Lögreglan boðar til blaðamannafundar vegna hvarfs Birnu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. janúar 2017 15:36 Lögreglan hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 17 í dag vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur. Fundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni. Fylgjast má með blaðamannafundinum hérna.Birnu hefur verið saknað í rúma viku, eða síðan á aðfaranótt laugardagsins 14. janúar og hefur umfangsmikil leit staðið yfir að henni alla helgina. Á milli 500 og 600 björgunarsveitarmenn hafa leitað að henni í gær og í dag á stóru svæði á suðvesturhorninu. Vísir greindi frá því fyrr í dag að verið væri að endurskipuleggja leitina en ekki hafa fengist frekari upplýsingar aðrar en þær en að björgunarsveitarmenn hafi verið kallaðir í hús. Þá sendi lögreglan frá sér tilkynningu í dag varðandi það að lífsýni sem tekið var úr rauðri Kia Rio-bifreið sem haldlögð var í vikunni sé úr Birnu. Þar með telur lögreglan það staðfest að hún hafi verið í bílnum en annar mannanna sem grunaður er um aðild að hvarfi hennar og situr í gæsluvarðhaldi vegna þess var með bílinn á leigu þegar Birna hvarf. Tveir skipverjar af grænlenska togaranum Polar Nanoq eru í einangrun á Litla-Hrauni vegna málsins. Þeir eru grunaðir um manndráp. Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði þá í tveggja vikna gæsluvarðhald síðastliðinn fimmtudag en lögregla fór fram á fjögurra vikna varðhald. Úrskurðurinn var því kærður til Hæstaréttar sem enn á eftir að kveða upp sinn dóm. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Endurskipuleggja leitina að Birnu Verið er að kalla björgunarsveitarmenn í hús sem leitað hafa að Birnu Brjánsdóttur í dag því endurskipuleggja á leitina. 22. janúar 2017 14:48 Lífsýni úr bílnum er úr Birnu Lífsýni úr rauða Kia Rio-bílnum voru send utan til rannsóknar og liggur nú fyrir niðurstaða þeirrar rannsóknar þess efnis að lífsýnið er úr Birnu Brjánsdóttur 22. janúar 2017 11:45 Styrkir tengingu mannanna við Birnu Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, á ekki von á því að mennirnir tveir sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um aðild að málinu verði yfirheyrðir í dag. 22. janúar 2017 13:53 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Lögreglan hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 17 í dag vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur. Fundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni. Fylgjast má með blaðamannafundinum hérna.Birnu hefur verið saknað í rúma viku, eða síðan á aðfaranótt laugardagsins 14. janúar og hefur umfangsmikil leit staðið yfir að henni alla helgina. Á milli 500 og 600 björgunarsveitarmenn hafa leitað að henni í gær og í dag á stóru svæði á suðvesturhorninu. Vísir greindi frá því fyrr í dag að verið væri að endurskipuleggja leitina en ekki hafa fengist frekari upplýsingar aðrar en þær en að björgunarsveitarmenn hafi verið kallaðir í hús. Þá sendi lögreglan frá sér tilkynningu í dag varðandi það að lífsýni sem tekið var úr rauðri Kia Rio-bifreið sem haldlögð var í vikunni sé úr Birnu. Þar með telur lögreglan það staðfest að hún hafi verið í bílnum en annar mannanna sem grunaður er um aðild að hvarfi hennar og situr í gæsluvarðhaldi vegna þess var með bílinn á leigu þegar Birna hvarf. Tveir skipverjar af grænlenska togaranum Polar Nanoq eru í einangrun á Litla-Hrauni vegna málsins. Þeir eru grunaðir um manndráp. Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði þá í tveggja vikna gæsluvarðhald síðastliðinn fimmtudag en lögregla fór fram á fjögurra vikna varðhald. Úrskurðurinn var því kærður til Hæstaréttar sem enn á eftir að kveða upp sinn dóm.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Endurskipuleggja leitina að Birnu Verið er að kalla björgunarsveitarmenn í hús sem leitað hafa að Birnu Brjánsdóttur í dag því endurskipuleggja á leitina. 22. janúar 2017 14:48 Lífsýni úr bílnum er úr Birnu Lífsýni úr rauða Kia Rio-bílnum voru send utan til rannsóknar og liggur nú fyrir niðurstaða þeirrar rannsóknar þess efnis að lífsýnið er úr Birnu Brjánsdóttur 22. janúar 2017 11:45 Styrkir tengingu mannanna við Birnu Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, á ekki von á því að mennirnir tveir sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um aðild að málinu verði yfirheyrðir í dag. 22. janúar 2017 13:53 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Endurskipuleggja leitina að Birnu Verið er að kalla björgunarsveitarmenn í hús sem leitað hafa að Birnu Brjánsdóttur í dag því endurskipuleggja á leitina. 22. janúar 2017 14:48
Lífsýni úr bílnum er úr Birnu Lífsýni úr rauða Kia Rio-bílnum voru send utan til rannsóknar og liggur nú fyrir niðurstaða þeirrar rannsóknar þess efnis að lífsýnið er úr Birnu Brjánsdóttur 22. janúar 2017 11:45
Styrkir tengingu mannanna við Birnu Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, á ekki von á því að mennirnir tveir sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um aðild að málinu verði yfirheyrðir í dag. 22. janúar 2017 13:53