Sprenging um helgina í fjölda þeirra sem styrkja björgunarsveitirnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. janúar 2017 14:42 Frá leitinni að Birnu um helgina. Vísir Bakvarðasveit Slysavarnarfélagsins Landsbjargar fékk rækilegan liðsauka um helgina að sögn Þorsteins G. Gunnarssonar, upplýsingafulltrúa félagsins. Bakverðirnir eru fjárhagslegir stuðningsaðilar björgunarsveitanna sem greiða mánaðarlegt framlag til Landsbjargar. Þorsteinn segir að undir lok síðustu viku hafi félagið hafi farið að merkja aukinn áhuga almennings að styðja við bakið á sveitunum. Björgunarsveitirnar hafa verið í brennidepli í tengslum við mál Birnu Brjánsdóttur og þeirrar gríðarlegu leitar sem gerð var að henni síðustu daga.Sjá einnig: Líkfundurinn engin tilviljun: Sjö þúsund kílómetra ganga að baki hjá björgunarsveitunum Um helgina hafi hins vegar orðið algjör sprenging í nýskráningum í Bakvarðasveitina. Þrátt fyrir að hafa ekki nákvæma tölu fyrir framan sig þegar Vísir náði tali af honum segir Þorsteinn að nýir Bakverðir hlaupi á hundruðum. Hver og einn leggur að jafnaði til um eitt til tvö þúsund krónur á mánuði og því ljóst að hinn aukni stuðningur gæti numið milljónum króna á mánuði.„Bakverðirnir eru alveg gríðarlega mikilvægir fyrir björgunarsveitirnar. Það fjármagn sem frá þeim kemur fer í sjóð sem svo skiptist svo niður á allar björgunarsveitirnar í landinu. Hver einasta króna nýtist þannig til tækjakaupa, viðhalds á tækjum og reksturs sveitanna,“ segir Þorsteinn. Bakvarðasveitin var fyrst kynnt til sögunnar um mitt ár 2013 í kjölfar viðburðaríks árs hjá björgunarsveitunum. „Á þeim tíma var alveg bersýnilegt að það þurfti á stuðningi að halda til að bæta fjárhag björgunarsveitanna,“ segir Þorsteinn. „Það er bara staðreynd að það er ógerningur að halda úti leitar- og björgunarstarfi með þeim krafi sem við viljum ef að kæmi ekki til þessa stuðnings almennings.“Sjá einnig: Fólkið sem leitaði: „Þetta er þverskurður þjóðarinnar“ Aðgerðir Landsbjargar um helgina voru þær umfangsmestu sem ráðist hefur verið í en alls komu um 775 sjálfboðaliðar að leitinni að Birnu, þar af voru 685 leitarmenn, fjörutíu aðgerðastjórnendur og fimmtíu frá slysavarnardeildum. Notast var við ellefu hunda, dróna, fjórhjól og nánast allan bílaflota björgunarsveitanna. Þeim er nú lokið í bili. Þeir sem hafa áhuga á að gerast mánaðarlegir stuðningsaðilar Landsbjargar er bent á skráningarsíðu Bakvarðasveitarinnar. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir 300 björgunarsveitarmenn halda áfram leit að vísbendingum í kvöld Leit Landsbjargar í tengslum við mál Birnu Brjánsdóttur er hvergi nær lokið þó talið sé að hún sé fundin. 22. janúar 2017 18:37 Líkfundurinn engin tilviljun: Sjö þúsund kílómetra ganga að baki hjá björgunarsveitunum Hátt í átta hundruð björgunarsveitarmenn, héðan og þaðan af landinu, hafa komið að leitinni um helgina sem er sú stærsta í sögunni. 22. janúar 2017 19:30 Björgunarsveitirnar ljúka leit: „Lítum svo á að okkar þætti sé lokið“ Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að leit að vísbendingum í máli Birnu Brjánsdóttur sé lokið en hann býst ekki við því að björgunarsveitirnar taki frekari þátt í rannsókn málsins nema eftir því verði kallað. 22. janúar 2017 22:47 Mikil einurð og samkennd í hópi björgunarsveitarmanna sem halda aftur til leitar að Birnu Á milli 400 og 500 björgunarsveitarmenn munu í dag halda áfram að leita að Birnu Brjánsdóttur og vísbendingum um hvar hana gæti verið að finna. Birnu hefur verið saknað í rúma viku, eða síðan á aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Leitin hefst um klukkan níu. 22. janúar 2017 08:57 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Bakvarðasveit Slysavarnarfélagsins Landsbjargar fékk rækilegan liðsauka um helgina að sögn Þorsteins G. Gunnarssonar, upplýsingafulltrúa félagsins. Bakverðirnir eru fjárhagslegir stuðningsaðilar björgunarsveitanna sem greiða mánaðarlegt framlag til Landsbjargar. Þorsteinn segir að undir lok síðustu viku hafi félagið hafi farið að merkja aukinn áhuga almennings að styðja við bakið á sveitunum. Björgunarsveitirnar hafa verið í brennidepli í tengslum við mál Birnu Brjánsdóttur og þeirrar gríðarlegu leitar sem gerð var að henni síðustu daga.Sjá einnig: Líkfundurinn engin tilviljun: Sjö þúsund kílómetra ganga að baki hjá björgunarsveitunum Um helgina hafi hins vegar orðið algjör sprenging í nýskráningum í Bakvarðasveitina. Þrátt fyrir að hafa ekki nákvæma tölu fyrir framan sig þegar Vísir náði tali af honum segir Þorsteinn að nýir Bakverðir hlaupi á hundruðum. Hver og einn leggur að jafnaði til um eitt til tvö þúsund krónur á mánuði og því ljóst að hinn aukni stuðningur gæti numið milljónum króna á mánuði.„Bakverðirnir eru alveg gríðarlega mikilvægir fyrir björgunarsveitirnar. Það fjármagn sem frá þeim kemur fer í sjóð sem svo skiptist svo niður á allar björgunarsveitirnar í landinu. Hver einasta króna nýtist þannig til tækjakaupa, viðhalds á tækjum og reksturs sveitanna,“ segir Þorsteinn. Bakvarðasveitin var fyrst kynnt til sögunnar um mitt ár 2013 í kjölfar viðburðaríks árs hjá björgunarsveitunum. „Á þeim tíma var alveg bersýnilegt að það þurfti á stuðningi að halda til að bæta fjárhag björgunarsveitanna,“ segir Þorsteinn. „Það er bara staðreynd að það er ógerningur að halda úti leitar- og björgunarstarfi með þeim krafi sem við viljum ef að kæmi ekki til þessa stuðnings almennings.“Sjá einnig: Fólkið sem leitaði: „Þetta er þverskurður þjóðarinnar“ Aðgerðir Landsbjargar um helgina voru þær umfangsmestu sem ráðist hefur verið í en alls komu um 775 sjálfboðaliðar að leitinni að Birnu, þar af voru 685 leitarmenn, fjörutíu aðgerðastjórnendur og fimmtíu frá slysavarnardeildum. Notast var við ellefu hunda, dróna, fjórhjól og nánast allan bílaflota björgunarsveitanna. Þeim er nú lokið í bili. Þeir sem hafa áhuga á að gerast mánaðarlegir stuðningsaðilar Landsbjargar er bent á skráningarsíðu Bakvarðasveitarinnar.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir 300 björgunarsveitarmenn halda áfram leit að vísbendingum í kvöld Leit Landsbjargar í tengslum við mál Birnu Brjánsdóttur er hvergi nær lokið þó talið sé að hún sé fundin. 22. janúar 2017 18:37 Líkfundurinn engin tilviljun: Sjö þúsund kílómetra ganga að baki hjá björgunarsveitunum Hátt í átta hundruð björgunarsveitarmenn, héðan og þaðan af landinu, hafa komið að leitinni um helgina sem er sú stærsta í sögunni. 22. janúar 2017 19:30 Björgunarsveitirnar ljúka leit: „Lítum svo á að okkar þætti sé lokið“ Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að leit að vísbendingum í máli Birnu Brjánsdóttur sé lokið en hann býst ekki við því að björgunarsveitirnar taki frekari þátt í rannsókn málsins nema eftir því verði kallað. 22. janúar 2017 22:47 Mikil einurð og samkennd í hópi björgunarsveitarmanna sem halda aftur til leitar að Birnu Á milli 400 og 500 björgunarsveitarmenn munu í dag halda áfram að leita að Birnu Brjánsdóttur og vísbendingum um hvar hana gæti verið að finna. Birnu hefur verið saknað í rúma viku, eða síðan á aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Leitin hefst um klukkan níu. 22. janúar 2017 08:57 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
300 björgunarsveitarmenn halda áfram leit að vísbendingum í kvöld Leit Landsbjargar í tengslum við mál Birnu Brjánsdóttur er hvergi nær lokið þó talið sé að hún sé fundin. 22. janúar 2017 18:37
Líkfundurinn engin tilviljun: Sjö þúsund kílómetra ganga að baki hjá björgunarsveitunum Hátt í átta hundruð björgunarsveitarmenn, héðan og þaðan af landinu, hafa komið að leitinni um helgina sem er sú stærsta í sögunni. 22. janúar 2017 19:30
Björgunarsveitirnar ljúka leit: „Lítum svo á að okkar þætti sé lokið“ Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að leit að vísbendingum í máli Birnu Brjánsdóttur sé lokið en hann býst ekki við því að björgunarsveitirnar taki frekari þátt í rannsókn málsins nema eftir því verði kallað. 22. janúar 2017 22:47
Mikil einurð og samkennd í hópi björgunarsveitarmanna sem halda aftur til leitar að Birnu Á milli 400 og 500 björgunarsveitarmenn munu í dag halda áfram að leita að Birnu Brjánsdóttur og vísbendingum um hvar hana gæti verið að finna. Birnu hefur verið saknað í rúma viku, eða síðan á aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Leitin hefst um klukkan níu. 22. janúar 2017 08:57