Í hættu í Surtseyjargosinu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 31. janúar 2017 10:00 Elín var eitt ár hjá Sameinuðu þjóðunum eftir að hún varð stúdent. Svo vann hún á Mogganum í tæp 40 ár. Vísir/GVA Þetta eru vissulega tímamót,“ segir hin níræða Elín Pálmadóttir, fyrrverandi blaðamaður á Morgunblaðinu, þegar minnst er á níræðisafmælið í dag. Hún kveðst þó ekkert ætla að halda upp á það. „Ættingjar mínir héldu kaffiveislu fyrir mig á sunnudaginn. Þangað var enginn boðinn en þetta spurðist út og það mættu um 60 manns, samstarfsmenn, ættingjar og vinir, þar á meðal sjö skólasystur mínar úr MR - við eigum 70 ára stúdentsafmæli í vor. Davíð Oddsson birtist meira að segja. Þetta var óskaplega ánægjulegt alltsaman og ég náði að tala við alla.“ Elín hóf blaðamennskuna 1951 og er með reyndustu blaðamönnum Íslands. Hún segir Vestmannaeyjagosið einn af stóratburðunum sem hún upplifði. „Eldgosin eru öll minnisstæð, þau voru líka svo ólík. Ég fór til Surtseyjar með Sigurði Þórarinssyni jarðfræðingi og við vorum hér um bil drukknuð. Fórum of snemma í land og fengum 600 metra hátt gos yfir okkur. Svo ætluðum við aldrei að komast frá landi aftur, því það kom alltaf gos yfir þennan tanga sem við vorum á. En ég var ekkert hrædd um líf mitt. Það er svo gott að hafa eitthvað að gera, þá hefur maður ekki tíma til að hugsa um hættuna.“ Spurð hvort hún hafi oftar lent í lífsháska við starf sitt svarar hún. „Hvenær er maður í háska og hvenær ekki? Ég fór til Bosníu þegar stríðið var í algleymingi þar og ég hlusta öðru vísi á fréttir frá þeim stöðum sem ég hef verið á.“ Eftir Elínu liggja nokkrar bækur. Sú þekktasta er Fransí biskví sem fjallar um franska sjómenn við Íslandsstrendur. Sumarið 2015 var hún sæmd æðstu orðu Frakklands, Légion d'honneur, fyrir einstakt framlag sitt í þágu Frakklands og franskrar menningar. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. janúar 2017. Lífið Surtsey Fjölmiðlar Tímamót Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Þetta eru vissulega tímamót,“ segir hin níræða Elín Pálmadóttir, fyrrverandi blaðamaður á Morgunblaðinu, þegar minnst er á níræðisafmælið í dag. Hún kveðst þó ekkert ætla að halda upp á það. „Ættingjar mínir héldu kaffiveislu fyrir mig á sunnudaginn. Þangað var enginn boðinn en þetta spurðist út og það mættu um 60 manns, samstarfsmenn, ættingjar og vinir, þar á meðal sjö skólasystur mínar úr MR - við eigum 70 ára stúdentsafmæli í vor. Davíð Oddsson birtist meira að segja. Þetta var óskaplega ánægjulegt alltsaman og ég náði að tala við alla.“ Elín hóf blaðamennskuna 1951 og er með reyndustu blaðamönnum Íslands. Hún segir Vestmannaeyjagosið einn af stóratburðunum sem hún upplifði. „Eldgosin eru öll minnisstæð, þau voru líka svo ólík. Ég fór til Surtseyjar með Sigurði Þórarinssyni jarðfræðingi og við vorum hér um bil drukknuð. Fórum of snemma í land og fengum 600 metra hátt gos yfir okkur. Svo ætluðum við aldrei að komast frá landi aftur, því það kom alltaf gos yfir þennan tanga sem við vorum á. En ég var ekkert hrædd um líf mitt. Það er svo gott að hafa eitthvað að gera, þá hefur maður ekki tíma til að hugsa um hættuna.“ Spurð hvort hún hafi oftar lent í lífsháska við starf sitt svarar hún. „Hvenær er maður í háska og hvenær ekki? Ég fór til Bosníu þegar stríðið var í algleymingi þar og ég hlusta öðru vísi á fréttir frá þeim stöðum sem ég hef verið á.“ Eftir Elínu liggja nokkrar bækur. Sú þekktasta er Fransí biskví sem fjallar um franska sjómenn við Íslandsstrendur. Sumarið 2015 var hún sæmd æðstu orðu Frakklands, Légion d'honneur, fyrir einstakt framlag sitt í þágu Frakklands og franskrar menningar. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. janúar 2017.
Lífið Surtsey Fjölmiðlar Tímamót Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira