Á miðvikudaginn, fimm dögum eftir að hann tók við embætti, undirritaði hann á einu bretti fjórar tilskipanir til stjórnvalda, en auk þess hefur hann sent frá sér yfirlýsingar, mætt í viðtöl og verið duglegur að láta í sér heyra á Twitter.
Hann lét það verða eitt sitt fyrsta verk að ræða við Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, og lofaði eindregnum stuðningi Bandaríkjanna.


Þótt Trump hafi látið hendur standa fram úr ermum fyrstu dagana er þó margt enn óljóst um framkvæmd allra þeirra verkefna, sem hann er búinn að hrinda úr vör. Þótt Repúblikanar séu með meirihluta í báðum deildum þingsins eru þeir mishrifnir af áformum forsetans.
Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu