Á þriðja hundrað ferðamenn slösuðust í umferðinni Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. febrúar 2017 06:30 Þessi bíll fór út af Reykjanesbraut, valt og endaði á toppnum. vísir/heiða Meira en 220 erlendir ferðamenn slösuðust í umferðinni á Íslandi árið 2016. Þetta sýna nýjar tölur Samgöngustofu sem kynntar verða á morgunverðarfundi Samtaka ferðaþjónustunnar og Samtaka fjármálafyrirtækja um umferðaröryggi sem fram fer á Hilton Reykjavík Nordica í dag.Á árinu 2014 slösuðust 123 en árið eftir var fjöldinn kominn í 213. Á liðnu ári slösuðust svo 223 erlendir ferðamenn og þar af létust tveir hinna slösuðu. Fjöldi slasaðra ferðamanna það árið er 15,7 prósent af heildarfjölda slasaðra það árið. Aukningin árið 2015 var hlutfallslega mun meiri en sem nemur fjölgun ferðamanna á Íslandi en aukningin 2016 var hlutfallslega minni. Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis og fræðsludeildar hjá Samgöngustofu, segist ekki vera með skýringar á þessari þróun en bendir á að slysum hafi fjölgað mikið yfir vetrartímann árið 2015. Aðstæður í umferðinni yfir vetrartímann séu mun erfiðari en á sumrin. „Margir sem koma á sumrin lenda í aðstæðum sem þeir þekkja ekki, þröngum vegum og lausamöl. En á veturna er þetta oft enn þá meira framandi,“ segir hann. Þegar rýnt er í upplýsingar um ástæður slysa má sjá sjá að 73 prósent erlendra ferðamanna sem lenda í slysum keyra út af eða velta bílnum. Aðrir sem slasast keyra út af eða velta bílnum í einungis 23 prósentum tilvika. „Ástæðan fyrir þessu er sú að erlendir ferðamenn eru nánast bara að keyra í dreifbýli á meðan Íslendingar aka nánast bara í þéttbýli. Útafakstur og bílveltur eru mjög dæmigerð dreifbýlisslys,“ segir Gunnar Geir. Hann segir þessa niðurstöðu sýna að ýmislegt megi bæta við vegakerfið til þess að bæta umferðaröryggi. Til dæmis séu vegrið ekki nógu víða. „Þetta er auðvitað eitt af því sem þarf að laga og að umhverfi veganna sé þannig að það liggi ekki dauðarefsing við því að aka út af, eins og sums staðar er,“ segir Gunnar Geir. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur til skoðunar hvort mögulegt sé að leggja gjald á notkun nagladekkja. Gunnar Geir segir umræðuna um nagladekk vera flókna. „Slysin á erlendum ferðamönnum eru 95 prósent í dreifbýli enda fer akstur þeirra langmest fram í dreifbýli. Af 223 slösuðum útlendingum voru 11 sem slösuðust í þéttbýli. Það setur þetta í samhengi og það er alveg glórulaust ef bílaleigum yrði bannað að hafa nagladekk undir bílum sínum. Umræðan um nagladekk í borginni er síðan allt annars eðlis. Það þarf að passa að setja þetta ekki allt saman undir sama hatt,“ segir hann. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Meira en 220 erlendir ferðamenn slösuðust í umferðinni á Íslandi árið 2016. Þetta sýna nýjar tölur Samgöngustofu sem kynntar verða á morgunverðarfundi Samtaka ferðaþjónustunnar og Samtaka fjármálafyrirtækja um umferðaröryggi sem fram fer á Hilton Reykjavík Nordica í dag.Á árinu 2014 slösuðust 123 en árið eftir var fjöldinn kominn í 213. Á liðnu ári slösuðust svo 223 erlendir ferðamenn og þar af létust tveir hinna slösuðu. Fjöldi slasaðra ferðamanna það árið er 15,7 prósent af heildarfjölda slasaðra það árið. Aukningin árið 2015 var hlutfallslega mun meiri en sem nemur fjölgun ferðamanna á Íslandi en aukningin 2016 var hlutfallslega minni. Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis og fræðsludeildar hjá Samgöngustofu, segist ekki vera með skýringar á þessari þróun en bendir á að slysum hafi fjölgað mikið yfir vetrartímann árið 2015. Aðstæður í umferðinni yfir vetrartímann séu mun erfiðari en á sumrin. „Margir sem koma á sumrin lenda í aðstæðum sem þeir þekkja ekki, þröngum vegum og lausamöl. En á veturna er þetta oft enn þá meira framandi,“ segir hann. Þegar rýnt er í upplýsingar um ástæður slysa má sjá sjá að 73 prósent erlendra ferðamanna sem lenda í slysum keyra út af eða velta bílnum. Aðrir sem slasast keyra út af eða velta bílnum í einungis 23 prósentum tilvika. „Ástæðan fyrir þessu er sú að erlendir ferðamenn eru nánast bara að keyra í dreifbýli á meðan Íslendingar aka nánast bara í þéttbýli. Útafakstur og bílveltur eru mjög dæmigerð dreifbýlisslys,“ segir Gunnar Geir. Hann segir þessa niðurstöðu sýna að ýmislegt megi bæta við vegakerfið til þess að bæta umferðaröryggi. Til dæmis séu vegrið ekki nógu víða. „Þetta er auðvitað eitt af því sem þarf að laga og að umhverfi veganna sé þannig að það liggi ekki dauðarefsing við því að aka út af, eins og sums staðar er,“ segir Gunnar Geir. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur til skoðunar hvort mögulegt sé að leggja gjald á notkun nagladekkja. Gunnar Geir segir umræðuna um nagladekk vera flókna. „Slysin á erlendum ferðamönnum eru 95 prósent í dreifbýli enda fer akstur þeirra langmest fram í dreifbýli. Af 223 slösuðum útlendingum voru 11 sem slösuðust í þéttbýli. Það setur þetta í samhengi og það er alveg glórulaust ef bílaleigum yrði bannað að hafa nagladekk undir bílum sínum. Umræðan um nagladekk í borginni er síðan allt annars eðlis. Það þarf að passa að setja þetta ekki allt saman undir sama hatt,“ segir hann. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira