Líkið sem áhöfnin á TF-LÍF, þyrlu Landhelgisgæslunnar, fann í fjörunni við Selvogsvita um eittleytið á sunnudaginn var af Birnu Brjánsdóttur. Rannsókn réttarmeinafræðings og kennslanefndar ríkislögreglustjóra staðfestir þetta að sögn Gríms Grímssonar, yfirmanns rannsóknar lögreglu á dauða Birnu.
Ljóst er að um manndráp er að ræða en Grímur vill ekki upplýsa um mögulega áverka á líkinu eða hvort hún hafi verið í fötum eða ekki þegar líkið fannst í fjörunni.
Lögregla hafði talið yfirgnæfandi líkur á að um lík Birnu væri að ræða og sömuleiðis að um manndráp væri að ræða. Málið hefur verið rannsakað sem manndrápsmál síðan í síðustu viku. Annar skipverjanna var yfirheyrður á Litla-Hrauni í gær og yfirheyrslur yfir hinum halda áfram í dag.
Grímur vill ekkert tjá sig um það sem fram hefur komið við yfirheyrslur en játning mun ekki liggja fyrir í málinu. Mennirnir eru báðir í einangrun á Litla-Hrauni og þar fara yfirheyrslurnar fram.
Líkið er af Birnu og um manndráp að ræða

Tengdar fréttir

Konur óttast um öryggi sitt í miðbæ Reykjavíkur: Ganga í tvennum sokkabuxum og með lykla milli fingranna
Konur eru líklegri en karlar til að upplifa óöryggi í miðbæ Reykjavík að kvöld- eða næturlagi. Þá grípa konur oft til ráðstafana ef ske kynni að ráðist yrði á þær.

Vonar að dauði Birnu opni á umræðu um ofbeldi á Grænlandi: „Þögnin er áþreifanleg“
Ingibjörg Björnsdóttir sem búsett er á Grænlandi, segist vona að dauði Birnu verði til þess að opna umræðu um ofbeldi á Grænlandi.

Yfirheyrðu Møller í gær
Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur hinn maðurinn, Nikolaj Olsen, ekki verið yfirheyrður eftir að lík Birnu fannst á sunnudaginn.

Hinn skipverjinn yfirheyrður í dag
Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var Thomas Möller yfirheyrður í gær og verður þá Nikolaj Olsen yfirheyrður í dag.