Möguleiki á áframhaldandi samstarfi Þórs og KA Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. janúar 2017 18:31 Leikmenn Þórs/KA fagna marki gegn Fylki síðasta sumar. vísir/hanna Í vikunni hafa staðið yfir viðræður á milli Þórs og KA, með milligöngu Íþróttabandalags Akureyrar, um samstarf sameiginlegs kvennaliðs Þórs/KA í fótbolta. Niðurstaða þessara viðræðna er að bæði félög eru tilbúin að hefja vinnu til að tryggja áframhaldandi samstarf, og þar með framtíð Þórs/KA í kvennafótboltanum. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu Þórs, KA og ÍBA. Þar kemur einnig fram að búið sé að stofna vinnuhóp með fulltrúum ÍBA, KA og Þórs. Markmið hans er að koma með tillögur að áframhaldandi samstarfi sem tryggir jafna aðkomu Þórs og KA. Einnig hefur verið tekin ákvörðun um að Þór/KA leiki í hlutlausum búningum á næsta tímabili.Yfirlýsinguna má lesa hér að neðan: Eins og kunnugt er orðið hefur framtíð kvennaliðs Þórs/KA í meistara- og öðrum flokki kvenna í knattspyrnu verið í uppnámi eftir að aðalstjórn KA sendi frá sér yfirlýsingu um að samningar á milli KA og Þórs um sameiginlega meistaraflokka kvenna í handknattleik og knattspyrnu yrðu ekki endurnýjaðir. Undanfarna viku hafa staðið yfir viðræður á milli félaganna með milligöngu Íþróttabandalags Akureyrar um samstarfið og framtíð þess með hag KA, Þórs og iðkenda kvennaknattspyrnu á Akureyri að leiðarljósi. Þessar viðræður hafa nú leitt af sér að bæði félög hafa lýst yfir fullum vilja til að hefja vinnu við að tryggja áframhaldandi samstarf og þar með framtíð Þórs/KA í kvennaknattspyrnu. Stofnaður hefur verið vinnuhópur með fulltrúum ÍBA, KA og Þórs en markmið hópsins er að koma með tillögur fyrir 10. febrúar nk. að áframhaldandi samstarfi sem tryggir jafna aðkomu beggja félaga að Þór/KA og uppbyggingu kvennaknattspyrnu á Akureyri. Nú þegar hefur verið tekin ákvörðun um að Þór/KA leiki í hlutlausum búningum á komandi keppnistímabili. Framundan eru sambærilegar viðræður á milli þessara aðila er varða framtíð kvennaliðs KA/Þórs í handknattleik.Með íþróttakveðju, fyrir hönd ÍBA, KA og Þórs, Geir Kr. Aðalsteinsson, formaður ÍBA. Ingvar Gíslason, varaformaður KA. Árni Óðinsson, formaður Þórs. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Formaður Þórs: Við erum ráðvillt Segir að enginn sérstakur ágreiningur hafi verið á milli Þórs og KA. Hann hefði kosið að fara aðra leið en að slíta samstarfinu einhliða. 18. janúar 2017 14:15 Deilt um peninga á Akureyri: Við fórum eftir fyrirmælum KSÍ Úthlutun KSÍ til Þórs og KA var að hluta til byggð á árangri Þórs/KA en ósætti er um hvernig upphæðinni var ráðstafað. 18. janúar 2017 13:30 Vilja óbreytt samstarf Þórs og KA Forráðamenn Þórs á Akureyri hafa ekki gefið upp von um að samstarfi félagsins við KA um rekstur kvennaliða á Akureyri verði haldið áfram, þrátt fyrir yfirlýsingu KA um annað. 20. janúar 2017 07:00 Pepsi-deildin byrjar í apríl í ár Pepsi-deildirnar byrja óvenju snemma sumarið 2017. 23. janúar 2017 12:30 KA sleit samstarfinu við Þór: Þetta var ekki létt ákvörðun KA og Þór munu ekki tefla fram sameiginlegum liðum í knattspyrnu og handbolta eftir núverandi keppnistímabil. Óvissa er um stöðu Þórs/KA í Pepsi-deild kvenna í sumar. 18. janúar 2017 11:01 Þór/KA spilar í Pepsi-deildinni í sumar Einlægur vilji Þórs að halda óbreyttu fyrirkomulagi á rekstri sameiginlegs kvennaliðs Þórs og KA. 19. janúar 2017 13:45 Mest lesið Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja Fótbolti Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Sjá meira
Í vikunni hafa staðið yfir viðræður á milli Þórs og KA, með milligöngu Íþróttabandalags Akureyrar, um samstarf sameiginlegs kvennaliðs Þórs/KA í fótbolta. Niðurstaða þessara viðræðna er að bæði félög eru tilbúin að hefja vinnu til að tryggja áframhaldandi samstarf, og þar með framtíð Þórs/KA í kvennafótboltanum. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu Þórs, KA og ÍBA. Þar kemur einnig fram að búið sé að stofna vinnuhóp með fulltrúum ÍBA, KA og Þórs. Markmið hans er að koma með tillögur að áframhaldandi samstarfi sem tryggir jafna aðkomu Þórs og KA. Einnig hefur verið tekin ákvörðun um að Þór/KA leiki í hlutlausum búningum á næsta tímabili.Yfirlýsinguna má lesa hér að neðan: Eins og kunnugt er orðið hefur framtíð kvennaliðs Þórs/KA í meistara- og öðrum flokki kvenna í knattspyrnu verið í uppnámi eftir að aðalstjórn KA sendi frá sér yfirlýsingu um að samningar á milli KA og Þórs um sameiginlega meistaraflokka kvenna í handknattleik og knattspyrnu yrðu ekki endurnýjaðir. Undanfarna viku hafa staðið yfir viðræður á milli félaganna með milligöngu Íþróttabandalags Akureyrar um samstarfið og framtíð þess með hag KA, Þórs og iðkenda kvennaknattspyrnu á Akureyri að leiðarljósi. Þessar viðræður hafa nú leitt af sér að bæði félög hafa lýst yfir fullum vilja til að hefja vinnu við að tryggja áframhaldandi samstarf og þar með framtíð Þórs/KA í kvennaknattspyrnu. Stofnaður hefur verið vinnuhópur með fulltrúum ÍBA, KA og Þórs en markmið hópsins er að koma með tillögur fyrir 10. febrúar nk. að áframhaldandi samstarfi sem tryggir jafna aðkomu beggja félaga að Þór/KA og uppbyggingu kvennaknattspyrnu á Akureyri. Nú þegar hefur verið tekin ákvörðun um að Þór/KA leiki í hlutlausum búningum á komandi keppnistímabili. Framundan eru sambærilegar viðræður á milli þessara aðila er varða framtíð kvennaliðs KA/Þórs í handknattleik.Með íþróttakveðju, fyrir hönd ÍBA, KA og Þórs, Geir Kr. Aðalsteinsson, formaður ÍBA. Ingvar Gíslason, varaformaður KA. Árni Óðinsson, formaður Þórs.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Formaður Þórs: Við erum ráðvillt Segir að enginn sérstakur ágreiningur hafi verið á milli Þórs og KA. Hann hefði kosið að fara aðra leið en að slíta samstarfinu einhliða. 18. janúar 2017 14:15 Deilt um peninga á Akureyri: Við fórum eftir fyrirmælum KSÍ Úthlutun KSÍ til Þórs og KA var að hluta til byggð á árangri Þórs/KA en ósætti er um hvernig upphæðinni var ráðstafað. 18. janúar 2017 13:30 Vilja óbreytt samstarf Þórs og KA Forráðamenn Þórs á Akureyri hafa ekki gefið upp von um að samstarfi félagsins við KA um rekstur kvennaliða á Akureyri verði haldið áfram, þrátt fyrir yfirlýsingu KA um annað. 20. janúar 2017 07:00 Pepsi-deildin byrjar í apríl í ár Pepsi-deildirnar byrja óvenju snemma sumarið 2017. 23. janúar 2017 12:30 KA sleit samstarfinu við Þór: Þetta var ekki létt ákvörðun KA og Þór munu ekki tefla fram sameiginlegum liðum í knattspyrnu og handbolta eftir núverandi keppnistímabil. Óvissa er um stöðu Þórs/KA í Pepsi-deild kvenna í sumar. 18. janúar 2017 11:01 Þór/KA spilar í Pepsi-deildinni í sumar Einlægur vilji Þórs að halda óbreyttu fyrirkomulagi á rekstri sameiginlegs kvennaliðs Þórs og KA. 19. janúar 2017 13:45 Mest lesið Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja Fótbolti Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Sjá meira
Formaður Þórs: Við erum ráðvillt Segir að enginn sérstakur ágreiningur hafi verið á milli Þórs og KA. Hann hefði kosið að fara aðra leið en að slíta samstarfinu einhliða. 18. janúar 2017 14:15
Deilt um peninga á Akureyri: Við fórum eftir fyrirmælum KSÍ Úthlutun KSÍ til Þórs og KA var að hluta til byggð á árangri Þórs/KA en ósætti er um hvernig upphæðinni var ráðstafað. 18. janúar 2017 13:30
Vilja óbreytt samstarf Þórs og KA Forráðamenn Þórs á Akureyri hafa ekki gefið upp von um að samstarfi félagsins við KA um rekstur kvennaliða á Akureyri verði haldið áfram, þrátt fyrir yfirlýsingu KA um annað. 20. janúar 2017 07:00
Pepsi-deildin byrjar í apríl í ár Pepsi-deildirnar byrja óvenju snemma sumarið 2017. 23. janúar 2017 12:30
KA sleit samstarfinu við Þór: Þetta var ekki létt ákvörðun KA og Þór munu ekki tefla fram sameiginlegum liðum í knattspyrnu og handbolta eftir núverandi keppnistímabil. Óvissa er um stöðu Þórs/KA í Pepsi-deild kvenna í sumar. 18. janúar 2017 11:01
Þór/KA spilar í Pepsi-deildinni í sumar Einlægur vilji Þórs að halda óbreyttu fyrirkomulagi á rekstri sameiginlegs kvennaliðs Þórs og KA. 19. janúar 2017 13:45