Ferðamenn hætt komnir í Reynisfjöru: „Þetta er næstum því daglegur viðburður“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. janúar 2017 21:45 Aldan kom mjög skyndilega og hrifsaði manninn með sér. Tveir ferðamenn voru hætt komnir í Reynisfjöru í dag þegar alda kom skyndilega að landi. Annar þeirra lenti í öldunni en kom sér að landi með herkjum. Hinn lá í flæðamálinu en brást snaggaralega við. Leiðsögumaðurinn Teitur Þorkelsson var staddur með hóp í fjörunni og tók myndskeiðið sem sjá má hér að neðan. Hann segist hafa verið í Reynisfjöru í um klukkutíma í dag og að minnsta kosti fimm ferðamenn hafi blotnað eftir að hafa lent í öldu. „Þetta er næstum því daglegur viðburður,“ segir Teitur sem kemur reglulega í Reynisfjöru með hópa. Hann leggur sjálfur áherslu á að fræða sína hópa vel um hætturnar sem leynast í fjörunni.Það er ýmislegt gert fyrir hina fullkomnu mynd.Mynd/Teitur Þorkelsson„Maður tekur alltaf ræðuna og varar fólk við. Svo þarf maður að fylgjast með þeim því að þetta getur komið úr öllum áttum. Maður varar fólk við og segir þeim hryllingssögur,“ segir Teitur. Það er hans upplifun að ferðamenn sem séu á eigin vegum séu líklegri til þess að gera sér ekki grein fyrir þeim hættum sem eru fyrir hendi í Reynisfjöru. Sjá einnig: Þrjú banaslys í Reynisfjöru á áratug: „Einhver þarf að bera ábyrgð á staðnum“Þýsk kona lést fyrr í mánuðinum í Kirkjufjöru skammt frá Reynisfjöru. Stór alda féll á hana og fjölskyldu hennar. Móðirin lenti í briminu og fer út með soginu. Sett hafa verið upp skilti til þess að vara þá sem koma í Reynisfjöru við þeim hættum sem eru fyrir hendi og að mati Teits er allur gangur á því hvort að ferðamenn skoði skiltin eða ekki. „Það eru mörg skilti á leiðinni niður og svo eru margir sem skoða þetta ekki. Ég sá fólk skoða skiltin þar sem meðal annars stendur recent tourist death en það eru alltaf einhverjir sem skoða þetta ekki neitt.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Segir erfitt að meta hvort að viðvörunarskiltin geri sitt gagn Víðir Reynisson lögreglufulltrúi og verkefnastjóri almannavarna hjá lögreglunni á Suðurlandi segir það mjög spennandi að sjá niðurstöður rannsóknar sem þær Þórdís Pétursdóttir og Sigurlaug Rúnarsdóttir nemendur í ferðamálafræði við Háskóla Íslands vinna að en lokaverkefni þeirra í náminu snýr að öryggi ferðamanna í Reynisfjöru. 18. október 2016 15:08 Þrjú banaslys í Reynisfjöru á áratug: „Einhver þarf að bera ábyrgð á staðnum“ Þrjú banaslys hafa orðið í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum síðastliðinn áratug. 9. janúar 2017 19:30 Konan fannst klukkustund eftir að tilkynning barst Fjölskyldan hennar komst af sjálfsdáðum í land. 10. janúar 2017 15:28 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Tveir ferðamenn voru hætt komnir í Reynisfjöru í dag þegar alda kom skyndilega að landi. Annar þeirra lenti í öldunni en kom sér að landi með herkjum. Hinn lá í flæðamálinu en brást snaggaralega við. Leiðsögumaðurinn Teitur Þorkelsson var staddur með hóp í fjörunni og tók myndskeiðið sem sjá má hér að neðan. Hann segist hafa verið í Reynisfjöru í um klukkutíma í dag og að minnsta kosti fimm ferðamenn hafi blotnað eftir að hafa lent í öldu. „Þetta er næstum því daglegur viðburður,“ segir Teitur sem kemur reglulega í Reynisfjöru með hópa. Hann leggur sjálfur áherslu á að fræða sína hópa vel um hætturnar sem leynast í fjörunni.Það er ýmislegt gert fyrir hina fullkomnu mynd.Mynd/Teitur Þorkelsson„Maður tekur alltaf ræðuna og varar fólk við. Svo þarf maður að fylgjast með þeim því að þetta getur komið úr öllum áttum. Maður varar fólk við og segir þeim hryllingssögur,“ segir Teitur. Það er hans upplifun að ferðamenn sem séu á eigin vegum séu líklegri til þess að gera sér ekki grein fyrir þeim hættum sem eru fyrir hendi í Reynisfjöru. Sjá einnig: Þrjú banaslys í Reynisfjöru á áratug: „Einhver þarf að bera ábyrgð á staðnum“Þýsk kona lést fyrr í mánuðinum í Kirkjufjöru skammt frá Reynisfjöru. Stór alda féll á hana og fjölskyldu hennar. Móðirin lenti í briminu og fer út með soginu. Sett hafa verið upp skilti til þess að vara þá sem koma í Reynisfjöru við þeim hættum sem eru fyrir hendi og að mati Teits er allur gangur á því hvort að ferðamenn skoði skiltin eða ekki. „Það eru mörg skilti á leiðinni niður og svo eru margir sem skoða þetta ekki. Ég sá fólk skoða skiltin þar sem meðal annars stendur recent tourist death en það eru alltaf einhverjir sem skoða þetta ekki neitt.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Segir erfitt að meta hvort að viðvörunarskiltin geri sitt gagn Víðir Reynisson lögreglufulltrúi og verkefnastjóri almannavarna hjá lögreglunni á Suðurlandi segir það mjög spennandi að sjá niðurstöður rannsóknar sem þær Þórdís Pétursdóttir og Sigurlaug Rúnarsdóttir nemendur í ferðamálafræði við Háskóla Íslands vinna að en lokaverkefni þeirra í náminu snýr að öryggi ferðamanna í Reynisfjöru. 18. október 2016 15:08 Þrjú banaslys í Reynisfjöru á áratug: „Einhver þarf að bera ábyrgð á staðnum“ Þrjú banaslys hafa orðið í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum síðastliðinn áratug. 9. janúar 2017 19:30 Konan fannst klukkustund eftir að tilkynning barst Fjölskyldan hennar komst af sjálfsdáðum í land. 10. janúar 2017 15:28 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Segir erfitt að meta hvort að viðvörunarskiltin geri sitt gagn Víðir Reynisson lögreglufulltrúi og verkefnastjóri almannavarna hjá lögreglunni á Suðurlandi segir það mjög spennandi að sjá niðurstöður rannsóknar sem þær Þórdís Pétursdóttir og Sigurlaug Rúnarsdóttir nemendur í ferðamálafræði við Háskóla Íslands vinna að en lokaverkefni þeirra í náminu snýr að öryggi ferðamanna í Reynisfjöru. 18. október 2016 15:08
Þrjú banaslys í Reynisfjöru á áratug: „Einhver þarf að bera ábyrgð á staðnum“ Þrjú banaslys hafa orðið í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum síðastliðinn áratug. 9. janúar 2017 19:30
Konan fannst klukkustund eftir að tilkynning barst Fjölskyldan hennar komst af sjálfsdáðum í land. 10. janúar 2017 15:28