn íslenska ríkinu. „Það er ekki viðeigandi og ekki tímabært á meðan málið er í rannsókn og verður ekki skoðað fyrr en því lýkur.“ Fréttastofa hafði samband við Grím Grímsson vegna málsins en hann vildi ekki gefa upp hvers vegna nákvæmlega skipverjinn hefði enn stöðu sakbornings.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Segir manninn hafa verið samstarfsfúsan frá upphafi Verjandi mannsins, sem grunaður var um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana en er nú laus úr haldi, segir hann hafa verið samstarfsfúsan frá upphafi. Einangrunin og málið í heild hafi reynst honum afar erfitt. Hann sé að vinna úr sínum málum á Grænlandi með aðstoð fjölskyldu og fagaðila. 6. febrúar 2017 20:30 Telja dánarorsök Birnu vera drukknun Lögreglan telur að dánarorsök Birnu Brjánsdóttur, sem fannst látin við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn, hafi verið drukknun. 6. febrúar 2017 19:06 Sakaði þann sem er í haldi um nauðgun Lögreglan hefur farið yfir sakaferil mannsins sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. Hann var sýknaður af nauðgun á Grænlandi fyrir fjórum árum. Konan sem kærði manninn þá segir mál Birnu hafa haft mikil áhrif á sig. 7. febrúar 2017 05:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Sjá meira
„Ég tel að það hefði mátt sleppa honum fyrr,“ segir Unnsteinn Elvarsson, verjandi skipverjans á Polar Nanoq sem sleppt var í síðustu viku. Maðurinn sat í einangrun í tvær vikur á grundvelli þess að Hæstiréttur dæmdi manninn til gæsluvarðhalds grunaðan um að bana Birnu Brjánsdóttur. Unnsteinn vill ekki dæma um hvenær lögreglu hefði átt að vera ljóst að maðurinn væri saklaus af ásökunum sem bornar voru á hann. „En hvað mig varðar þá tel ég að það hafi verið nokkuð snemma, bara alveg á fyrstu dögunum. Nánast eftir fyrstu skýrslutöku,“ segir Unnsteinn. Umbjóðandi hans hafi verið samkvæmur sjálfum sér frá upphafi. „Hann vissi auðvitað eitthvað en þessi bílferð er honum mjög óljós. Það liggur fyrir í málinu að hann var ofurölvi, það er engu logið um það. Það er hægt að fullyrða að hann hafi verið samvinnuþýður og viljað upplýsa um málið eins og honum var fremst mögulegt. Hann hringdi í mig tvisvar til þrisvar á dag til að tala um að hann væri að reyna að svara öllu til að hægt væri að upplýsa málið. Það skiptir hann öllu að málið leysist eins fljótt og hægt er.“ Einangrunarvistin mun hafa reynst skipverjanum verulega þungbær. Unnsteinn vill ekki gera of mikið úr því. Mestu skipti að niðurstaða fáist í málið. Ef hann hafi enn stöðu sakbornings svo kalla megi hann fyrir dóm síðar meir til að bera vitni þá sé það óþarfi, umbjóðandi hans hafi ítrekað sagst mundu sjálfviljugur koma til að bera vitni. „Svo er það hinn vinkillinn í þessu máli. Með mynd- og nafnbirtingu er æra hans farin,“ segir Unnsteinn. Unnsteinn segir enga ákvörðun hafa verið tekna um mögulegt bótamál gegn íslenska ríkinu. „Það er ekki viðeigandi og ekki tímabært á meðan málið er í rannsókn og verður ekki skoðað fyrr en því lýkur.“ Fréttastofa hafði samband við Grím Grímsson vegna málsins en hann vildi ekki gefa upp hvers vegna nákvæmlega skipverjinn hefði enn stöðu sakbornings.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Segir manninn hafa verið samstarfsfúsan frá upphafi Verjandi mannsins, sem grunaður var um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana en er nú laus úr haldi, segir hann hafa verið samstarfsfúsan frá upphafi. Einangrunin og málið í heild hafi reynst honum afar erfitt. Hann sé að vinna úr sínum málum á Grænlandi með aðstoð fjölskyldu og fagaðila. 6. febrúar 2017 20:30 Telja dánarorsök Birnu vera drukknun Lögreglan telur að dánarorsök Birnu Brjánsdóttur, sem fannst látin við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn, hafi verið drukknun. 6. febrúar 2017 19:06 Sakaði þann sem er í haldi um nauðgun Lögreglan hefur farið yfir sakaferil mannsins sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. Hann var sýknaður af nauðgun á Grænlandi fyrir fjórum árum. Konan sem kærði manninn þá segir mál Birnu hafa haft mikil áhrif á sig. 7. febrúar 2017 05:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Sjá meira
Segir manninn hafa verið samstarfsfúsan frá upphafi Verjandi mannsins, sem grunaður var um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana en er nú laus úr haldi, segir hann hafa verið samstarfsfúsan frá upphafi. Einangrunin og málið í heild hafi reynst honum afar erfitt. Hann sé að vinna úr sínum málum á Grænlandi með aðstoð fjölskyldu og fagaðila. 6. febrúar 2017 20:30
Telja dánarorsök Birnu vera drukknun Lögreglan telur að dánarorsök Birnu Brjánsdóttur, sem fannst látin við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn, hafi verið drukknun. 6. febrúar 2017 19:06
Sakaði þann sem er í haldi um nauðgun Lögreglan hefur farið yfir sakaferil mannsins sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. Hann var sýknaður af nauðgun á Grænlandi fyrir fjórum árum. Konan sem kærði manninn þá segir mál Birnu hafa haft mikil áhrif á sig. 7. febrúar 2017 05:00