Askja býður nú Meiller búnað með atvinnutækjum frá Mercedes-Benz og er viðurkenndur þjónustuaðili fyrir Meiller búnað. Verkstæðið er búið sérverkfærum og tækjabúnaði frá Meiller og hafa starfsmenn á atvinnubílaverkstæði fengið kennslu og þjálfun í þjónustu á Meiller búnaði að sögn Óskars Páls Þorgilssonar, forstöðumanns þjónustusviðs Öskju. „Meiller er þýskt gæðamerki sem við munum þjónusta með stolti. Eigendur Meiller búnaðar á Íslandi geta því héðan í frá leitað til bílaumboðsins Öskju með fyrirspurnir varðandi viðhald, viðgerðir og endurnýjun. Auk þess erum við með helstu varahluti á lager.“

Atvinnubílaverkstæði Öskju er á Krókhálsi 11 og er opið alla virka daga frá kl. 7.30 til 18. Til að bóka tíma er hægt að senda tölvupóst á netfangið atvinnubilaverkstaedi@askja.is eða hringja í síma 590 2170. Söludeild Mercedes-Benz atvinnubíla er staðsett á Fosshálsi 1 og er opið alla virka daga frá kl. 9-17. Sölumenn veita nánari upplýsingar í síma 590 2120.