Pólitískar jarðsprengjur auðlindanna Katrín Olga Jóhannesdóttir skrifar 9. febrúar 2017 07:00 Í dag fer Viðskiptaþing fram í 41. sinn. Þingið í ár er sérstakt fyrir margar sakir en Viðskiptaráð, sem áður hét Verzlunarráð, fagnar aldarafmæli á árinu.Framleiðni og nýting aðalatriði Yfirskrift þingsins í ár er „Börn náttúrunnar – framtíð auðlindagreina á Íslandi“ og verður þar sérstaklega fjallað um sjávarútveg, ferðaþjónustu og orkugeirann. Ísland stendur framarlega í alþjóðlegum samanburði innan allra þessara atvinnugreina. Í dag verður horft enn frekar fram á veginn því þrátt fyrir góðan árangur eiga auðlindagreinar á Íslandi sóknarfæri á mörgum sviðum. Náttúruauðlindir eru takmörkuð gæði. Þannig á stefna stjórnvalda að vera sú að hámarka þau verðmæti sem fæst fyrir þær með sjálfbærum hætti. Þetta var grundvallarmarkmiðið sem lagt var upp með í vinnu Samráðsvettvangs um aukna hagsæld sem byggði á grunni McKinsey-skýrslunnar sem kom út árið 2012. Um þetta markmið erum við líklega flest öll sammála. Við viljum skapa sem mest verðmæti með sem minnstum tilkostnaði fyrir landið okkar og íbúa þess.Verðmætasköpun verði ofan á Það vill oft verða að umræða um auðlindagreinar á Íslandi breytist á örskotsstundu í pólitískt jarðsprengjusvæði. Eðlilegt er að fólk hafi sterkar skoðanir á þessum málum enda er velgengni atvinnugreinanna stórt hagsmunamál fyrir alla þjóðina. Verra er þegar slíkur ágreiningur dregur úr þeirri framþróun sem nauðsynleg er, líkt og tilfellið hefur verið undanfarin misseri. Til marks um þetta er hægt að líta á framvindu þeirra umbótatillagna sem verkefnisstjórn Samráðsvettvangsins lagði fram árið 2013. Aðeins 7% tillagna sem lagðar voru fram til úrbóta á auðlindageiranum hafa verið innleiddar samanborið við 39% tillagna sem náðu til annarra greina. Meðal þessara tillagna voru gjaldtaka á ferðamannastöðum, arðbærari orkuframleiðsla og samræmd stjórnun auðlinda hjá hinu opinbera. Þau atriði sem deilt er um í dag eiga snúa yfirleitt að skiptingu þeirra verðmæta sem eru sköpuð frekar en þeim aðstæðum sem til staðar eru til að skapa þau. Brýnasta verkefni komandi ára er að láta slíkar deilur ekki standa í vegi fyrir frekari verðmætasköpun.Umfangið mikið en tækifærin meiri Auðlindageirinn stendur undir 75% af útflutningstekjum Íslands og um 24% af landsframleiðslu. Utanaðkomandi aðstæður og góður árangur fyrirtækja hafa gert það að verkum að stöðugur vöxtur hefur verið á útflutningstekjum auðlindagreinanna undanfarin ár. En markvissar sóknaraðgerðir stjórnvalda hafa látið á sér standa. Hvernig náum við að knýja fram breytingar sem hvetja til framfara í geira þar sem það eina sem fólk virðist geta verið sammála um er að vera ósammála? Þetta er meðal þeirra spurninga við munum leita svara við á Viðskiptaþingi 2017. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Olga Jóhannesdóttir Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag fer Viðskiptaþing fram í 41. sinn. Þingið í ár er sérstakt fyrir margar sakir en Viðskiptaráð, sem áður hét Verzlunarráð, fagnar aldarafmæli á árinu.Framleiðni og nýting aðalatriði Yfirskrift þingsins í ár er „Börn náttúrunnar – framtíð auðlindagreina á Íslandi“ og verður þar sérstaklega fjallað um sjávarútveg, ferðaþjónustu og orkugeirann. Ísland stendur framarlega í alþjóðlegum samanburði innan allra þessara atvinnugreina. Í dag verður horft enn frekar fram á veginn því þrátt fyrir góðan árangur eiga auðlindagreinar á Íslandi sóknarfæri á mörgum sviðum. Náttúruauðlindir eru takmörkuð gæði. Þannig á stefna stjórnvalda að vera sú að hámarka þau verðmæti sem fæst fyrir þær með sjálfbærum hætti. Þetta var grundvallarmarkmiðið sem lagt var upp með í vinnu Samráðsvettvangs um aukna hagsæld sem byggði á grunni McKinsey-skýrslunnar sem kom út árið 2012. Um þetta markmið erum við líklega flest öll sammála. Við viljum skapa sem mest verðmæti með sem minnstum tilkostnaði fyrir landið okkar og íbúa þess.Verðmætasköpun verði ofan á Það vill oft verða að umræða um auðlindagreinar á Íslandi breytist á örskotsstundu í pólitískt jarðsprengjusvæði. Eðlilegt er að fólk hafi sterkar skoðanir á þessum málum enda er velgengni atvinnugreinanna stórt hagsmunamál fyrir alla þjóðina. Verra er þegar slíkur ágreiningur dregur úr þeirri framþróun sem nauðsynleg er, líkt og tilfellið hefur verið undanfarin misseri. Til marks um þetta er hægt að líta á framvindu þeirra umbótatillagna sem verkefnisstjórn Samráðsvettvangsins lagði fram árið 2013. Aðeins 7% tillagna sem lagðar voru fram til úrbóta á auðlindageiranum hafa verið innleiddar samanborið við 39% tillagna sem náðu til annarra greina. Meðal þessara tillagna voru gjaldtaka á ferðamannastöðum, arðbærari orkuframleiðsla og samræmd stjórnun auðlinda hjá hinu opinbera. Þau atriði sem deilt er um í dag eiga snúa yfirleitt að skiptingu þeirra verðmæta sem eru sköpuð frekar en þeim aðstæðum sem til staðar eru til að skapa þau. Brýnasta verkefni komandi ára er að láta slíkar deilur ekki standa í vegi fyrir frekari verðmætasköpun.Umfangið mikið en tækifærin meiri Auðlindageirinn stendur undir 75% af útflutningstekjum Íslands og um 24% af landsframleiðslu. Utanaðkomandi aðstæður og góður árangur fyrirtækja hafa gert það að verkum að stöðugur vöxtur hefur verið á útflutningstekjum auðlindagreinanna undanfarin ár. En markvissar sóknaraðgerðir stjórnvalda hafa látið á sér standa. Hvernig náum við að knýja fram breytingar sem hvetja til framfara í geira þar sem það eina sem fólk virðist geta verið sammála um er að vera ósammála? Þetta er meðal þeirra spurninga við munum leita svara við á Viðskiptaþingi 2017.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun