Þetta gerðu Trump og teymi hans fyrstu dagana við völd atli ísleifsson skrifar 23. janúar 2017 11:54 Varaforsetinn Mike Pence og starfsmannastjórinn Reince Priebus fylgjast með Donald Trump undirrita fyrstu forsetatilskipun sína í Hvíta húsinu. Vísir/AFP Í skugga deilna um staðreyndir, fjölda þeirra sem sóttu innsetningarathöfn og fjölmiðlaumfjöllun, hefur Donald Trump og teymi hans síður en svo setið auðum höndum þessa fyrstu daga við völd. Norska blaðið Verdens Gang hefur tekið saman það helsta sem hefur gerst á fyrstu sólarhringum Trump-stjórnarinnar.Skömmu eftir að Trump hélt frá þinghúsinu og að Hvíta húsinu fór forsetinn inn á forsetaskrifstofuna og undirritaði sína fyrstu forsetatilskipun. Starfsmannastjórinn Reince Priebus segir tilskipunina ganga út á að „lágmarka þær efnahagslegu byrðar“ sem fylgja sjúkratryggingakerfinu sem gengur undir nafninu Obamacare, á meðan þess er beðið að kerfið verði afnumið.Innan við klukkustund eftir embættistöku Trump hafði heimasíða Hvíta hússins verið uppfærð. Sérstaka athygli vakti að undirsíður um réttindi hinsegin fólks og loftslagsbreytingar höfðu verið fjarlægðar.Trump skipaði starfsmönnum Þjóðgarðastofnunar Bandaríkjanna, National Park Service, að hætta notkun Twitter eftir að þeir deildu tísti þar sem mannfjöldinn við embættistöku Trump var borinn saman við fjöldann við embættistöku Barack Obama árið 2009.Donald Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna á föstudaginn.Vísir/AFPTrump nýtti fyrsta heila dag sinn í embætti meðal annars í að hringja í leiðtoga nágrannaríkjanna Mexíkó og Kanada, þá Peña Nieto og Justin Trudeau. Greint var frá því að Peña Nieto muni heimsækja Trump síðasta dag janúarmánaðar.Talsmenn nýrrar Bandaríkjastjórnar hafa einnig greint frá því að Bandaríkin vilji endursemja um fríverslun Norður-Ameríkuríkja (NAFTA) líkt og Trump var tíðrætt um í kosningabaráttunni. Trump hefur áður lýst NAFTA sem „versta viðskiptasamningi sögunnar“.Trump hefur rætt við Benjamin Netanjahu, forsætisráðherra Ísraels, í síma og mun hann heimsækja Washington í byrjun febrúar. Fyrirhugaður flutningur bandaríska sendiráðsins frá Tel Aviv til Jerúsalem verður settur í forgang. Ekkert þeirra um áttatíu ríkja sem eru með sendiráð í Ísrael eru með þau í Jerúsalem af ótta við að fólk myndi líta á sendiráð í Jerúsalem sem viðurkenningu á landtökusvæðum Ísraela.Trumpstjórnin hefur greint frá því að fyrsti erlendi þjóðarleiðtoginn sem mun heimsækja Hvíta húsið verður Theresa May, forsætisráðherra Bretlands.Á fyrsta degi sínum í embætti gerði Trump tilraun til að bæta samskipti sín við leyniþjónustuna CIA. Sagðist hann styðja CIA „1.000 prósent“.Dómsmálaráðuneytið hefur jafnframt staðfest að Trump sé heimilt að ráða tengdason sinn, Jared Kushner, sem einn af nánustu ráðgjöfum sínum. Deilt hafði verið um rétt Trump til að ráða svo nákominn mann í stöðuna. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Fleiri fréttir Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Sjá meira
Í skugga deilna um staðreyndir, fjölda þeirra sem sóttu innsetningarathöfn og fjölmiðlaumfjöllun, hefur Donald Trump og teymi hans síður en svo setið auðum höndum þessa fyrstu daga við völd. Norska blaðið Verdens Gang hefur tekið saman það helsta sem hefur gerst á fyrstu sólarhringum Trump-stjórnarinnar.Skömmu eftir að Trump hélt frá þinghúsinu og að Hvíta húsinu fór forsetinn inn á forsetaskrifstofuna og undirritaði sína fyrstu forsetatilskipun. Starfsmannastjórinn Reince Priebus segir tilskipunina ganga út á að „lágmarka þær efnahagslegu byrðar“ sem fylgja sjúkratryggingakerfinu sem gengur undir nafninu Obamacare, á meðan þess er beðið að kerfið verði afnumið.Innan við klukkustund eftir embættistöku Trump hafði heimasíða Hvíta hússins verið uppfærð. Sérstaka athygli vakti að undirsíður um réttindi hinsegin fólks og loftslagsbreytingar höfðu verið fjarlægðar.Trump skipaði starfsmönnum Þjóðgarðastofnunar Bandaríkjanna, National Park Service, að hætta notkun Twitter eftir að þeir deildu tísti þar sem mannfjöldinn við embættistöku Trump var borinn saman við fjöldann við embættistöku Barack Obama árið 2009.Donald Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna á föstudaginn.Vísir/AFPTrump nýtti fyrsta heila dag sinn í embætti meðal annars í að hringja í leiðtoga nágrannaríkjanna Mexíkó og Kanada, þá Peña Nieto og Justin Trudeau. Greint var frá því að Peña Nieto muni heimsækja Trump síðasta dag janúarmánaðar.Talsmenn nýrrar Bandaríkjastjórnar hafa einnig greint frá því að Bandaríkin vilji endursemja um fríverslun Norður-Ameríkuríkja (NAFTA) líkt og Trump var tíðrætt um í kosningabaráttunni. Trump hefur áður lýst NAFTA sem „versta viðskiptasamningi sögunnar“.Trump hefur rætt við Benjamin Netanjahu, forsætisráðherra Ísraels, í síma og mun hann heimsækja Washington í byrjun febrúar. Fyrirhugaður flutningur bandaríska sendiráðsins frá Tel Aviv til Jerúsalem verður settur í forgang. Ekkert þeirra um áttatíu ríkja sem eru með sendiráð í Ísrael eru með þau í Jerúsalem af ótta við að fólk myndi líta á sendiráð í Jerúsalem sem viðurkenningu á landtökusvæðum Ísraela.Trumpstjórnin hefur greint frá því að fyrsti erlendi þjóðarleiðtoginn sem mun heimsækja Hvíta húsið verður Theresa May, forsætisráðherra Bretlands.Á fyrsta degi sínum í embætti gerði Trump tilraun til að bæta samskipti sín við leyniþjónustuna CIA. Sagðist hann styðja CIA „1.000 prósent“.Dómsmálaráðuneytið hefur jafnframt staðfest að Trump sé heimilt að ráða tengdason sinn, Jared Kushner, sem einn af nánustu ráðgjöfum sínum. Deilt hafði verið um rétt Trump til að ráða svo nákominn mann í stöðuna.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Fleiri fréttir Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Sjá meira