Sóknarfæri fyrir Ísland í Asíu Svavar Hávarðsson skrifar 30. janúar 2017 06:00 Berta Daníelsdóttir Eitt stærsta hagsmunamál íslensks sjávarútvegs á komandi árum kann að vera bættar samgöngur og uppbygging tengslaneta við Asíu. Sterk samkeppnisstaða Íslands á rætur í öflugu flutningsneti og fjölda áfangastaða – sem á sér fáar hliðstæður. Berta Daníelsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska sjávarklasans, gerir þetta að umtalsefni í nýrri greiningu sjávarklasans. Blikur eru á lofti, skrifar Berta, því að sjávarútvegurinn, og aðrir framleiðendur matvæla sem hyggja á útflutning, standa frammi fyrir þeirri staðreynd „að þeir markaðir, sem íslensk flutningsfyrirtæki og um leið útflytjendur sjávarafurða hafa þjónað um hundruð ára eru sumpart hnignandi.“ Berta bendir á að í samanburði við Asíu sé hagvöxtur í Vesturheimi rýr og fólksfjölgun lítil. „Á evrópsku og bandarísku markaðina verður mögulega erfiðara að selja eina vönduðustu sjávarafurð sem til er við Atlantshaf, Atlantshafsþorskinn. Það sama má segja um önnur íslensk matvæli sem áhugi er á að markaðssetja sem einhver hreinustu matvæli heims; skyr, vatn, bjór, lamb og áfram mætti telja. Á sama tíma og hágæðamörkuðum í Evrópu og Bandaríkjunum fækkar fer þeim ört fjölgandi í löndum eins og Kína og Suður-Kóreu,“ segir Berta. Í þessu ljósi segir Berta bættar samgöngur og uppbygging tengslaneta við Asíu vera stórt hagsmunamál. Stóra breytingin, sem er líkleg til að opna dyr inn á áhugaverða markaði fyrir íslensk matvæli í Asíu, er beint flug frá Íslandi en líklegt telur Berta að af því verði innan nokkurra ára. Skemmst er að minnast orða Skúla Mogensen, forstjóra WOW air, í Fréttablaðinu fyrir skömmu: „Það er ekkert launungarmál að við horfum til Asíu og annarra fjarlægra landa. Ég sé bæði tækifæri í flugi til og frá þessum löndum til Íslands, en jafnframt endurspeglar þetta fyrst og fremst þá sýn að Ísland geti orðið mjög stór alþjóðleg tengimiðstöð fyrir flug. Miðstöðin myndi þá tengja saman Asíu, Norður-Ameríku og Evrópu.“ Berta hvetur til þess að öflugu klasasamstarfi, sem teygi sig inn í stjórnkerfi, atvinnulíf og menntastofnanir, verði komið á og unnin verði heildstæð stefnu- og framkvæmdaáætlun. „Íslendingar hafa nú um árabil aðallega beint athygli og umræðu að staðsetningu Reykjavíkurflugvallar þegar rætt er um flutningskerfið. Alþjóðlegar flugtengingar og uppbygging alls flutningskerfisins, sem opna mikil tækifæri fyrir Ísland, verða að komast betur að í umræðu og stefnumörkun stjórnvalda,“ ályktar Berta.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Íslenskur bjór WOW Air Mest lesið Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Neytendur Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum Sjá meira
Eitt stærsta hagsmunamál íslensks sjávarútvegs á komandi árum kann að vera bættar samgöngur og uppbygging tengslaneta við Asíu. Sterk samkeppnisstaða Íslands á rætur í öflugu flutningsneti og fjölda áfangastaða – sem á sér fáar hliðstæður. Berta Daníelsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska sjávarklasans, gerir þetta að umtalsefni í nýrri greiningu sjávarklasans. Blikur eru á lofti, skrifar Berta, því að sjávarútvegurinn, og aðrir framleiðendur matvæla sem hyggja á útflutning, standa frammi fyrir þeirri staðreynd „að þeir markaðir, sem íslensk flutningsfyrirtæki og um leið útflytjendur sjávarafurða hafa þjónað um hundruð ára eru sumpart hnignandi.“ Berta bendir á að í samanburði við Asíu sé hagvöxtur í Vesturheimi rýr og fólksfjölgun lítil. „Á evrópsku og bandarísku markaðina verður mögulega erfiðara að selja eina vönduðustu sjávarafurð sem til er við Atlantshaf, Atlantshafsþorskinn. Það sama má segja um önnur íslensk matvæli sem áhugi er á að markaðssetja sem einhver hreinustu matvæli heims; skyr, vatn, bjór, lamb og áfram mætti telja. Á sama tíma og hágæðamörkuðum í Evrópu og Bandaríkjunum fækkar fer þeim ört fjölgandi í löndum eins og Kína og Suður-Kóreu,“ segir Berta. Í þessu ljósi segir Berta bættar samgöngur og uppbygging tengslaneta við Asíu vera stórt hagsmunamál. Stóra breytingin, sem er líkleg til að opna dyr inn á áhugaverða markaði fyrir íslensk matvæli í Asíu, er beint flug frá Íslandi en líklegt telur Berta að af því verði innan nokkurra ára. Skemmst er að minnast orða Skúla Mogensen, forstjóra WOW air, í Fréttablaðinu fyrir skömmu: „Það er ekkert launungarmál að við horfum til Asíu og annarra fjarlægra landa. Ég sé bæði tækifæri í flugi til og frá þessum löndum til Íslands, en jafnframt endurspeglar þetta fyrst og fremst þá sýn að Ísland geti orðið mjög stór alþjóðleg tengimiðstöð fyrir flug. Miðstöðin myndi þá tengja saman Asíu, Norður-Ameríku og Evrópu.“ Berta hvetur til þess að öflugu klasasamstarfi, sem teygi sig inn í stjórnkerfi, atvinnulíf og menntastofnanir, verði komið á og unnin verði heildstæð stefnu- og framkvæmdaáætlun. „Íslendingar hafa nú um árabil aðallega beint athygli og umræðu að staðsetningu Reykjavíkurflugvallar þegar rætt er um flutningskerfið. Alþjóðlegar flugtengingar og uppbygging alls flutningskerfisins, sem opna mikil tækifæri fyrir Ísland, verða að komast betur að í umræðu og stefnumörkun stjórnvalda,“ ályktar Berta.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Íslenskur bjór WOW Air Mest lesið Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Neytendur Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum Sjá meira