Utanríkisráðherra Grænlands hættir við Noregsför vegna hvarfs Birnu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. janúar 2017 06:15 Vittus Qujaukitsoq, ráðherra utanríkismála í grænlensku heimastjórninni. Vísir Vittus Qujaukitsoq, ráðherra utanríkismála í grænlensku heimastjórninni, hefur hætt við fyrirhugaða þátttöku sína í norðurslóðaráðstefnunni Arctic Frontier sem hefjast átti um helgina í Noregi. Hann mun þess í stað einbeita sér að máli grænlensku sjómannanna sem handteknir hafa verið í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur.Þetta kemur fram á grænlenska fréttamiðlinum KNR. Þar er greint frá því að nítján af 28 skipverjum Polar Nanoq séu grænlenskir. Margir áhyggjufullir aðstandendur þeirra hafi því leitað til utanríkisráðuneytis Grænlands til þess að fá aðstoð og upplýsingar um framvindu mála. Samkvæmt upplýsingum KNR mun utanríkisráðuneyti Grænlands starfa náið með íslenskum yfirvöldum, danska sendiráðinu á Íslandi og Polar Seafood, útgerð Polar Nanoq, vegna málsins. Í það minnsta tveir grænlenskir sjómenn eru nú í gæsluvarðhaldi, grunaðir um aðild að hvarfi Birnu. Tveir skipverjar til viðbótar voru einnig handteknir en öðrum þeirra hefur verið sleppt úr haldi. Hinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær grunaður um smygl á 20 kílóum af hassi sem fannst um borð í Polar Nanoq. Í frétt KNR segir að þeir sem hafi verið handteknir, sem og vitni í málinu, eigi rétt á því að fá aðstoð frá sendiráði sínu, í þessu tilviki danska sendiráðinu í Reykjavík. Áhöfn grænlenska togarans Polar Nanoq er nú stödd á hóteli í Reykjavík þar sem henni hefur verið boðin áfallahjálp frá Rauða krossi Íslands og aðstoð túlks.Þá hefur grænlenska utanríkisráðuneytið komið upp upplýsinganúmeri þar sem aðstandendur áhafnar Polar Nanoq geta komist í samband við utanríkisráðuneytið til að fá upplýsingar um framvindu mála. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Þungt yfir áhöfn Polar Nanoq sem hefur verið boðin áfallahjálp Dvelja á hóteli í Reykjavík en útgerðarstjóri vonast til að skipið geti haldið á veiðar sem fyrst. 19. janúar 2017 20:16 Grunaðir um manndráp Tveir skipverjar á Polar Nanoq voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli 211.gr almennra hegningarlaga sem fjallar um manndráp. 20. janúar 2017 00:45 Þriðji skipverjinn í gæsluvarðhald grunaður um smygl á 20 kílóum af hassi Maðurinn verður í einangrun til mánudags. 20. janúar 2017 01:11 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Sjá meira
Vittus Qujaukitsoq, ráðherra utanríkismála í grænlensku heimastjórninni, hefur hætt við fyrirhugaða þátttöku sína í norðurslóðaráðstefnunni Arctic Frontier sem hefjast átti um helgina í Noregi. Hann mun þess í stað einbeita sér að máli grænlensku sjómannanna sem handteknir hafa verið í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur.Þetta kemur fram á grænlenska fréttamiðlinum KNR. Þar er greint frá því að nítján af 28 skipverjum Polar Nanoq séu grænlenskir. Margir áhyggjufullir aðstandendur þeirra hafi því leitað til utanríkisráðuneytis Grænlands til þess að fá aðstoð og upplýsingar um framvindu mála. Samkvæmt upplýsingum KNR mun utanríkisráðuneyti Grænlands starfa náið með íslenskum yfirvöldum, danska sendiráðinu á Íslandi og Polar Seafood, útgerð Polar Nanoq, vegna málsins. Í það minnsta tveir grænlenskir sjómenn eru nú í gæsluvarðhaldi, grunaðir um aðild að hvarfi Birnu. Tveir skipverjar til viðbótar voru einnig handteknir en öðrum þeirra hefur verið sleppt úr haldi. Hinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær grunaður um smygl á 20 kílóum af hassi sem fannst um borð í Polar Nanoq. Í frétt KNR segir að þeir sem hafi verið handteknir, sem og vitni í málinu, eigi rétt á því að fá aðstoð frá sendiráði sínu, í þessu tilviki danska sendiráðinu í Reykjavík. Áhöfn grænlenska togarans Polar Nanoq er nú stödd á hóteli í Reykjavík þar sem henni hefur verið boðin áfallahjálp frá Rauða krossi Íslands og aðstoð túlks.Þá hefur grænlenska utanríkisráðuneytið komið upp upplýsinganúmeri þar sem aðstandendur áhafnar Polar Nanoq geta komist í samband við utanríkisráðuneytið til að fá upplýsingar um framvindu mála.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Þungt yfir áhöfn Polar Nanoq sem hefur verið boðin áfallahjálp Dvelja á hóteli í Reykjavík en útgerðarstjóri vonast til að skipið geti haldið á veiðar sem fyrst. 19. janúar 2017 20:16 Grunaðir um manndráp Tveir skipverjar á Polar Nanoq voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli 211.gr almennra hegningarlaga sem fjallar um manndráp. 20. janúar 2017 00:45 Þriðji skipverjinn í gæsluvarðhald grunaður um smygl á 20 kílóum af hassi Maðurinn verður í einangrun til mánudags. 20. janúar 2017 01:11 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Sjá meira
Þungt yfir áhöfn Polar Nanoq sem hefur verið boðin áfallahjálp Dvelja á hóteli í Reykjavík en útgerðarstjóri vonast til að skipið geti haldið á veiðar sem fyrst. 19. janúar 2017 20:16
Grunaðir um manndráp Tveir skipverjar á Polar Nanoq voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli 211.gr almennra hegningarlaga sem fjallar um manndráp. 20. janúar 2017 00:45
Þriðji skipverjinn í gæsluvarðhald grunaður um smygl á 20 kílóum af hassi Maðurinn verður í einangrun til mánudags. 20. janúar 2017 01:11