Annar skipverjinn sem situr í haldi vegna hvarfs Birnu einnig grunaður um aðild að fíkniefnamálinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. janúar 2017 11:27 Frá aðgerðum lögreglu í Polar Nanoq á miðvikudagskvöld þegar togarinn kom aftur til hafnar. vísir/anton brink Annar skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur er einnig grunaður um aðild að smygli á 20 kílóum af hassi sem fundust í grænlenska togaranum Polar Nanoq við leit lögreglu aðfaranótt fimmtudags. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi en deildin fer með rannsókn beggja málanna. Alls voru þrír skipverjar af Polar Nanoq úrskurðaðir í gæsluvarðhald síðastliðinn fimmtudag, tveir í tveggja vikna varðhald vegna gruns um aðild að hvarfinu og einn fram á mánudag vegna gruns um að tengjast smyglinu. Fjórði skipverjinn var handtekinn, grunaður um aðild að hvarfi Birnu, en honum var sleppt að lokinni yfirheyrslu. Sá maður var látinn laus úr haldi strax á föstudeginum að sögn Gríms þar sem lögreglan taldi sig hafa sannað að maðurinn hefði ekki komið neitt að því að smygla efnunum.Tveir í einangrun Tveir menn sitja því nú í gæsluvarðhaldi, í einangrun á Litla-Hrauni. Skipverjarnir tveir voru upphaflega handteknir þegar sérsveitarmenn lögreglu fóru um borð í Polar Nanoq á hafi úti á miðvikudaginn. Þeir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna gruns um manndráp. Lögregla fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald og var úrskurðurinn úr héraðsdómi kærður til Hæstaréttar sem enn á eftir að kveða upp sinn dóm. Einar Guðberg Jónsson, rannsóknarlögreglumaður, segir í samtali við fréttastofu að lögreglan telji ekki að hvarf Birnu tengist fíkniefnunum á nokkurn hátt. Málin séu því algjörlega aðskilin þó þau séu rannsökuð hjá sömu deild. Þá segir hann jafnframt að maðurinn hafi verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að hvarfi Birnu; það að hann tengdist smyglinu kom upp síðar í rannsókn þess máls. Fíkniefnin eru metin á 228 milljónir króna sé miðað við götuverð á hassi í Nuuk, höfuðborg Grænlands. Hassið gæti þó verið enn verðmætara í fámennari byggðalögum Grænlands. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Hassið sem fannst í Polar Nanoq rúmlega 230 milljóna króna virði Verðmæti þess gæti þó verið meira í fámennari byggðalögum Grænlands. Grænlenski sjávarútvegsráðherrann hótar útgerðum þar í landi aðgerðum taki þær ekki á vandamálinu sem felst í fíkniefnasmygli áhafna skipa þeirra. 21. janúar 2017 18:59 Þriðji skipverjinn í gæsluvarðhald grunaður um smygl á 20 kílóum af hassi Maðurinn verður í einangrun til mánudags. 20. janúar 2017 01:11 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Fleiri fréttir Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Sjá meira
Annar skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur er einnig grunaður um aðild að smygli á 20 kílóum af hassi sem fundust í grænlenska togaranum Polar Nanoq við leit lögreglu aðfaranótt fimmtudags. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi en deildin fer með rannsókn beggja málanna. Alls voru þrír skipverjar af Polar Nanoq úrskurðaðir í gæsluvarðhald síðastliðinn fimmtudag, tveir í tveggja vikna varðhald vegna gruns um aðild að hvarfinu og einn fram á mánudag vegna gruns um að tengjast smyglinu. Fjórði skipverjinn var handtekinn, grunaður um aðild að hvarfi Birnu, en honum var sleppt að lokinni yfirheyrslu. Sá maður var látinn laus úr haldi strax á föstudeginum að sögn Gríms þar sem lögreglan taldi sig hafa sannað að maðurinn hefði ekki komið neitt að því að smygla efnunum.Tveir í einangrun Tveir menn sitja því nú í gæsluvarðhaldi, í einangrun á Litla-Hrauni. Skipverjarnir tveir voru upphaflega handteknir þegar sérsveitarmenn lögreglu fóru um borð í Polar Nanoq á hafi úti á miðvikudaginn. Þeir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna gruns um manndráp. Lögregla fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald og var úrskurðurinn úr héraðsdómi kærður til Hæstaréttar sem enn á eftir að kveða upp sinn dóm. Einar Guðberg Jónsson, rannsóknarlögreglumaður, segir í samtali við fréttastofu að lögreglan telji ekki að hvarf Birnu tengist fíkniefnunum á nokkurn hátt. Málin séu því algjörlega aðskilin þó þau séu rannsökuð hjá sömu deild. Þá segir hann jafnframt að maðurinn hafi verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að hvarfi Birnu; það að hann tengdist smyglinu kom upp síðar í rannsókn þess máls. Fíkniefnin eru metin á 228 milljónir króna sé miðað við götuverð á hassi í Nuuk, höfuðborg Grænlands. Hassið gæti þó verið enn verðmætara í fámennari byggðalögum Grænlands.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Hassið sem fannst í Polar Nanoq rúmlega 230 milljóna króna virði Verðmæti þess gæti þó verið meira í fámennari byggðalögum Grænlands. Grænlenski sjávarútvegsráðherrann hótar útgerðum þar í landi aðgerðum taki þær ekki á vandamálinu sem felst í fíkniefnasmygli áhafna skipa þeirra. 21. janúar 2017 18:59 Þriðji skipverjinn í gæsluvarðhald grunaður um smygl á 20 kílóum af hassi Maðurinn verður í einangrun til mánudags. 20. janúar 2017 01:11 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Fleiri fréttir Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Sjá meira
Hassið sem fannst í Polar Nanoq rúmlega 230 milljóna króna virði Verðmæti þess gæti þó verið meira í fámennari byggðalögum Grænlands. Grænlenski sjávarútvegsráðherrann hótar útgerðum þar í landi aðgerðum taki þær ekki á vandamálinu sem felst í fíkniefnasmygli áhafna skipa þeirra. 21. janúar 2017 18:59
Þriðji skipverjinn í gæsluvarðhald grunaður um smygl á 20 kílóum af hassi Maðurinn verður í einangrun til mánudags. 20. janúar 2017 01:11