Lögreglan engu nær um ferðir rauða bílsins á laugardagsmorgun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. janúar 2017 10:31 Lögreglan vinnur út frá þeirri tilgátu að Birna hafi farið upp í bílinn á Laugavegi. mynd/lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna engu nær um ferðir rauða Kia Rio-bílsins á laugardagsmorgun milli klukkan 7 og 11:30. Á föstudag óskaði lögregla eftir myndefni úr bílum sem voru á ferð á þessum tíma á stóru svæði á suðvesturhorninu. Aðeins var óskað eftir myndefni sem kann að sýna rauðan Kia Rio en Grímur segir ekkert slíkt myndefni hafa komið fram. Þá hefur ökumaður hvíta bílsins sem sést á mynd í Hafnarfjarðarhöfn í hádeginu á laugardag og lögregla lýsti eftir ekki gefið sig fram. „Við höfum fengið margar ábendingar um hvaða bíll þetta geti verið en það hefur ekki borið árangur að við teljum okkur vera kominn með hann,“ segir Grímur. Tekist hefur að kortleggja ferðir rauða bílsins með nokkuð nákvæmum hætti frá því klukkan 05:25 til klukkan 7 innan höfuðborgarsvæðisins út frá eftirlitsmyndavélum og gögnum úr farsíma Birnu og grænlensku mannanna tveggja sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um aðild að hvarfinu.Útilokað að bíllinn hafi farið um Hvalfjarðargöng Í raun má segja að það eina sem liggi fyrir um ferðir bílsins frá klukkan 7 er að búið er að útiloka að hann hafi farið ofan í Hvalfjarðargöngin þar sem bíllinn sést ekki á neinum myndavélum þar. Aðspurður hvort annað myndefni, til að mynda frá Vegagerðinni, gefi engar vísbendingar um ferðir bílsins segir Grímur: „Við höfum ekki getað notað gögn úr myndavélum til þess að vera 100 prósent viss. Eins og í Hvalfjarðargöngunum þá er það nokkuð afmarkað hvaða bílar fara ofan í göngin en við höfum ekki getað notað annað myndefni til þess að staðsetja. En ég er fullviss um það að við erum með allt myndefni sem að er til nema þá það sem er í einkaeigu og viðkomandi veit ekki af því.“ Lögreglan vinnur út frá þeirri tilgátu að Birna hafi farið upp í bílinn á Laugavegi en komið hefur fram að ekkert bendir til þess að Birna og mennirnir hafi átt í einhverjum samskiptum áður. Þau sjást hvorki ræða saman á því myndefni sem til er úr miðbæ Reykjavíkur umrædda nótt né má merkja einhver samskipti á samfélagsmiðlum.Ekki áætlað að yfirheyra mennina í dag Grímur segir lögregluna ekki vita hvers vegna Birna hefur farið upp í bílinn; hvort að hún hafi ætlað að fá far eða hvort hún hafi mælt sér mót við mennina. „Þarna erum við ef svo má segja alveg í myrkri. Auðvitað er þetta hlutur sem maður ætti að spyrjast fyrir um og fá upplýsingar í yfirheyrslum en við höfum ekki fengið þessar upplýsingar. Það að velta svo fyrir sér huglægum hvata hennar fyrir að fara upp í bílinn, það er eitthvað sem verða aldrei neitt annað en vangaveltur.“ Að sögn Gríms er ekki fyrirhugað að yfirheyra mennina í dag nema eitthvað komi upp sem kalli á það en mennirnir eru báðir í einangrun á Litla-Hrauni. Grímur segist reikna með því að þeir verði yfirheyrðir á morgun þó vel geti verið að það verði ekki gert fyrr en á þriðjudag. Umfangsmikil leit fer fram að Birnu í dag en á meðan mun lögreglan halda áfram að vinna úr sínum rannsóknargögnum. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Ekki hægt að fullyrða að slökkt hafi verið handvirkt á síma Birnu Lögreglan getur ekki lengur fullyrt að slökkt hafi verið handvirkt á farsíma Birnu Brjánsdóttur við Flathraun í Hafnarfirði eins og áður var talið. 21. janúar 2017 18:30 Rannsókn þokaði lítið áfram í dag Grímur Grímsson segir að rannsókn hafi lítið þokað áfram í dag en enn er lýst eftir ökumanni hvítrar bifreiðar, sem er af gerðinni Honda Accord. 21. janúar 2017 22:00 Mikil einurð og samkennd í hópi björgunarsveitarmanna sem halda aftur til leitar að Birnu Á milli 400 og 500 björgunarsveitarmenn munu í dag halda áfram að leita að Birnu Brjánsdóttur og vísbendingum um hvar hana gæti verið að finna. Birnu hefur verið saknað í rúma viku, eða síðan á aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Leitin hefst um klukkan níu. 22. janúar 2017 08:57 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Sjá meira
Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna engu nær um ferðir rauða Kia Rio-bílsins á laugardagsmorgun milli klukkan 7 og 11:30. Á föstudag óskaði lögregla eftir myndefni úr bílum sem voru á ferð á þessum tíma á stóru svæði á suðvesturhorninu. Aðeins var óskað eftir myndefni sem kann að sýna rauðan Kia Rio en Grímur segir ekkert slíkt myndefni hafa komið fram. Þá hefur ökumaður hvíta bílsins sem sést á mynd í Hafnarfjarðarhöfn í hádeginu á laugardag og lögregla lýsti eftir ekki gefið sig fram. „Við höfum fengið margar ábendingar um hvaða bíll þetta geti verið en það hefur ekki borið árangur að við teljum okkur vera kominn með hann,“ segir Grímur. Tekist hefur að kortleggja ferðir rauða bílsins með nokkuð nákvæmum hætti frá því klukkan 05:25 til klukkan 7 innan höfuðborgarsvæðisins út frá eftirlitsmyndavélum og gögnum úr farsíma Birnu og grænlensku mannanna tveggja sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um aðild að hvarfinu.Útilokað að bíllinn hafi farið um Hvalfjarðargöng Í raun má segja að það eina sem liggi fyrir um ferðir bílsins frá klukkan 7 er að búið er að útiloka að hann hafi farið ofan í Hvalfjarðargöngin þar sem bíllinn sést ekki á neinum myndavélum þar. Aðspurður hvort annað myndefni, til að mynda frá Vegagerðinni, gefi engar vísbendingar um ferðir bílsins segir Grímur: „Við höfum ekki getað notað gögn úr myndavélum til þess að vera 100 prósent viss. Eins og í Hvalfjarðargöngunum þá er það nokkuð afmarkað hvaða bílar fara ofan í göngin en við höfum ekki getað notað annað myndefni til þess að staðsetja. En ég er fullviss um það að við erum með allt myndefni sem að er til nema þá það sem er í einkaeigu og viðkomandi veit ekki af því.“ Lögreglan vinnur út frá þeirri tilgátu að Birna hafi farið upp í bílinn á Laugavegi en komið hefur fram að ekkert bendir til þess að Birna og mennirnir hafi átt í einhverjum samskiptum áður. Þau sjást hvorki ræða saman á því myndefni sem til er úr miðbæ Reykjavíkur umrædda nótt né má merkja einhver samskipti á samfélagsmiðlum.Ekki áætlað að yfirheyra mennina í dag Grímur segir lögregluna ekki vita hvers vegna Birna hefur farið upp í bílinn; hvort að hún hafi ætlað að fá far eða hvort hún hafi mælt sér mót við mennina. „Þarna erum við ef svo má segja alveg í myrkri. Auðvitað er þetta hlutur sem maður ætti að spyrjast fyrir um og fá upplýsingar í yfirheyrslum en við höfum ekki fengið þessar upplýsingar. Það að velta svo fyrir sér huglægum hvata hennar fyrir að fara upp í bílinn, það er eitthvað sem verða aldrei neitt annað en vangaveltur.“ Að sögn Gríms er ekki fyrirhugað að yfirheyra mennina í dag nema eitthvað komi upp sem kalli á það en mennirnir eru báðir í einangrun á Litla-Hrauni. Grímur segist reikna með því að þeir verði yfirheyrðir á morgun þó vel geti verið að það verði ekki gert fyrr en á þriðjudag. Umfangsmikil leit fer fram að Birnu í dag en á meðan mun lögreglan halda áfram að vinna úr sínum rannsóknargögnum.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Ekki hægt að fullyrða að slökkt hafi verið handvirkt á síma Birnu Lögreglan getur ekki lengur fullyrt að slökkt hafi verið handvirkt á farsíma Birnu Brjánsdóttur við Flathraun í Hafnarfirði eins og áður var talið. 21. janúar 2017 18:30 Rannsókn þokaði lítið áfram í dag Grímur Grímsson segir að rannsókn hafi lítið þokað áfram í dag en enn er lýst eftir ökumanni hvítrar bifreiðar, sem er af gerðinni Honda Accord. 21. janúar 2017 22:00 Mikil einurð og samkennd í hópi björgunarsveitarmanna sem halda aftur til leitar að Birnu Á milli 400 og 500 björgunarsveitarmenn munu í dag halda áfram að leita að Birnu Brjánsdóttur og vísbendingum um hvar hana gæti verið að finna. Birnu hefur verið saknað í rúma viku, eða síðan á aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Leitin hefst um klukkan níu. 22. janúar 2017 08:57 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Sjá meira
Ekki hægt að fullyrða að slökkt hafi verið handvirkt á síma Birnu Lögreglan getur ekki lengur fullyrt að slökkt hafi verið handvirkt á farsíma Birnu Brjánsdóttur við Flathraun í Hafnarfirði eins og áður var talið. 21. janúar 2017 18:30
Rannsókn þokaði lítið áfram í dag Grímur Grímsson segir að rannsókn hafi lítið þokað áfram í dag en enn er lýst eftir ökumanni hvítrar bifreiðar, sem er af gerðinni Honda Accord. 21. janúar 2017 22:00
Mikil einurð og samkennd í hópi björgunarsveitarmanna sem halda aftur til leitar að Birnu Á milli 400 og 500 björgunarsveitarmenn munu í dag halda áfram að leita að Birnu Brjánsdóttur og vísbendingum um hvar hana gæti verið að finna. Birnu hefur verið saknað í rúma viku, eða síðan á aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Leitin hefst um klukkan níu. 22. janúar 2017 08:57