Sýrlensk flóttafjölskylda kemur sér vel fyrir á Selfossi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 24. janúar 2017 20:00 Fjórtán sýrlenskir flóttamenn kom til Íslands í gær. Sjö þeirra, hjón með fimm börn, komu sér fyrir á Selfossi í dag. Í maí síðastliðnum samþykkti ríkisstjórnin að taka á móti hópi sýrlenskra fjölskyldna frá flóttamannabúðum í Beirút í Líbanon sem þurftu að flýja heimili sín vegna stríðs í heimalandinu. Fjölskyldurnar sem komu til landsins í gær eru tvær sjö manna fjölskyldur en von er á annri fjölskyldu á næstu dögum. Ein fjölskyldan hefur sest að í Hveragerði og hin á Selfossi. Vel lá á Haj Naasan fjölskyldunni, sem samanstendur af foreldrunum Abdul Rahman og Fadwa Kadre og börnunum þeirra fimm, þegar fréttamann bar að garði hjá þeim í morgun.„Við erum mjög ánægðog sérstaklega börnin.Þau voru rosalega spenntað komast til Íslands,“ segir Abdul Rahman. Börn hjónanna, sem eru á aldrinum átta til nítján ára, eru spennt að geta loksins byrjað í skóla. „Við erum rosalega spenntað fara í skólannog kynnast nýju fólki.Við hlökkum líka til að kynnast nágrönnum okkar í bænum þar sem við búum núna,“ segir elsti drengur hjónanna. Öll voru þau búin að kynna sér Ísland og Selfoss áður en þau komu til landsins. Majed Ahmad, sá yngsti í fjölskyldunni, vissi alveg út í hvað hann var að fara. „Já, ég veit margt um Ísland. Það eru stuttir dagar á veturna og langir dagar á sumrin. Mér finnst það mjög spennandi,“ segir Majed. Nú hefst ferli þar sem fólkið nýtur aðstoðar sjálfboðaliða Rauða krossins og fleiri við að aðlagast nýjum heimkynnum. Fulltrúar frá sveitarfélaginu Árborg og Rauða krossinum voru í heimsókn hjá fjölskyldunum í morgun. Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir, félagsmálastjóri Árborgar og Fjóla Einarsdóttir, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum, segja samfélagið á Selfossi hafa tekið komu fólksins mjög vel. Þær segja Haj Naasan fjölskyldunamjög jákvæða og kærleiksríka. Þá vantar ekki upp á gestrisnina en fjölskyldan bauð gestum dagsins upp á köku og kaffi. Flóttamenn Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Fjórtán sýrlenskir flóttamenn kom til Íslands í gær. Sjö þeirra, hjón með fimm börn, komu sér fyrir á Selfossi í dag. Í maí síðastliðnum samþykkti ríkisstjórnin að taka á móti hópi sýrlenskra fjölskyldna frá flóttamannabúðum í Beirút í Líbanon sem þurftu að flýja heimili sín vegna stríðs í heimalandinu. Fjölskyldurnar sem komu til landsins í gær eru tvær sjö manna fjölskyldur en von er á annri fjölskyldu á næstu dögum. Ein fjölskyldan hefur sest að í Hveragerði og hin á Selfossi. Vel lá á Haj Naasan fjölskyldunni, sem samanstendur af foreldrunum Abdul Rahman og Fadwa Kadre og börnunum þeirra fimm, þegar fréttamann bar að garði hjá þeim í morgun.„Við erum mjög ánægðog sérstaklega börnin.Þau voru rosalega spenntað komast til Íslands,“ segir Abdul Rahman. Börn hjónanna, sem eru á aldrinum átta til nítján ára, eru spennt að geta loksins byrjað í skóla. „Við erum rosalega spenntað fara í skólannog kynnast nýju fólki.Við hlökkum líka til að kynnast nágrönnum okkar í bænum þar sem við búum núna,“ segir elsti drengur hjónanna. Öll voru þau búin að kynna sér Ísland og Selfoss áður en þau komu til landsins. Majed Ahmad, sá yngsti í fjölskyldunni, vissi alveg út í hvað hann var að fara. „Já, ég veit margt um Ísland. Það eru stuttir dagar á veturna og langir dagar á sumrin. Mér finnst það mjög spennandi,“ segir Majed. Nú hefst ferli þar sem fólkið nýtur aðstoðar sjálfboðaliða Rauða krossins og fleiri við að aðlagast nýjum heimkynnum. Fulltrúar frá sveitarfélaginu Árborg og Rauða krossinum voru í heimsókn hjá fjölskyldunum í morgun. Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir, félagsmálastjóri Árborgar og Fjóla Einarsdóttir, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum, segja samfélagið á Selfossi hafa tekið komu fólksins mjög vel. Þær segja Haj Naasan fjölskyldunamjög jákvæða og kærleiksríka. Þá vantar ekki upp á gestrisnina en fjölskyldan bauð gestum dagsins upp á köku og kaffi.
Flóttamenn Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira