Það var Gloria Steinheim sem var einn af skipuleggjendum göngunnar og ein af ástæðum hennar var að mótmæla niðrandi orðræðu sem nýr forseti hefur látið hafa eftir sér í garð kvenna, samkynhneigðra, útlendingar og annarra minnihlutahópa. Langflest skiltin beindust sérstaklega gegn Trump.
Það var mikil samstaða í kvennagöngunni og þeir sem voru þar hafa lýst andrúmsloftinu sem kraftmiklu. Meðal þeirra sem létu sig ekki vanta, héldu ræður og gengu með skiltu voru Madonna, Cher, Jane Fonda og Miley Cyrus svo einhverjar séu nefndar.
Miðað við viðtökurnar má kannski búast við að þetta verði árlegur viðburður - allavega næstu fjögur árin eða svo.







