Lagið verður á nýrri plötu Arons sem er væntanleg í mars á þessu ári.
Þeir Kronikbræður Benni B-Ruff og Robbi Kronik halda mikið upp á drenginn og útnefndu þeir til að mynda lag hans, Enginn mórall, sem besta lag síðasta árs.
Sjá einnig: Aron Can flutti ofursmellinn í beinni
„Ekki margir sautján ára sem lifa fokking drauminum" segir Aron í laginu en þrátt fyrir það fylgist „mamma alltaf með.“ Ungstirni geta varla farið fram á mikið meira.
Nýja lagið má heyra, og sjá, hér að neðan.
Kronik er á dagskrá alla laugardaga klukkan 17 á X-inu 977.