Vitstola stjórnmál Þorvaldur Gylfason skrifar 26. janúar 2017 07:00 Aldrei í manna minnum ef þá nokkurn tímann hefur nýr forseti Bandaríkjanna fengið kaldari kveðjur en Donald Trump fær nú. Enginn nýr forseti hefur mætt svo megnri andúð enda greiddi aðeins fjórði hver atkvæðisbærra manna honum atkvæði sitt í kosningunum í nóvember. Trump hlaut 63 milljónir atkvæða (46%) en andstæðingur hans Hillary Clinton hlaut 66 milljónir atkvæða (48%). Kosningaþátttaka var 55%. Þetta er í fimmta sinn sem forseti Bandaríkjanna nær kjöri með minni hluta atkvæða að baki sér, en það gerðist síðast árið 2000 þegar repúblikaninn George W. Bush sigraði demókratann Al Gore þótt Gore fengi hálfa milljón atkvæða umfram Bush á landsvísu. Það gerði illt verra að Hæstiréttur Bandaríkjanna stöðvaði endurtalningu atkvæða í Florída sem úrslitin ultu á og dæmdi Bush forsetaembættið með fimm atkvæðum gegn fjórum eftir flokkslínum. Hæstiréttur stal forsetaembættinu eins og Alan Dershowitz, lagaprófessor í Harvard-háskóla, lýsir í bók sinni Supreme Injustice: How the High Court Hijacked Election 2000. Trúlega hefur enginn einn atburður síðustu áratuga átt ríkari þátt í að grafa undan áliti Bandaríkjanna innan lands og utan. Engan þarf því að undra að milljónir manna hafa mótmælt embættistöku Trumps um allan heim. Andstæðingar hans og fjölmiðlar hamra á veikleikum hans, vömmum og vanhæfi. Lögfræðingar staðhæfa að sú ákvörðun forsetans að fela sonum sínum frekar en óháðum aðilum að fara með fyrirtæki hans og fjármál feli í sér hættu á alvarlegum hagsmunaárekstrum og sé því brot gegn stjórnarskránni; málsókn er hafin. Aðrir, þar á meðal virtir þingmenn, draga lögmæti forsetakjörsins í efa vegna gruns um íhlutun Rússa í kosningabaráttuna. Einræðisherrar og öfgamenn víða um heim, þar á meðal evrópskir nýfasistar, fagna embættistöku Trumps.Lögmæti og lýðræði Þessu óþægilega ljósi er vert að varpa á stjórnmálaástandið hér heima. Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir um nýju ríkisstjórnina: „Ríkisstjórnin er siðferðilega ólögmæt og nýtur ekki trausts.“ Svanur rökstyður ályktun sína með því að benda á opinberar upplýsingar sem fv. ríkisstjórn hélt leyndum fyrir kjósendum í haust leið, upplýsingar um Panama-skjölin o.fl. sem hefðu getað haft afgerandi áhrif á úrslit kosninganna og girt fyrir myndun meirihlutastjórnar á Alþingi með 47% atkvæða að baki sér. Svanur hefði getað stutt mál sitt frekari rökum með því að vísa á slóð gjaldþrota og annarrar fjármálaóreiðu nokkurra ráðherra í ríkisstjórninni auk annarra hátt settra sjálfstæðismanna og annarra. Svanur ályktar: „Ríkisstjórnin … nýtur ekki nauðsynlegs trausts til að endurreisa íslenska lýðveldið eftir Hrunið“ – enda er hún skipuð nokkrum þekktum hrunverjum. Ný skoðanakönnun Maskínu styður ályktun Svans en skv. könnuninni styður aðeins fjórðungur kjósenda ríkisstjórnina. Trúlega munu hrunverjarnir í ríkisstjórninni verjast slíkum ábendingum með því að svara: Já, en við náðum kjöri. Það svar strandar á einni röksemd enn sem Svanur Kristjánsson hefði getað nefnt til sögunnar og vegur þyngra en báðar hinna. Alþingiskosningarnar í haust leið voru ólögmætar í þeim skilningi að þær voru haldnar í samræmi við kosningalög sem kjósendur höfnuðu í þjóðaratkvæði 2012. Kjósendur voru þá m.a. spurðir í fyrsta sinn hvort þeir vildu að nýja stjórnarskráin kvæði á um jafnt vægi atkvæða. Tveir þriðju hlutar kjósenda lýstu stuðningi við jafnt vægi atkvæða. Af þessum úrslitum leiddi að Alþingi var leyfilegt að halda aðeins einar kosningar enn, 2013, í samræmi við gömlu kosningalögin enda varð ekki hjá því komizt og myndi staðfesting Alþingis á nýju stjórnarskránni þá tryggja að næstu kosningar, 2016, yrðu haldnar í samræmi við nýja stjórnarskrá og ákvæði hennar um jafnt vægi atkvæða. Alþingi brást þessari frumskyldu. Kosningarnar í haust leið voru því beinlínis stolnar eins og ráða má m.a. af því að Sjálfstæðisflokkurinn með sín 29% atkvæða hlaut 21 þingsæti en hefði að réttu lagi átt að hljóta 18 sæti eða 19 í mesta lagi. Þar eð ójafnt vægi atkvæða varðar mannréttindi kann að koma til þess að kosningarnar verði kærðar til dómstóla á þeim grundvelli.Fórnarlömb hrunsins Ríkisstjórnin nýja styðst á Alþingi við 32 þingmenn af 63. Þennan nauma meiri hluta skipa m.a. tvö þekkt fórnarlömb hrunsins, Theodóra S. Þorsteinsdóttir, formaður þingflokks Bjartrar framtíðar, og Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Theodóra segir farir sínar og foreldra sinna ekki sléttar í kvikmyndinni Ránsfengur eftir Pétur Einarsson fv. bankamann, áhrifamikilli mynd um hrunið og framferði bankanna sem sjónvarpið sýndi fyrir skömmu. Vilhjálmur hefur ásamt öðrum gert ítrekaðar tilraunir til að draga Landsbankann til ábyrgðar fyrir rétti. Landsbankinn var e.k. einkabanki Sjálfstæðisflokksins fram að hruni með sjálfan framkvæmdastjóra flokksins við háborðið í bankaráðinu. Ný ríkisstjórn Íslands er ekki bara skipuð fólki sem hljóp frá skuldum við föllnu bankana í milljarðavís, heldur er hún í þokkabót skipuð ekki færri en þrem eða fjórum ráðherrum af 11 úr röðum Samtaka atvinnulífsins. Það var Viðskiptaráð, bezti vinur SA, ekki bankarnir sjálfir, sem keypti erlendu hvítþvottarskýrslurnar um bankana 2006 og 2008 og magnaði fjárskaðann af völdum hrunsins með því móti. Enginn viðskiptalífsforkólfur hefur enn beðizt afsökunar á framferði sínu, með einni undantekningu. Myndun slíkrar ríkisstjórnar eftir allt sem á undan er gengið vitnar um fáheyrða óskammfeilni. Varðar þau Theodóru S. Þorsteinsdóttur og Vilhjálm Bjarnason ekkert um þær mörgu fjölskyldur sem misstu heimili sín og aðrar eigur í hendur bankanna? – til að fjármagna m.a. afskriftir óreiðuskulda stjórnmálamanna og annarra.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Þorvaldur Gylfason Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun
Aldrei í manna minnum ef þá nokkurn tímann hefur nýr forseti Bandaríkjanna fengið kaldari kveðjur en Donald Trump fær nú. Enginn nýr forseti hefur mætt svo megnri andúð enda greiddi aðeins fjórði hver atkvæðisbærra manna honum atkvæði sitt í kosningunum í nóvember. Trump hlaut 63 milljónir atkvæða (46%) en andstæðingur hans Hillary Clinton hlaut 66 milljónir atkvæða (48%). Kosningaþátttaka var 55%. Þetta er í fimmta sinn sem forseti Bandaríkjanna nær kjöri með minni hluta atkvæða að baki sér, en það gerðist síðast árið 2000 þegar repúblikaninn George W. Bush sigraði demókratann Al Gore þótt Gore fengi hálfa milljón atkvæða umfram Bush á landsvísu. Það gerði illt verra að Hæstiréttur Bandaríkjanna stöðvaði endurtalningu atkvæða í Florída sem úrslitin ultu á og dæmdi Bush forsetaembættið með fimm atkvæðum gegn fjórum eftir flokkslínum. Hæstiréttur stal forsetaembættinu eins og Alan Dershowitz, lagaprófessor í Harvard-háskóla, lýsir í bók sinni Supreme Injustice: How the High Court Hijacked Election 2000. Trúlega hefur enginn einn atburður síðustu áratuga átt ríkari þátt í að grafa undan áliti Bandaríkjanna innan lands og utan. Engan þarf því að undra að milljónir manna hafa mótmælt embættistöku Trumps um allan heim. Andstæðingar hans og fjölmiðlar hamra á veikleikum hans, vömmum og vanhæfi. Lögfræðingar staðhæfa að sú ákvörðun forsetans að fela sonum sínum frekar en óháðum aðilum að fara með fyrirtæki hans og fjármál feli í sér hættu á alvarlegum hagsmunaárekstrum og sé því brot gegn stjórnarskránni; málsókn er hafin. Aðrir, þar á meðal virtir þingmenn, draga lögmæti forsetakjörsins í efa vegna gruns um íhlutun Rússa í kosningabaráttuna. Einræðisherrar og öfgamenn víða um heim, þar á meðal evrópskir nýfasistar, fagna embættistöku Trumps.Lögmæti og lýðræði Þessu óþægilega ljósi er vert að varpa á stjórnmálaástandið hér heima. Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir um nýju ríkisstjórnina: „Ríkisstjórnin er siðferðilega ólögmæt og nýtur ekki trausts.“ Svanur rökstyður ályktun sína með því að benda á opinberar upplýsingar sem fv. ríkisstjórn hélt leyndum fyrir kjósendum í haust leið, upplýsingar um Panama-skjölin o.fl. sem hefðu getað haft afgerandi áhrif á úrslit kosninganna og girt fyrir myndun meirihlutastjórnar á Alþingi með 47% atkvæða að baki sér. Svanur hefði getað stutt mál sitt frekari rökum með því að vísa á slóð gjaldþrota og annarrar fjármálaóreiðu nokkurra ráðherra í ríkisstjórninni auk annarra hátt settra sjálfstæðismanna og annarra. Svanur ályktar: „Ríkisstjórnin … nýtur ekki nauðsynlegs trausts til að endurreisa íslenska lýðveldið eftir Hrunið“ – enda er hún skipuð nokkrum þekktum hrunverjum. Ný skoðanakönnun Maskínu styður ályktun Svans en skv. könnuninni styður aðeins fjórðungur kjósenda ríkisstjórnina. Trúlega munu hrunverjarnir í ríkisstjórninni verjast slíkum ábendingum með því að svara: Já, en við náðum kjöri. Það svar strandar á einni röksemd enn sem Svanur Kristjánsson hefði getað nefnt til sögunnar og vegur þyngra en báðar hinna. Alþingiskosningarnar í haust leið voru ólögmætar í þeim skilningi að þær voru haldnar í samræmi við kosningalög sem kjósendur höfnuðu í þjóðaratkvæði 2012. Kjósendur voru þá m.a. spurðir í fyrsta sinn hvort þeir vildu að nýja stjórnarskráin kvæði á um jafnt vægi atkvæða. Tveir þriðju hlutar kjósenda lýstu stuðningi við jafnt vægi atkvæða. Af þessum úrslitum leiddi að Alþingi var leyfilegt að halda aðeins einar kosningar enn, 2013, í samræmi við gömlu kosningalögin enda varð ekki hjá því komizt og myndi staðfesting Alþingis á nýju stjórnarskránni þá tryggja að næstu kosningar, 2016, yrðu haldnar í samræmi við nýja stjórnarskrá og ákvæði hennar um jafnt vægi atkvæða. Alþingi brást þessari frumskyldu. Kosningarnar í haust leið voru því beinlínis stolnar eins og ráða má m.a. af því að Sjálfstæðisflokkurinn með sín 29% atkvæða hlaut 21 þingsæti en hefði að réttu lagi átt að hljóta 18 sæti eða 19 í mesta lagi. Þar eð ójafnt vægi atkvæða varðar mannréttindi kann að koma til þess að kosningarnar verði kærðar til dómstóla á þeim grundvelli.Fórnarlömb hrunsins Ríkisstjórnin nýja styðst á Alþingi við 32 þingmenn af 63. Þennan nauma meiri hluta skipa m.a. tvö þekkt fórnarlömb hrunsins, Theodóra S. Þorsteinsdóttir, formaður þingflokks Bjartrar framtíðar, og Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Theodóra segir farir sínar og foreldra sinna ekki sléttar í kvikmyndinni Ránsfengur eftir Pétur Einarsson fv. bankamann, áhrifamikilli mynd um hrunið og framferði bankanna sem sjónvarpið sýndi fyrir skömmu. Vilhjálmur hefur ásamt öðrum gert ítrekaðar tilraunir til að draga Landsbankann til ábyrgðar fyrir rétti. Landsbankinn var e.k. einkabanki Sjálfstæðisflokksins fram að hruni með sjálfan framkvæmdastjóra flokksins við háborðið í bankaráðinu. Ný ríkisstjórn Íslands er ekki bara skipuð fólki sem hljóp frá skuldum við föllnu bankana í milljarðavís, heldur er hún í þokkabót skipuð ekki færri en þrem eða fjórum ráðherrum af 11 úr röðum Samtaka atvinnulífsins. Það var Viðskiptaráð, bezti vinur SA, ekki bankarnir sjálfir, sem keypti erlendu hvítþvottarskýrslurnar um bankana 2006 og 2008 og magnaði fjárskaðann af völdum hrunsins með því móti. Enginn viðskiptalífsforkólfur hefur enn beðizt afsökunar á framferði sínu, með einni undantekningu. Myndun slíkrar ríkisstjórnar eftir allt sem á undan er gengið vitnar um fáheyrða óskammfeilni. Varðar þau Theodóru S. Þorsteinsdóttur og Vilhjálm Bjarnason ekkert um þær mörgu fjölskyldur sem misstu heimili sín og aðrar eigur í hendur bankanna? – til að fjármagna m.a. afskriftir óreiðuskulda stjórnmálamanna og annarra.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.