Blaðamenn Guardian tóku eftir að bókin var komin aftur á topplista Amazon í gærkvöldi og þá var hún í sjötta sæti.
Í kjölfar viðtals Conway á NBC fór mikil umræða af stað um „newspeak“ sem notað var í bókinni. Með því tungumáli vildu yfirvöld koma í veg fyrir sjálfstæða hugsun. Síðan þá hafa ummæli Conway verið tengd við 1984.