„Alltaf einhverjar mögulegar vísbendingar sem detta inn“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. janúar 2017 14:26 Frá leitinni að Birnu í dag. vísir Hjálmar Örn Guðmarsson í aðgerðastjórn Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu segir að leit að Birnu Brjánsdóttur hafi gengið þokkalega það sem af er degi. Hún hefur hins vegar ekki enn skilað þeim árangri að hægt sé að þrengja leitarsvæðið en nú eru leitarhópar úti um allt Reykjanes og í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. „Það er mjög mikið af sveitum úti, yfir 500 einstaklingar sem eru úti að leita eða sinna þjónustu í húsi. Það er í raun öllu tjaldað til hvað varðar mannskap, bíla, fjórhjól, hunda og svo framvegis,“ segir Hjálmar í samtali við Vísi en björgunarsveitarmenn af öllu landinu koma að leitinni.Tímafrekt og krefst mikillar einbeitingar Þrátt fyrir að ekki hafi verið hægt að þrengja leitarsvæðið hafa leitarmenn fundið ýmislegt. Ekki er þó hægt að fullyrða að neitt af því tengist hvarfi Birnu. „Í svona leit þá eru alltaf einhverjar mögulegar vísbendingar sem detta inn, það er að segja hlutir sem finnast. Svo er það bara kannað hjá lögreglu hvort það megi rekja til hennar og ef svo er talið þá er haldið áfram með. Að öðru leyti er það sett til hliðar og haldið áfram. Þannig að í sumum tilfellum getur þetta verið seinlegt ferli ef við erum að vinna á svæði þar sem getur verið mikið af upplýsingum. Þetta er því tímafrekt og krefst mikillar einbeitingar,“ segir Hjálmar.Þjóðin stendur öll á bak við leitina að Birnu Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að leitað verði fram í myrkur og staðan þá metin. Ef leitin skilar ekki árangri í dag verður áfram leitað á morgun. Hann segir lögregluna gríðarlega þakkláta fyrir starf björgunarsveitanna í tengslum við hvarf Birnu. „Við höfum hingað til verið með um 300 manns í stórum leitum þannig að þetta er næstum því tvöfalt fleiri en það nú. Við hérna á höfuðborgarsvæðinu erum gríðarlega þakklát fyrir þennan stuðning og þetta viðbragð. Það sýnir sig síðan hvað þjóðin stendur öll á bak við þessa leit að það eru ógrynni af fyrirtæki og einstaklingum sem eru að koma og gefa mat fyrir leitarliðið, og við erum að fá beiðnir frá fólki um að aðstoða á einhvern hátt þó að það sé ekki endilega að leita. Maður er bara hrærður fyrir allan þennan stuðning sem maður er að fá,“ segir Ásgeir. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Umfangsmesta leit sögunnar: Fimm hundruð björgunarsveitarmenn leita að Birnu Alls munu um 500 björgunarsveitarmenn af öllu landinu taka þátt í leitinni að Birnu Brjánsdóttur í dag. Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg kemur fram að þetta sé umfangsmesta leit sem félagið hefur skipulagt. 21. janúar 2017 08:11 Leyfir sér að vera vongóður um að Birna finnist í dag Grímur Grímsson, sem stýrir rannsókn lögreglunnar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, sem hefur verið saknað í heila viku, kveðst vongóður um að umfangsmikil leit sem hófst í morgun og standa mun í allan dag skili því að Birna finnist. 21. janúar 2017 11:50 Leitin að Birnu: Stefna á að leysa 2000 verkefni um helgina Þorsteinn G. Gunnarsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir þetta umfangsmestu leit sem Landsbjörg hefur farið í. Björgunarsveitarfólk eru um 500 talsins. Lagt verður áherslu á svæði frá Borgarnesi að Selfossi og allan Reykjanesskagann. Áherslan er fyrst of fremst lögð á vegi og vegaslóða á þessu svæði. 21. janúar 2017 10:01 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Hjálmar Örn Guðmarsson í aðgerðastjórn Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu segir að leit að Birnu Brjánsdóttur hafi gengið þokkalega það sem af er degi. Hún hefur hins vegar ekki enn skilað þeim árangri að hægt sé að þrengja leitarsvæðið en nú eru leitarhópar úti um allt Reykjanes og í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. „Það er mjög mikið af sveitum úti, yfir 500 einstaklingar sem eru úti að leita eða sinna þjónustu í húsi. Það er í raun öllu tjaldað til hvað varðar mannskap, bíla, fjórhjól, hunda og svo framvegis,“ segir Hjálmar í samtali við Vísi en björgunarsveitarmenn af öllu landinu koma að leitinni.Tímafrekt og krefst mikillar einbeitingar Þrátt fyrir að ekki hafi verið hægt að þrengja leitarsvæðið hafa leitarmenn fundið ýmislegt. Ekki er þó hægt að fullyrða að neitt af því tengist hvarfi Birnu. „Í svona leit þá eru alltaf einhverjar mögulegar vísbendingar sem detta inn, það er að segja hlutir sem finnast. Svo er það bara kannað hjá lögreglu hvort það megi rekja til hennar og ef svo er talið þá er haldið áfram með. Að öðru leyti er það sett til hliðar og haldið áfram. Þannig að í sumum tilfellum getur þetta verið seinlegt ferli ef við erum að vinna á svæði þar sem getur verið mikið af upplýsingum. Þetta er því tímafrekt og krefst mikillar einbeitingar,“ segir Hjálmar.Þjóðin stendur öll á bak við leitina að Birnu Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að leitað verði fram í myrkur og staðan þá metin. Ef leitin skilar ekki árangri í dag verður áfram leitað á morgun. Hann segir lögregluna gríðarlega þakkláta fyrir starf björgunarsveitanna í tengslum við hvarf Birnu. „Við höfum hingað til verið með um 300 manns í stórum leitum þannig að þetta er næstum því tvöfalt fleiri en það nú. Við hérna á höfuðborgarsvæðinu erum gríðarlega þakklát fyrir þennan stuðning og þetta viðbragð. Það sýnir sig síðan hvað þjóðin stendur öll á bak við þessa leit að það eru ógrynni af fyrirtæki og einstaklingum sem eru að koma og gefa mat fyrir leitarliðið, og við erum að fá beiðnir frá fólki um að aðstoða á einhvern hátt þó að það sé ekki endilega að leita. Maður er bara hrærður fyrir allan þennan stuðning sem maður er að fá,“ segir Ásgeir.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Umfangsmesta leit sögunnar: Fimm hundruð björgunarsveitarmenn leita að Birnu Alls munu um 500 björgunarsveitarmenn af öllu landinu taka þátt í leitinni að Birnu Brjánsdóttur í dag. Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg kemur fram að þetta sé umfangsmesta leit sem félagið hefur skipulagt. 21. janúar 2017 08:11 Leyfir sér að vera vongóður um að Birna finnist í dag Grímur Grímsson, sem stýrir rannsókn lögreglunnar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, sem hefur verið saknað í heila viku, kveðst vongóður um að umfangsmikil leit sem hófst í morgun og standa mun í allan dag skili því að Birna finnist. 21. janúar 2017 11:50 Leitin að Birnu: Stefna á að leysa 2000 verkefni um helgina Þorsteinn G. Gunnarsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir þetta umfangsmestu leit sem Landsbjörg hefur farið í. Björgunarsveitarfólk eru um 500 talsins. Lagt verður áherslu á svæði frá Borgarnesi að Selfossi og allan Reykjanesskagann. Áherslan er fyrst of fremst lögð á vegi og vegaslóða á þessu svæði. 21. janúar 2017 10:01 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Umfangsmesta leit sögunnar: Fimm hundruð björgunarsveitarmenn leita að Birnu Alls munu um 500 björgunarsveitarmenn af öllu landinu taka þátt í leitinni að Birnu Brjánsdóttur í dag. Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg kemur fram að þetta sé umfangsmesta leit sem félagið hefur skipulagt. 21. janúar 2017 08:11
Leyfir sér að vera vongóður um að Birna finnist í dag Grímur Grímsson, sem stýrir rannsókn lögreglunnar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, sem hefur verið saknað í heila viku, kveðst vongóður um að umfangsmikil leit sem hófst í morgun og standa mun í allan dag skili því að Birna finnist. 21. janúar 2017 11:50
Leitin að Birnu: Stefna á að leysa 2000 verkefni um helgina Þorsteinn G. Gunnarsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir þetta umfangsmestu leit sem Landsbjörg hefur farið í. Björgunarsveitarfólk eru um 500 talsins. Lagt verður áherslu á svæði frá Borgarnesi að Selfossi og allan Reykjanesskagann. Áherslan er fyrst of fremst lögð á vegi og vegaslóða á þessu svæði. 21. janúar 2017 10:01