Minntust Birnu í Vatnsmýri: „Látum ástina vera hatrinu yfirsterkari“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. janúar 2017 21:38 Á annan tug var saman kominn. vísir/anton brink Hópur fólks kom saman í minningarlundinum um Útey í Vatnsmýri á tíunda tímanum í kvöld til að tendra kerti í minningu Birnu Brjánsdóttur. Hún fannst látin í dag við Selvogsvita á Suðurlandi. Að sögn Ingu Bjarkar Bjarnadóttur, sem öðrum fremur stóð að skipulagningu viðburðarins, var blásið til samverustundarinnar með skömmum fyrirvara. Mikill vilji hafi verið til að gera eitthvað til minningar um Birnu og þótti henni og öðrum við hæfi að safnast saman á þessu svæði. Sjá einnig: Mikilvægt að foreldrar ræði við börn sín um Birnu Inga segir Unga jafnaðarmenn hittast árlega í lundinum til að minnast þeirra sem létust í Útey árið 2011 og nú, rétt eins og þá, eru henni orð Jens Stoltenberg, þáverandi forsætisráðherra Noregs, í huga þegar hún minntist hinnar tvítugu Birnu. „Látum ástina vera hatrinu yfirsterkari,“ segir Inga í anda Stoltenbergs. „Mér þótti við hæfi að standa saman og sýna að okkur er ekki sama.“ Fyrr í kvöld var greint frá því að Grænlendingar hefðu safnast víðsvegar saman og kveikt á kertum til minningar um Birnu. „Við tengjumst Íslendingum nánum böndum og mér þykir mikilvægt að sýna samúð okkar með þessum hætti.“Vísir/Anton Brink Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Kveikt á kertum víðs vegar um Grænland til minningar um Birnu Fjöldi fólks hyggst koma saman fyrir framan íslenska sendiráðið í Nuuk í Grænlandi til þess að kveikja á kertum til minningar um Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 19:40 Forsætisráðherra vottar fjölskyldu og ástvinum Birnu samúð sína Bjarni Benediktsson segir þjóðina sameinast í sorginni nú þegar ljóst er að hið sorglega mál, sem er hvarf Birnu Brjánsdóttur, hefur fengið þann enda sem allir vonuðu að yrði ekki. 22. janúar 2017 20:13 Mikilvægt að foreldrar ræði við börn sín um Birnu Séra Vigfús Bjarni Albertsson segir að það sé mikilvægt að börn fái upplýsingar um mál Birnu Brjánsdóttur frá foreldrum sínum en ekki annarsstaðar frá þar sem þau muni alltaf geta í eyðurnar. 22. janúar 2017 20:46 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Fleiri fréttir Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Sjá meira
Hópur fólks kom saman í minningarlundinum um Útey í Vatnsmýri á tíunda tímanum í kvöld til að tendra kerti í minningu Birnu Brjánsdóttur. Hún fannst látin í dag við Selvogsvita á Suðurlandi. Að sögn Ingu Bjarkar Bjarnadóttur, sem öðrum fremur stóð að skipulagningu viðburðarins, var blásið til samverustundarinnar með skömmum fyrirvara. Mikill vilji hafi verið til að gera eitthvað til minningar um Birnu og þótti henni og öðrum við hæfi að safnast saman á þessu svæði. Sjá einnig: Mikilvægt að foreldrar ræði við börn sín um Birnu Inga segir Unga jafnaðarmenn hittast árlega í lundinum til að minnast þeirra sem létust í Útey árið 2011 og nú, rétt eins og þá, eru henni orð Jens Stoltenberg, þáverandi forsætisráðherra Noregs, í huga þegar hún minntist hinnar tvítugu Birnu. „Látum ástina vera hatrinu yfirsterkari,“ segir Inga í anda Stoltenbergs. „Mér þótti við hæfi að standa saman og sýna að okkur er ekki sama.“ Fyrr í kvöld var greint frá því að Grænlendingar hefðu safnast víðsvegar saman og kveikt á kertum til minningar um Birnu. „Við tengjumst Íslendingum nánum böndum og mér þykir mikilvægt að sýna samúð okkar með þessum hætti.“Vísir/Anton Brink
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Kveikt á kertum víðs vegar um Grænland til minningar um Birnu Fjöldi fólks hyggst koma saman fyrir framan íslenska sendiráðið í Nuuk í Grænlandi til þess að kveikja á kertum til minningar um Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 19:40 Forsætisráðherra vottar fjölskyldu og ástvinum Birnu samúð sína Bjarni Benediktsson segir þjóðina sameinast í sorginni nú þegar ljóst er að hið sorglega mál, sem er hvarf Birnu Brjánsdóttur, hefur fengið þann enda sem allir vonuðu að yrði ekki. 22. janúar 2017 20:13 Mikilvægt að foreldrar ræði við börn sín um Birnu Séra Vigfús Bjarni Albertsson segir að það sé mikilvægt að börn fái upplýsingar um mál Birnu Brjánsdóttur frá foreldrum sínum en ekki annarsstaðar frá þar sem þau muni alltaf geta í eyðurnar. 22. janúar 2017 20:46 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Fleiri fréttir Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Sjá meira
Kveikt á kertum víðs vegar um Grænland til minningar um Birnu Fjöldi fólks hyggst koma saman fyrir framan íslenska sendiráðið í Nuuk í Grænlandi til þess að kveikja á kertum til minningar um Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 19:40
Forsætisráðherra vottar fjölskyldu og ástvinum Birnu samúð sína Bjarni Benediktsson segir þjóðina sameinast í sorginni nú þegar ljóst er að hið sorglega mál, sem er hvarf Birnu Brjánsdóttur, hefur fengið þann enda sem allir vonuðu að yrði ekki. 22. janúar 2017 20:13
Mikilvægt að foreldrar ræði við börn sín um Birnu Séra Vigfús Bjarni Albertsson segir að það sé mikilvægt að börn fái upplýsingar um mál Birnu Brjánsdóttur frá foreldrum sínum en ekki annarsstaðar frá þar sem þau muni alltaf geta í eyðurnar. 22. janúar 2017 20:46