Áfengi Bjarni Karlsson skrifar 8. febrúar 2017 07:00 Tekur þú eftir því hvernig veröldin er að skreppa saman um leið og fjarlægðir milli manna hafa aldrei verið ýktari? Jörð skelfur eða flugvél hrapar hinum megin á hnettinum og ljósmyndir af vettvangi eru á augabragði komnar í snjallsíma milljóna manna. Samtímis eru fleiri á vergangi en nokkru sinni í sögu mannkyns og nýlega náði auðsöfnun hinna fáu þeim hæðum að nú á eitt prósent manna meiri eignir en fátækari helmingur jarðarbúa. Nálægðin og firringin virðast samanfléttuð. Í aðra röndina skynjum við betur en áður hvernig allt er öðru háð og innbyrðis tengt en jafnframt vex tilfinningin fyrir því að allir séu einir á báti. Við sjáum þetta kristallast í Trump-fárinu. Karlinn tístir og veröldin hristist. Tístin berast um allan heim og snerta hvert mannsbarn boðandi þá trú að hver sé sjálfum sér næstur og enginn komi öðrum við nema sem hagsmunaaðili í viðskiptum eða stríði. – Öll sítengd en þó óviðkomandi hvert öðru. Andófið við Trump snýst um það að vinda ofan af firringu tíðarandans og benda á ýmis gæði sem einungis er hægt að njóta í sameiningu, svo sem lýðheilsu, ferðafrelsi, félagsauð, hreina náttúru og almennt jafnvægi í vistkerfinu, kynja-, kynhneigðar- og kynþáttajöfnuð o.fl. sem snertir alla jarðarbúa og varðar almannahag. Átökin um nýja áfengisfrumvarpið hér heima birta þessa spennu ágætlega. Frummælendur halda fram einstaklingsfrelsi og persónuábyrgð í tengslum við sölu og neyslu áfengis á meðan andmælendur hafna hvorugu en benda samhliða á lýðheilsusjónarmið og deilda ábyrgð allra á áfengismenningu landsins. Í ljósi þess hve áfengi er vandmeðfarið og gæfan völt vilja þau síður láta kalda viðskiptahagsmuni eina ráða för.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Mest lesið Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun
Tekur þú eftir því hvernig veröldin er að skreppa saman um leið og fjarlægðir milli manna hafa aldrei verið ýktari? Jörð skelfur eða flugvél hrapar hinum megin á hnettinum og ljósmyndir af vettvangi eru á augabragði komnar í snjallsíma milljóna manna. Samtímis eru fleiri á vergangi en nokkru sinni í sögu mannkyns og nýlega náði auðsöfnun hinna fáu þeim hæðum að nú á eitt prósent manna meiri eignir en fátækari helmingur jarðarbúa. Nálægðin og firringin virðast samanfléttuð. Í aðra röndina skynjum við betur en áður hvernig allt er öðru háð og innbyrðis tengt en jafnframt vex tilfinningin fyrir því að allir séu einir á báti. Við sjáum þetta kristallast í Trump-fárinu. Karlinn tístir og veröldin hristist. Tístin berast um allan heim og snerta hvert mannsbarn boðandi þá trú að hver sé sjálfum sér næstur og enginn komi öðrum við nema sem hagsmunaaðili í viðskiptum eða stríði. – Öll sítengd en þó óviðkomandi hvert öðru. Andófið við Trump snýst um það að vinda ofan af firringu tíðarandans og benda á ýmis gæði sem einungis er hægt að njóta í sameiningu, svo sem lýðheilsu, ferðafrelsi, félagsauð, hreina náttúru og almennt jafnvægi í vistkerfinu, kynja-, kynhneigðar- og kynþáttajöfnuð o.fl. sem snertir alla jarðarbúa og varðar almannahag. Átökin um nýja áfengisfrumvarpið hér heima birta þessa spennu ágætlega. Frummælendur halda fram einstaklingsfrelsi og persónuábyrgð í tengslum við sölu og neyslu áfengis á meðan andmælendur hafna hvorugu en benda samhliða á lýðheilsusjónarmið og deilda ábyrgð allra á áfengismenningu landsins. Í ljósi þess hve áfengi er vandmeðfarið og gæfan völt vilja þau síður láta kalda viðskiptahagsmuni eina ráða för.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun