Huldumaður krafðist þess að fá að fylla bílinn hjá leitarfólki á Blönduósi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. janúar 2017 12:30 Liðsmenn Blöndu og Húna frá Hvammstangi sem fóru á tveimur bílum til að aðstoða við leitina að Birnu í gær. Björgunarfélagið Blanda Huldumaður af norðvesturlandi tók ekki annað í mál en að greiða fyrir olíuna á björgunarsveitarbíl sem flutti leitarfólk frá Blönduósi á suðvesturhornið á sunnudaginn til að taka þátt í leitinni að Birnu Brjánsdóttur. Eins og fram hefur komið komu um 775 sjálfboðaliðar að leitinni um helgina frá fimmtíu slysavarnardeildum um land allt. Hjálmar Björn Guðmundsson, formaður björgunarfélagsins Blöndu á Blönduósi, átti ekki heimangengt í þetta skiptið en níu manns héldu á tveimur bílum frá Blönduósi og Hvammstanga á sunnudaginn til að aðstoða við leitina. Frá leitinni í gær.Björgunarfélagið Blanda Kunnuglegt andlit á Blönduósi Björgunarsveitirnar fengu styrki og matargjafir af ýmsu formi um helgina og hvöttu margir olíufélögin til að greiða olíu á tæki sem notuð voru við leitina. Nánast allur bílafloti björgunarsveitanna var notaður við leitina auk fjórhjóla. Þegar liðsmenn Blöndu komu heim um kvöldmatarleytið í gær fóru þeir á bensínstöð N1 á Blönduósi til að fylla bílinn. Dreif þá að mann sem tók ekki annað í mál en að greiða fyrir olíuna á bílinn. Frá þessu var greint á Facebook-síðu Blöndu og fjallaði DV um málið fyrr í dag. Hjálmar Björn segir að sá vilji alls ekki láta nafns síns getið en jánkar aðspurður hvort andlit mannsins sé kunnuglegt. Um fimmtán þúsund krónur kostaði að fylla bílinn. Hjálmar Björn hefur verið formaður Blöndu í tæpt ár en var áður formaður sveitarinnar í Varmahlíð. Hann er reynslumikill þegar kemur að björgunarsveitarstarfi. Aðspurður hvers vegna svo margir Íslendingar taki þátt í starfi björgunarsveita og sé boðinn og búinn til aðstoðar þegar bjátar á veltir hann hlutunum fyrir sér. Liðsmenn frá norðvesturlandi, svæði 9, við leitina í gær.Björgunarfélagið Blanda Góður félagsskapur „Þetta er að vissu leyti hálfgerð fíkn og adrenalín,“ segir Hjálmar Björn. Félagsskapurinn sé rosalega góður og hann kynnist fólki víða um land, vinskapur myndist. „Það gefur manni mjög mikið að geta hjálpað og aðstoðað þá sem eru í vanda.“ Hann bendir áhugasömum á að unglingadeildir séu starfandi víða um land þar sem best sé fyrir þá yngri að stíga sín fyrstu skref. Á Blönduósi sé deildin þó svo fámenn að miðað sé við átján ára aldur. „Fyrsta skref er að mæta og láta sjá sig.“ Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Þjóðin syrgir Birnu: „Birna er ég og allar vinkonur mínar“ Íslendingar minnast Birnu Brjánsdóttur um allt land. 23. janúar 2017 11:00 Bílaleigubíllinn laskaður eftir akstur á Reykjanesinu Samkvæmt heimildum Vísis telur lögregla vel mögulegt að mennirnir tveir hafi losað sig við einhverjar flíkur á laugardeginum. 23. janúar 2017 10:00 Athafnaði sig á svæðinu þar sem skórnir fundust í um tuttugu og fimm mínútur Annar skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi ók Kia Rio bifreiðinni inn á svæðið þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust um hádegisbil á laugardaginn. Ekki sést hvað hann gerði þar. 23. janúar 2017 08:30 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Sjá meira
Huldumaður af norðvesturlandi tók ekki annað í mál en að greiða fyrir olíuna á björgunarsveitarbíl sem flutti leitarfólk frá Blönduósi á suðvesturhornið á sunnudaginn til að taka þátt í leitinni að Birnu Brjánsdóttur. Eins og fram hefur komið komu um 775 sjálfboðaliðar að leitinni um helgina frá fimmtíu slysavarnardeildum um land allt. Hjálmar Björn Guðmundsson, formaður björgunarfélagsins Blöndu á Blönduósi, átti ekki heimangengt í þetta skiptið en níu manns héldu á tveimur bílum frá Blönduósi og Hvammstanga á sunnudaginn til að aðstoða við leitina. Frá leitinni í gær.Björgunarfélagið Blanda Kunnuglegt andlit á Blönduósi Björgunarsveitirnar fengu styrki og matargjafir af ýmsu formi um helgina og hvöttu margir olíufélögin til að greiða olíu á tæki sem notuð voru við leitina. Nánast allur bílafloti björgunarsveitanna var notaður við leitina auk fjórhjóla. Þegar liðsmenn Blöndu komu heim um kvöldmatarleytið í gær fóru þeir á bensínstöð N1 á Blönduósi til að fylla bílinn. Dreif þá að mann sem tók ekki annað í mál en að greiða fyrir olíuna á bílinn. Frá þessu var greint á Facebook-síðu Blöndu og fjallaði DV um málið fyrr í dag. Hjálmar Björn segir að sá vilji alls ekki láta nafns síns getið en jánkar aðspurður hvort andlit mannsins sé kunnuglegt. Um fimmtán þúsund krónur kostaði að fylla bílinn. Hjálmar Björn hefur verið formaður Blöndu í tæpt ár en var áður formaður sveitarinnar í Varmahlíð. Hann er reynslumikill þegar kemur að björgunarsveitarstarfi. Aðspurður hvers vegna svo margir Íslendingar taki þátt í starfi björgunarsveita og sé boðinn og búinn til aðstoðar þegar bjátar á veltir hann hlutunum fyrir sér. Liðsmenn frá norðvesturlandi, svæði 9, við leitina í gær.Björgunarfélagið Blanda Góður félagsskapur „Þetta er að vissu leyti hálfgerð fíkn og adrenalín,“ segir Hjálmar Björn. Félagsskapurinn sé rosalega góður og hann kynnist fólki víða um land, vinskapur myndist. „Það gefur manni mjög mikið að geta hjálpað og aðstoðað þá sem eru í vanda.“ Hann bendir áhugasömum á að unglingadeildir séu starfandi víða um land þar sem best sé fyrir þá yngri að stíga sín fyrstu skref. Á Blönduósi sé deildin þó svo fámenn að miðað sé við átján ára aldur. „Fyrsta skref er að mæta og láta sjá sig.“
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Þjóðin syrgir Birnu: „Birna er ég og allar vinkonur mínar“ Íslendingar minnast Birnu Brjánsdóttur um allt land. 23. janúar 2017 11:00 Bílaleigubíllinn laskaður eftir akstur á Reykjanesinu Samkvæmt heimildum Vísis telur lögregla vel mögulegt að mennirnir tveir hafi losað sig við einhverjar flíkur á laugardeginum. 23. janúar 2017 10:00 Athafnaði sig á svæðinu þar sem skórnir fundust í um tuttugu og fimm mínútur Annar skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi ók Kia Rio bifreiðinni inn á svæðið þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust um hádegisbil á laugardaginn. Ekki sést hvað hann gerði þar. 23. janúar 2017 08:30 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Sjá meira
Þjóðin syrgir Birnu: „Birna er ég og allar vinkonur mínar“ Íslendingar minnast Birnu Brjánsdóttur um allt land. 23. janúar 2017 11:00
Bílaleigubíllinn laskaður eftir akstur á Reykjanesinu Samkvæmt heimildum Vísis telur lögregla vel mögulegt að mennirnir tveir hafi losað sig við einhverjar flíkur á laugardeginum. 23. janúar 2017 10:00
Athafnaði sig á svæðinu þar sem skórnir fundust í um tuttugu og fimm mínútur Annar skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi ók Kia Rio bifreiðinni inn á svæðið þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust um hádegisbil á laugardaginn. Ekki sést hvað hann gerði þar. 23. janúar 2017 08:30