Telja sig hafa fundið lík Birnu í fjörunni við Selvogsvita Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. janúar 2017 17:06 Birna Brjánsdóttir. mynd/lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Talið er að lík Birnu Brjánsdóttur, tvítugrar konu sem saknað hefur verið síðan aðfaranótt laugardagsins 14. janúar, hafi fundist eftir hádegi í dag í fjörunni við Selvogsvita. Frá þessu var greint á blaðamannafundi lögreglunnar sem hófst klukkan 17.Blaðamannafundurinn var í beinni útsendingu hér á Vísi. Það var þyrla Landhelgisgæslunnar sem fann líkið klukkan 13 um 15 kílómetra vestur af Þorlákshöfn. Þyrlan lenti skammt frá vettvanginum og var lögreglunni strax gert viðvart að því er fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Lögreglan kom á staðinn skömmu síðar. Á blaðamannafundi lögreglunnar kom fram að kennslanefnd Ríkislögreglustjóra vinni nú að því að staðfesta auðkenni en dánarorsök Birnu liggur ekki fyrir. Niðurstaðan ætti að liggja fyrir eftir nokkra daga en Grímur Grímsson, sem stýrir rannsókninni, sagði yfirgnæfandi líkur á því að henni hafi verið ráðinn bani.Birna hafði síðast sést í eftirlitsmyndavélum við Laugaveg 31 klukkan 05:25 aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Á sama stað á sama tíma sást rauður Kia Rio-bíll aka framhjá og lýsti lögreglan eftir ökumanni þess bíls á mánudagsmorgninum. Hann gaf sig ekki fram en á miðvikudag barst tilkynning frá lögreglu um að tveir menn hefðu verið handteknir um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq. Polar Nanoq kom til Íslands á miðvikudagskvöld og voru mennirnir tveir í framhaldinu færðir til yfirheyrslu á lögreglustöðinni við Hverfisgötu. Strax þá voru mennirnir tveir færðir til yfirheyrslu. Á fimmtudag voru þeir svo svo úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness vegna hvarfsins en þeir eru grunaðir um manndráp. Mennirnir voru í yfirheyrslum hjá lögreglu á fimmtudag og föstudag en þá voru þeir fluttir á Litla-Hraun þar sem þeir sæta einangrun. Þeir neita enn sök um aðild að hvarfinu. Lögregla yfirheyrði mennina ekki um helgina en í gær og í dag fór fram umfangsmikil leit að Birnu á stóru svæði á suðvesturhorninu. Tæplega 600 björgunarsveitarmenn komu að leitinni sem er sú umfangsmesta sem Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur skipulagt. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lögreglan engu nær um ferðir rauða bílsins á laugardagsmorgun Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna engu nær um ferðir rauða Kia Rio-bílsins á laugardagsmorgun milli klukkan 7 og 11:30. Á föstudag óskaði lögregla eftir myndefni úr bílum sem voru á ferð á þessum tíma á stóru svæði á suðvesturhorninu. 22. janúar 2017 10:31 Lífsýni úr bílnum er úr Birnu Lífsýni úr rauða Kia Rio-bílnum voru send utan til rannsóknar og liggur nú fyrir niðurstaða þeirrar rannsóknar þess efnis að lífsýnið er úr Birnu Brjánsdóttur 22. janúar 2017 11:45 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Talið er að lík Birnu Brjánsdóttur, tvítugrar konu sem saknað hefur verið síðan aðfaranótt laugardagsins 14. janúar, hafi fundist eftir hádegi í dag í fjörunni við Selvogsvita. Frá þessu var greint á blaðamannafundi lögreglunnar sem hófst klukkan 17.Blaðamannafundurinn var í beinni útsendingu hér á Vísi. Það var þyrla Landhelgisgæslunnar sem fann líkið klukkan 13 um 15 kílómetra vestur af Þorlákshöfn. Þyrlan lenti skammt frá vettvanginum og var lögreglunni strax gert viðvart að því er fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Lögreglan kom á staðinn skömmu síðar. Á blaðamannafundi lögreglunnar kom fram að kennslanefnd Ríkislögreglustjóra vinni nú að því að staðfesta auðkenni en dánarorsök Birnu liggur ekki fyrir. Niðurstaðan ætti að liggja fyrir eftir nokkra daga en Grímur Grímsson, sem stýrir rannsókninni, sagði yfirgnæfandi líkur á því að henni hafi verið ráðinn bani.Birna hafði síðast sést í eftirlitsmyndavélum við Laugaveg 31 klukkan 05:25 aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Á sama stað á sama tíma sást rauður Kia Rio-bíll aka framhjá og lýsti lögreglan eftir ökumanni þess bíls á mánudagsmorgninum. Hann gaf sig ekki fram en á miðvikudag barst tilkynning frá lögreglu um að tveir menn hefðu verið handteknir um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq. Polar Nanoq kom til Íslands á miðvikudagskvöld og voru mennirnir tveir í framhaldinu færðir til yfirheyrslu á lögreglustöðinni við Hverfisgötu. Strax þá voru mennirnir tveir færðir til yfirheyrslu. Á fimmtudag voru þeir svo svo úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness vegna hvarfsins en þeir eru grunaðir um manndráp. Mennirnir voru í yfirheyrslum hjá lögreglu á fimmtudag og föstudag en þá voru þeir fluttir á Litla-Hraun þar sem þeir sæta einangrun. Þeir neita enn sök um aðild að hvarfinu. Lögregla yfirheyrði mennina ekki um helgina en í gær og í dag fór fram umfangsmikil leit að Birnu á stóru svæði á suðvesturhorninu. Tæplega 600 björgunarsveitarmenn komu að leitinni sem er sú umfangsmesta sem Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur skipulagt.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lögreglan engu nær um ferðir rauða bílsins á laugardagsmorgun Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna engu nær um ferðir rauða Kia Rio-bílsins á laugardagsmorgun milli klukkan 7 og 11:30. Á föstudag óskaði lögregla eftir myndefni úr bílum sem voru á ferð á þessum tíma á stóru svæði á suðvesturhorninu. 22. janúar 2017 10:31 Lífsýni úr bílnum er úr Birnu Lífsýni úr rauða Kia Rio-bílnum voru send utan til rannsóknar og liggur nú fyrir niðurstaða þeirrar rannsóknar þess efnis að lífsýnið er úr Birnu Brjánsdóttur 22. janúar 2017 11:45 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Lögreglan engu nær um ferðir rauða bílsins á laugardagsmorgun Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna engu nær um ferðir rauða Kia Rio-bílsins á laugardagsmorgun milli klukkan 7 og 11:30. Á föstudag óskaði lögregla eftir myndefni úr bílum sem voru á ferð á þessum tíma á stóru svæði á suðvesturhorninu. 22. janúar 2017 10:31
Lífsýni úr bílnum er úr Birnu Lífsýni úr rauða Kia Rio-bílnum voru send utan til rannsóknar og liggur nú fyrir niðurstaða þeirrar rannsóknar þess efnis að lífsýnið er úr Birnu Brjánsdóttur 22. janúar 2017 11:45