Skipverjarnir vita af blóðinu en ekki líkfundinum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. janúar 2017 17:46 Lögregla telur allar líkur á því að skipverjarnir tveir sem eru í einangrun á Litla-Hrauni beri ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur. Lík af konu, sem lögregla telur allar líkur á að sé af Birnu, fannst í fjörunni við Selvogsvita um klukkan eitt í dag. Það var þyrla Landhelgisgæslunnar sem kom auga á líkið í fjörunni. Skipverjarnir tveir eru meðvitaðir um að blóð úr Birnu fannst í bílaleigubílnum sem þeir höfðu á leigu nóttina sem Birna hvarf. Þeim hefur hins vegar ekki verið tilkynnt um líkfundinn í dag, ekki af lögreglu hið minnsta, en utan lögreglu mega aðeins verjendur mannanna mega ræða við þá. Ekki liggur fyrir hvenær Birnu var ráðinn bani. Talið er að lík hennar hafi rakið í fjöruna við vitann. Hins vegar er ekki talið að því hafi verið kastað í sjóinn úr Polar Nanoq heldur frekar annars staðar við strandlengjuna.Þetta kom fram á blaðamannafundi sem lögregla boðaði til klukkan 17 vegna líkfundarins. Fundinn í heild má sjá í spilaranum að ofan. Bíllinn sem mennirnir höfðu á leigu var dreginn af bílastæði í Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu á þriðjudag.vísir Leita að vopni en ekki ákveðnu vopni Lögregla vildi ekki gefa upp hvort áverkar hefðu fundist á líkinu. Þá vildi lögregla ekki svara spurningum um hvort grunur væri á því að kynferðisbrot hefði verið framið. Farsími hennar var ekki á henni frekar en nokkuð annað.Grímur Grímsson, sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu, segir að lögregla leiti að vopni við rannsókn sína en ekki sé vitað hvaða vopni. Þá liggi ekki fyrir hvort henni hafi verið ráðinn bani með vopni. Það gæti hafa verið með öðrum hætti.Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn sem heldur utan um leitaraðgerðir, sagði að staðsetningin við Selvogsvita væri innan þeirra marka sem lögregla og björgunarsveitir hefðu afmarkað leit sína við í dag og í gær. Á sjötta hundrað manns hafa tekið þátt í leitinni að Birnu sem talin er vera sú umfangsmesta í sögu landsins.Lögregla hefur lokað veginum niður að Selvogsvita.Vísir/Jóhann K. JóhannssonVísbendingar um fund rauðra smábílaLögregla leitar enn að ökumanni hvítrar bifreiðar sem sást aka um hafnarsvæðið klukkan 12:24 á laugardaginn nærri þeim stað þar sem skór Birnu fundust á mánudagskvöld. Framundan eru frekari yfirheyrslur yfir mönnunum tveimur á morgun.Lögregla hefur fengið vísbendingar um ferðir rauðra smábíla um svæðið frá Hafnarfjarðarhöfn og að Selvogsvita. Unnið verði áfram úr þeim en það sé meðal annars ástæðan fyrir því að leitað var á Reykjanesi til að byrja með. Lögregla hefur myndefni frá þessum slóðum sem á eftir að fara yfir.Frekari leitaraðgerðir eru fyrirhugaðar í dag og í kvöld en björgunarsveitarfólk kom saman seinni partinn til að endurskipuleggja leitina. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Endurskipuleggja leitina að Birnu Verið er að kalla björgunarsveitarmenn í hús sem leitað hafa að Birnu Brjánsdóttur í dag því endurskipuleggja á leitina. 22. janúar 2017 14:48 Telja sig hafa fundið lík Birnu í fjörunni við Selvogsvita Frá þessu var greint á blaðamannafundi lögreglunnar sem hófst klukkan 17. 22. janúar 2017 17:06 Styrkir tengingu mannanna við Birnu Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, á ekki von á því að mennirnir tveir sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um aðild að málinu verði yfirheyrðir í dag. 22. janúar 2017 13:53 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Sjá meira
Lögregla telur allar líkur á því að skipverjarnir tveir sem eru í einangrun á Litla-Hrauni beri ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur. Lík af konu, sem lögregla telur allar líkur á að sé af Birnu, fannst í fjörunni við Selvogsvita um klukkan eitt í dag. Það var þyrla Landhelgisgæslunnar sem kom auga á líkið í fjörunni. Skipverjarnir tveir eru meðvitaðir um að blóð úr Birnu fannst í bílaleigubílnum sem þeir höfðu á leigu nóttina sem Birna hvarf. Þeim hefur hins vegar ekki verið tilkynnt um líkfundinn í dag, ekki af lögreglu hið minnsta, en utan lögreglu mega aðeins verjendur mannanna mega ræða við þá. Ekki liggur fyrir hvenær Birnu var ráðinn bani. Talið er að lík hennar hafi rakið í fjöruna við vitann. Hins vegar er ekki talið að því hafi verið kastað í sjóinn úr Polar Nanoq heldur frekar annars staðar við strandlengjuna.Þetta kom fram á blaðamannafundi sem lögregla boðaði til klukkan 17 vegna líkfundarins. Fundinn í heild má sjá í spilaranum að ofan. Bíllinn sem mennirnir höfðu á leigu var dreginn af bílastæði í Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu á þriðjudag.vísir Leita að vopni en ekki ákveðnu vopni Lögregla vildi ekki gefa upp hvort áverkar hefðu fundist á líkinu. Þá vildi lögregla ekki svara spurningum um hvort grunur væri á því að kynferðisbrot hefði verið framið. Farsími hennar var ekki á henni frekar en nokkuð annað.Grímur Grímsson, sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu, segir að lögregla leiti að vopni við rannsókn sína en ekki sé vitað hvaða vopni. Þá liggi ekki fyrir hvort henni hafi verið ráðinn bani með vopni. Það gæti hafa verið með öðrum hætti.Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn sem heldur utan um leitaraðgerðir, sagði að staðsetningin við Selvogsvita væri innan þeirra marka sem lögregla og björgunarsveitir hefðu afmarkað leit sína við í dag og í gær. Á sjötta hundrað manns hafa tekið þátt í leitinni að Birnu sem talin er vera sú umfangsmesta í sögu landsins.Lögregla hefur lokað veginum niður að Selvogsvita.Vísir/Jóhann K. JóhannssonVísbendingar um fund rauðra smábílaLögregla leitar enn að ökumanni hvítrar bifreiðar sem sást aka um hafnarsvæðið klukkan 12:24 á laugardaginn nærri þeim stað þar sem skór Birnu fundust á mánudagskvöld. Framundan eru frekari yfirheyrslur yfir mönnunum tveimur á morgun.Lögregla hefur fengið vísbendingar um ferðir rauðra smábíla um svæðið frá Hafnarfjarðarhöfn og að Selvogsvita. Unnið verði áfram úr þeim en það sé meðal annars ástæðan fyrir því að leitað var á Reykjanesi til að byrja með. Lögregla hefur myndefni frá þessum slóðum sem á eftir að fara yfir.Frekari leitaraðgerðir eru fyrirhugaðar í dag og í kvöld en björgunarsveitarfólk kom saman seinni partinn til að endurskipuleggja leitina.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Endurskipuleggja leitina að Birnu Verið er að kalla björgunarsveitarmenn í hús sem leitað hafa að Birnu Brjánsdóttur í dag því endurskipuleggja á leitina. 22. janúar 2017 14:48 Telja sig hafa fundið lík Birnu í fjörunni við Selvogsvita Frá þessu var greint á blaðamannafundi lögreglunnar sem hófst klukkan 17. 22. janúar 2017 17:06 Styrkir tengingu mannanna við Birnu Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, á ekki von á því að mennirnir tveir sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um aðild að málinu verði yfirheyrðir í dag. 22. janúar 2017 13:53 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Sjá meira
Endurskipuleggja leitina að Birnu Verið er að kalla björgunarsveitarmenn í hús sem leitað hafa að Birnu Brjánsdóttur í dag því endurskipuleggja á leitina. 22. janúar 2017 14:48
Telja sig hafa fundið lík Birnu í fjörunni við Selvogsvita Frá þessu var greint á blaðamannafundi lögreglunnar sem hófst klukkan 17. 22. janúar 2017 17:06
Styrkir tengingu mannanna við Birnu Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, á ekki von á því að mennirnir tveir sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um aðild að málinu verði yfirheyrðir í dag. 22. janúar 2017 13:53