95% fasteignalán: Höfum áður brennt okkur á þessari umræðu Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. febrúar 2017 11:45 Mikill þrýstingur er á fasteignmarkaði sem stendur. Vísir/Anton Brink Þorsteinn Víglundsson, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir að skýr merki séu á fasteignamarkaði um ofhitnun og bólumyndun. Rétt sé að hafa áhyggjur af ástandinu enda sé hækkun á fasteignaverði langt umfram kaupmáttaraukningu. Lausnin sé að auka framboð á lóðum og smærri íbúðum, en ekki hærra lánshlutfall. Það hafi áður leitt okkur í ógöngur. Þorsteinn var spurður álits í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun á 95% fasteignalánum sem byggingarfélagið Þak hefur í hyggju að veita. Um er að ræða lán sem brúar bilið frá bankalánum, á bilinu 10-15% af kaupverði, og ber 9,8% vexti í 7 ár. Í frétt Vísis í gær kom fram að fleiri byggingarfélög hefðu áhuga á að feta í sömu fótspor. „Mér leist ekkert séstaklega vel á þessa leið og þegar ég kynnti mér hana betur þá leist mér enn verr á hana, þegar að ég sá að lánið er á mjög háum vöxtum til mjög skamms tíma. Þannig að þetta þýðir að þetta er mikil greiðslubyrði fyrir fólk,“ segir Þorsteinn. Sjá einnig: Bjóða 95% fasteignalán: „Vonandi fyrsta skrefið í átt að því sem koma skal“Þorsteinn VíglundssonVísirÁður brennt okkur Hann segir að rétt sé að varast umræðuna um aukið veðhluftall, Íslendingar hafi brennt sig á henni áður. 90% fasteignalán voru til að mynda eitt aðalkosningamál Framsóknarflokksins árið 2003, lán sem voru harðlega gagnrýnd í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Þau hafi blásið upp fasteignaverð og aukið þrýstinginn á markaðinn á þenslutíma. „Við þekkjum hvað gerðist hér síðast,“ segir Þorsteinn. „Þetta var fyrst og fremst til að sprengja frekar upp fasteignaverðið og setti fólk oft í mjög skuldsetta stöðu. Það mátti lítið við að fasteignaverð lækkaði að nýju og við fórum í gegnum mjög sársaukafulla og kostnaðarsama aðlögun hvað þetta varðar eftir hrun. Þann leik viljum við ekki endurtaka,“ segir Þorsteinn. „Meintum vanda ungs fólks var mætt með hærri veðsetningu sem á endanum skapaði miklu meira vandamál en það leysti.“ Hann segir lausnina því ekki fólgna í auknu svigrúmi til lántöku, vinna þurfi betur á framboðshliðinni ef tryggja á jafnvægi á fasteignamarkaði til langtíma. Þannig verði að tryggja aukið lóðaframboð og byggja smærra, það muni til að mynda auðvelda ungu fólki að taka fyrsta, erfiða, skrefið inn á húsnæðismarkaðinn. Til þess þarf að efla samtal ríkis við sveitarfélögin, jafnt sem samtalið á milli þeirra. Þrýstingurinn sé mikill á markaðnum núna og segir Þorsteinn að í ráðuneyti hans sé talað um skýr merki ofhitnunar og bólumyndunar – þau beri að varast. Fasteignaverð sé að hækka langt umfram kaupmáttaraukningu. Því sé að öllum líkindum ekki rétti tíminn til að kaupa fasteign. Húsnæðismál Tengdar fréttir Bjóða 95 prósent fasteignalán: „Vonandi fyrsta skrefið í átt að því sem koma skal“ Talsmaður byggingarfélagsins Þaks, sem hóf á dögunum að bjóða 95% fasteignalán, segir fleiri félög hafa í hyggju að bjóða viðskiptavinum sínum upp á svipað lánshlutfall. 6. febrúar 2017 12:10 Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir að skýr merki séu á fasteignamarkaði um ofhitnun og bólumyndun. Rétt sé að hafa áhyggjur af ástandinu enda sé hækkun á fasteignaverði langt umfram kaupmáttaraukningu. Lausnin sé að auka framboð á lóðum og smærri íbúðum, en ekki hærra lánshlutfall. Það hafi áður leitt okkur í ógöngur. Þorsteinn var spurður álits í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun á 95% fasteignalánum sem byggingarfélagið Þak hefur í hyggju að veita. Um er að ræða lán sem brúar bilið frá bankalánum, á bilinu 10-15% af kaupverði, og ber 9,8% vexti í 7 ár. Í frétt Vísis í gær kom fram að fleiri byggingarfélög hefðu áhuga á að feta í sömu fótspor. „Mér leist ekkert séstaklega vel á þessa leið og þegar ég kynnti mér hana betur þá leist mér enn verr á hana, þegar að ég sá að lánið er á mjög háum vöxtum til mjög skamms tíma. Þannig að þetta þýðir að þetta er mikil greiðslubyrði fyrir fólk,“ segir Þorsteinn. Sjá einnig: Bjóða 95% fasteignalán: „Vonandi fyrsta skrefið í átt að því sem koma skal“Þorsteinn VíglundssonVísirÁður brennt okkur Hann segir að rétt sé að varast umræðuna um aukið veðhluftall, Íslendingar hafi brennt sig á henni áður. 90% fasteignalán voru til að mynda eitt aðalkosningamál Framsóknarflokksins árið 2003, lán sem voru harðlega gagnrýnd í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Þau hafi blásið upp fasteignaverð og aukið þrýstinginn á markaðinn á þenslutíma. „Við þekkjum hvað gerðist hér síðast,“ segir Þorsteinn. „Þetta var fyrst og fremst til að sprengja frekar upp fasteignaverðið og setti fólk oft í mjög skuldsetta stöðu. Það mátti lítið við að fasteignaverð lækkaði að nýju og við fórum í gegnum mjög sársaukafulla og kostnaðarsama aðlögun hvað þetta varðar eftir hrun. Þann leik viljum við ekki endurtaka,“ segir Þorsteinn. „Meintum vanda ungs fólks var mætt með hærri veðsetningu sem á endanum skapaði miklu meira vandamál en það leysti.“ Hann segir lausnina því ekki fólgna í auknu svigrúmi til lántöku, vinna þurfi betur á framboðshliðinni ef tryggja á jafnvægi á fasteignamarkaði til langtíma. Þannig verði að tryggja aukið lóðaframboð og byggja smærra, það muni til að mynda auðvelda ungu fólki að taka fyrsta, erfiða, skrefið inn á húsnæðismarkaðinn. Til þess þarf að efla samtal ríkis við sveitarfélögin, jafnt sem samtalið á milli þeirra. Þrýstingurinn sé mikill á markaðnum núna og segir Þorsteinn að í ráðuneyti hans sé talað um skýr merki ofhitnunar og bólumyndunar – þau beri að varast. Fasteignaverð sé að hækka langt umfram kaupmáttaraukningu. Því sé að öllum líkindum ekki rétti tíminn til að kaupa fasteign.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Bjóða 95 prósent fasteignalán: „Vonandi fyrsta skrefið í átt að því sem koma skal“ Talsmaður byggingarfélagsins Þaks, sem hóf á dögunum að bjóða 95% fasteignalán, segir fleiri félög hafa í hyggju að bjóða viðskiptavinum sínum upp á svipað lánshlutfall. 6. febrúar 2017 12:10 Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira
Bjóða 95 prósent fasteignalán: „Vonandi fyrsta skrefið í átt að því sem koma skal“ Talsmaður byggingarfélagsins Þaks, sem hóf á dögunum að bjóða 95% fasteignalán, segir fleiri félög hafa í hyggju að bjóða viðskiptavinum sínum upp á svipað lánshlutfall. 6. febrúar 2017 12:10