Mennirnir hafa verið færðir á Litla-Hraun nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 20. janúar 2017 23:15 Mennirnir voru úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald í héraðsdómi í gær. vísir/anton brink Mennirnir tveir sem grunaðir eru um að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana hafa verið færðir á Litla-Hraun. Þetta staðfesti Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn, í samtali við Vísi. Mennirnir tveir eru skipverjar á grænlenska togaranum Polar Nanoq en þeir voru handteknir á miðvikudaginn var og úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald í héraðsdómi í gær. Mönnunum var haldið í einangrun í húsakynnum lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu fyrst um sinn en ástæðan fyrir því var að lögreglan vildi hafa þá nálægt sér vegna yfirvofandi yfirheyrslna. „Við vildum tala við þá nokkuð ört til að byrja með og þess vegna töldum við að þörf væri á að hafa þá hér [á lögreglustöðinni]. Það er hins vegar ekki viðunandi aðstaða að hafa menn hér í gæsluvarðhaldi, það verður bara að viðurkennast,“ segir Grímur og bætir við að aðstæðurnar á Litla-Hrauni séu betri.Vísir greindi frá því í gær að aðstaðan fyrir gæsluvarðhaldsfanga á lögreglustöðinni væri vart boðleg. Að sögn Gríms verða mennirnir áfram í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni en gæsluvarðhaldsfangar eru yfirleitt vistaðir þar. Grímur reiknar ekki með að halda yfirheyrslum áfram um helgina. „Ef eitthvað nýtt kemur upp þá stökkvum við hins vegar til. Við munum halda áfram að vinna úr gögnum og flétta málið,“ segir hann. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir „Við finnum fyrir pressu frá samfélaginu og við setjum pressu á okkur sjálf“ Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir lögreglu nú vinna að því að kortleggja ferðir rauðs Kia Rio bíls sem skipverjar Polar Nanoq voru með á leigu síðastliðna helgi. 20. janúar 2017 13:18 Líklegast að Birna hafi farið upp í rauða bílinn á Laugavegi Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna telja að hún hafi farið upp í rauða Kia Rio-bifreið við Laugaveg 31 aðfaranótt laugardags klukkan 05:25. 20. janúar 2017 08:49 Lögregla lýsir eftir ökumanni hvítrar bifreiðar í tengslum við hvarf Birnu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af ökumanni hvíta bílsins, sem var ekið vestur Óseyrarbraut í Hafnarfirði laugardaginn 14. janúar kl. 12.24. 20. janúar 2017 16:16 Blóð fannst í Kia Rio bifreiðinni Einar Guðberg Jónsson, lögreglufulltrúi, staðfestir við fréttastofu að blóðsýni hafi fundist í bílnum og það hafi verið sent út til rannsóknar. 20. janúar 2017 19:21 Rauði bíllinn ekki á hafnarsvæðinu í um fjóra klukkutíma á laugardagsmorgun Lögregluna vantar upplýsingar um ferðir rauðu Kia Rio-bifreiðarinnar á milli klukkan 7 og 11:30. 20. janúar 2017 14:45 Greining á lífsýni í algjörum forgangi Yfirheyrslum á mönnunum sem grunaðir eru um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur er lokið í dag. Játning í málinu liggur ekki fyrir. 20. janúar 2017 21:56 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Sjá meira
Mennirnir tveir sem grunaðir eru um að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana hafa verið færðir á Litla-Hraun. Þetta staðfesti Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn, í samtali við Vísi. Mennirnir tveir eru skipverjar á grænlenska togaranum Polar Nanoq en þeir voru handteknir á miðvikudaginn var og úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald í héraðsdómi í gær. Mönnunum var haldið í einangrun í húsakynnum lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu fyrst um sinn en ástæðan fyrir því var að lögreglan vildi hafa þá nálægt sér vegna yfirvofandi yfirheyrslna. „Við vildum tala við þá nokkuð ört til að byrja með og þess vegna töldum við að þörf væri á að hafa þá hér [á lögreglustöðinni]. Það er hins vegar ekki viðunandi aðstaða að hafa menn hér í gæsluvarðhaldi, það verður bara að viðurkennast,“ segir Grímur og bætir við að aðstæðurnar á Litla-Hrauni séu betri.Vísir greindi frá því í gær að aðstaðan fyrir gæsluvarðhaldsfanga á lögreglustöðinni væri vart boðleg. Að sögn Gríms verða mennirnir áfram í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni en gæsluvarðhaldsfangar eru yfirleitt vistaðir þar. Grímur reiknar ekki með að halda yfirheyrslum áfram um helgina. „Ef eitthvað nýtt kemur upp þá stökkvum við hins vegar til. Við munum halda áfram að vinna úr gögnum og flétta málið,“ segir hann.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir „Við finnum fyrir pressu frá samfélaginu og við setjum pressu á okkur sjálf“ Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir lögreglu nú vinna að því að kortleggja ferðir rauðs Kia Rio bíls sem skipverjar Polar Nanoq voru með á leigu síðastliðna helgi. 20. janúar 2017 13:18 Líklegast að Birna hafi farið upp í rauða bílinn á Laugavegi Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna telja að hún hafi farið upp í rauða Kia Rio-bifreið við Laugaveg 31 aðfaranótt laugardags klukkan 05:25. 20. janúar 2017 08:49 Lögregla lýsir eftir ökumanni hvítrar bifreiðar í tengslum við hvarf Birnu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af ökumanni hvíta bílsins, sem var ekið vestur Óseyrarbraut í Hafnarfirði laugardaginn 14. janúar kl. 12.24. 20. janúar 2017 16:16 Blóð fannst í Kia Rio bifreiðinni Einar Guðberg Jónsson, lögreglufulltrúi, staðfestir við fréttastofu að blóðsýni hafi fundist í bílnum og það hafi verið sent út til rannsóknar. 20. janúar 2017 19:21 Rauði bíllinn ekki á hafnarsvæðinu í um fjóra klukkutíma á laugardagsmorgun Lögregluna vantar upplýsingar um ferðir rauðu Kia Rio-bifreiðarinnar á milli klukkan 7 og 11:30. 20. janúar 2017 14:45 Greining á lífsýni í algjörum forgangi Yfirheyrslum á mönnunum sem grunaðir eru um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur er lokið í dag. Játning í málinu liggur ekki fyrir. 20. janúar 2017 21:56 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Sjá meira
„Við finnum fyrir pressu frá samfélaginu og við setjum pressu á okkur sjálf“ Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir lögreglu nú vinna að því að kortleggja ferðir rauðs Kia Rio bíls sem skipverjar Polar Nanoq voru með á leigu síðastliðna helgi. 20. janúar 2017 13:18
Líklegast að Birna hafi farið upp í rauða bílinn á Laugavegi Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna telja að hún hafi farið upp í rauða Kia Rio-bifreið við Laugaveg 31 aðfaranótt laugardags klukkan 05:25. 20. janúar 2017 08:49
Lögregla lýsir eftir ökumanni hvítrar bifreiðar í tengslum við hvarf Birnu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af ökumanni hvíta bílsins, sem var ekið vestur Óseyrarbraut í Hafnarfirði laugardaginn 14. janúar kl. 12.24. 20. janúar 2017 16:16
Blóð fannst í Kia Rio bifreiðinni Einar Guðberg Jónsson, lögreglufulltrúi, staðfestir við fréttastofu að blóðsýni hafi fundist í bílnum og það hafi verið sent út til rannsóknar. 20. janúar 2017 19:21
Rauði bíllinn ekki á hafnarsvæðinu í um fjóra klukkutíma á laugardagsmorgun Lögregluna vantar upplýsingar um ferðir rauðu Kia Rio-bifreiðarinnar á milli klukkan 7 og 11:30. 20. janúar 2017 14:45
Greining á lífsýni í algjörum forgangi Yfirheyrslum á mönnunum sem grunaðir eru um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur er lokið í dag. Játning í málinu liggur ekki fyrir. 20. janúar 2017 21:56